Innlent

Smit á leikskóla í Seljahverfi

Sylvía Hall skrifar
Foreldrar fengu upplýsingar um smitið í dag.
Foreldrar fengu upplýsingar um smitið í dag. Vísir/Vilhelm

Smit hefur komið upp á leikskólanum Seljaborg í Seljahverfi í Breiðholti. Þetta kemur fram í upplýsingapósti til foreldra í dag, en allir starfsmenn og öll börn leikskólans munu þurfa í sóttkví til næsta fimmtudags.

Ekki er tekið fram hvort um starfsmann eða barn á leikskólanum sé að ræða. 

Ljóst er að eitt foreldri eða forráðamaður barns mun þurfa að vera í sóttkví með hverju barni þar sem um ung börn eru að ræða. Aðrir á heimilinu sem ekki voru útsettir fyrir smiti þurfa þó ekki í sóttkví.

Stefnt er að því að opna leikskólann á ný næstkomandi föstudag, en á fimmtudag þurfa öll þau sem eru í sóttkví að fara í sýnatöku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×