Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2020 10:14 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar í fyrra. Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi (áskriftarvefur). Þar segir að íslenskur maður, sem sé í haldi lögreglunnar hér á landi, hafi veitt lögreglunni þessar upplýsingar. Jón hvarf þann 9. febrúar í fyrra. Síðast sást hann í hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin, á gangi frá hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Samkvæmt frétt Independent, hefur lögreglunni hér á landi verið tilkynnt að Jón tók þátt í ólöglegum póker kvöldið áður en hann hvarf og á hann að hafa tapað rúmlega fjögur þúsund evrum sem voru í eigu íslensks glæpamanns. Sá er sagður hafa myrt Jón í slysni þegar hann reiddist vegna peninganna. Þessi umræddi glæpamaður, sem sagður er hafa banað Jóni, er sagður búa á Íslandi. Peningana átti að nota til að fjármagna aðra pókerspilara en í frétt írska miðilsins segir að Jón hafi reynt að hætta þegar hann byrjaði að tapa en honum hafi verið meinað það. Aðrir spilarar hafi jafnvel beitt hann ofbeldi. Þar segir enn fremur að morguninn eftir hafi Jón rifist við kærustu sína, áður en hann yfirgaf hótelið. Annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær eru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að verið sé að skoða ýmsa þætti og atriði sem tengjast rannsókninni. Þá sé lögreglan í sambandi við Íra sem fara með rannsókn á málinu. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki. Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi (áskriftarvefur). Þar segir að íslenskur maður, sem sé í haldi lögreglunnar hér á landi, hafi veitt lögreglunni þessar upplýsingar. Jón hvarf þann 9. febrúar í fyrra. Síðast sást hann í hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin, á gangi frá hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Samkvæmt frétt Independent, hefur lögreglunni hér á landi verið tilkynnt að Jón tók þátt í ólöglegum póker kvöldið áður en hann hvarf og á hann að hafa tapað rúmlega fjögur þúsund evrum sem voru í eigu íslensks glæpamanns. Sá er sagður hafa myrt Jón í slysni þegar hann reiddist vegna peninganna. Þessi umræddi glæpamaður, sem sagður er hafa banað Jóni, er sagður búa á Íslandi. Peningana átti að nota til að fjármagna aðra pókerspilara en í frétt írska miðilsins segir að Jón hafi reynt að hætta þegar hann byrjaði að tapa en honum hafi verið meinað það. Aðrir spilarar hafi jafnvel beitt hann ofbeldi. Þar segir enn fremur að morguninn eftir hafi Jón rifist við kærustu sína, áður en hann yfirgaf hótelið. Annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær eru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að verið sé að skoða ýmsa þætti og atriði sem tengjast rannsókninni. Þá sé lögreglan í sambandi við Íra sem fara með rannsókn á málinu. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki.
Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05