Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2020 22:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. Sé litið til alvarlegra afleiðingar sjúkdómsins síðastliðinn vetur megi búast við að í þessari bylgju muni 60 til 70 einstaklingar þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 17 þurfi að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 þurfi á aðstoð öndunarvélar að halda og sex einstaklingar látist. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til hertar aðgerðir. Þórólfur tekur þó fram í minnisblaði sínu að hugsanlega séu hlutfallslega fleiri sem greinast með veiruna núna vegna aukinnar sýnatöku og að hlutfall þeirra sem veikist mikið kunni því að verða lægra en það var í vetur þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk. Ráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Verður auglýsing ráðherra birt á morgun og tekur gildi á mánudag. Verða samkomur takmarkaðar við 20 manns í minnst tvær vikur. Áskorun að tryggja viðeigandi mönnun Í samræðum við forsvarsmenn Landspítalans hefur Þórólfur fengið þær upplýsingar að Landspítalinn muni að öllum líkindum ráða við þann fjölda Covid-sýktra einstaklinga sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að leggjast inn á næstu þremur vikum. Það verði þó aðeins mögulegt ef gripið verði til ýmissa tilfæringa innan sem utan spítalans, einkum hvað varðar útskriftir einstaklinga sem lokið hafa meðferð og sú vinna sögð í gangi. Þá kunni að verða áskorun að tryggja viðeigandi mönnun gjörgæsludeilda. Sjúkrahúsið á Akureyri hafi einnig getu til að annast veika sjúklinga með Covid-19 og þeirra geta ekki inni í þessum áætlunum. Smitrakning orðin erfiðari en áður Þórólfur tekur fram að á síðustu dögum hafi daglegur fjöldi nýgreindra verið nokkuð stöðugur, eða um 30 til 40 á dag, og því ljóst að ekki hafi tekist með núverandi aðgerðum að ná viðunandi tökum á faraldrinum. „Að einhverju leyti kann það að stafa af því að smitrakning er orðin erfiðari en áður. Sumpart vegna verri samvinnu við einstaklinga og getur því liðið nokkur tími þar til náð hefur verið í einstaklinga sem þurfa að fara í sóttkví,” segir Þórólfur í minnisblaðinu. Í ljósi þess að faraldurinn sé nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt sé að álag á sjúkrahúskerfið geti farið yfir þolmörk varðandi Covid og önnur verkefni, leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til að bæla faraldurinn sem mest niður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. Sé litið til alvarlegra afleiðingar sjúkdómsins síðastliðinn vetur megi búast við að í þessari bylgju muni 60 til 70 einstaklingar þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 17 þurfi að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 þurfi á aðstoð öndunarvélar að halda og sex einstaklingar látist. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til hertar aðgerðir. Þórólfur tekur þó fram í minnisblaði sínu að hugsanlega séu hlutfallslega fleiri sem greinast með veiruna núna vegna aukinnar sýnatöku og að hlutfall þeirra sem veikist mikið kunni því að verða lægra en það var í vetur þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk. Ráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Verður auglýsing ráðherra birt á morgun og tekur gildi á mánudag. Verða samkomur takmarkaðar við 20 manns í minnst tvær vikur. Áskorun að tryggja viðeigandi mönnun Í samræðum við forsvarsmenn Landspítalans hefur Þórólfur fengið þær upplýsingar að Landspítalinn muni að öllum líkindum ráða við þann fjölda Covid-sýktra einstaklinga sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að leggjast inn á næstu þremur vikum. Það verði þó aðeins mögulegt ef gripið verði til ýmissa tilfæringa innan sem utan spítalans, einkum hvað varðar útskriftir einstaklinga sem lokið hafa meðferð og sú vinna sögð í gangi. Þá kunni að verða áskorun að tryggja viðeigandi mönnun gjörgæsludeilda. Sjúkrahúsið á Akureyri hafi einnig getu til að annast veika sjúklinga með Covid-19 og þeirra geta ekki inni í þessum áætlunum. Smitrakning orðin erfiðari en áður Þórólfur tekur fram að á síðustu dögum hafi daglegur fjöldi nýgreindra verið nokkuð stöðugur, eða um 30 til 40 á dag, og því ljóst að ekki hafi tekist með núverandi aðgerðum að ná viðunandi tökum á faraldrinum. „Að einhverju leyti kann það að stafa af því að smitrakning er orðin erfiðari en áður. Sumpart vegna verri samvinnu við einstaklinga og getur því liðið nokkur tími þar til náð hefur verið í einstaklinga sem þurfa að fara í sóttkví,” segir Þórólfur í minnisblaðinu. Í ljósi þess að faraldurinn sé nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt sé að álag á sjúkrahúskerfið geti farið yfir þolmörk varðandi Covid og önnur verkefni, leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til að bæla faraldurinn sem mest niður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59
Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34