Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2020 10:14 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar í fyrra. Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi (áskriftarvefur). Þar segir að íslenskur maður, sem sé í haldi lögreglunnar hér á landi, hafi veitt lögreglunni þessar upplýsingar. Jón hvarf þann 9. febrúar í fyrra. Síðast sást hann í hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin, á gangi frá hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Samkvæmt frétt Independent, hefur lögreglunni hér á landi verið tilkynnt að Jón tók þátt í ólöglegum póker kvöldið áður en hann hvarf og á hann að hafa tapað rúmlega fjögur þúsund evrum sem voru í eigu íslensks glæpamanns. Sá er sagður hafa myrt Jón í slysni þegar hann reiddist vegna peninganna. Þessi umræddi glæpamaður, sem sagður er hafa banað Jóni, er sagður búa á Íslandi. Peningana átti að nota til að fjármagna aðra pókerspilara en í frétt írska miðilsins segir að Jón hafi reynt að hætta þegar hann byrjaði að tapa en honum hafi verið meinað það. Aðrir spilarar hafi jafnvel beitt hann ofbeldi. Þar segir enn fremur að morguninn eftir hafi Jón rifist við kærustu sína, áður en hann yfirgaf hótelið. Annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær eru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að verið sé að skoða ýmsa þætti og atriði sem tengjast rannsókninni. Þá sé lögreglan í sambandi við Íra sem fara með rannsókn á málinu. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki. Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi (áskriftarvefur). Þar segir að íslenskur maður, sem sé í haldi lögreglunnar hér á landi, hafi veitt lögreglunni þessar upplýsingar. Jón hvarf þann 9. febrúar í fyrra. Síðast sást hann í hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin, á gangi frá hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Samkvæmt frétt Independent, hefur lögreglunni hér á landi verið tilkynnt að Jón tók þátt í ólöglegum póker kvöldið áður en hann hvarf og á hann að hafa tapað rúmlega fjögur þúsund evrum sem voru í eigu íslensks glæpamanns. Sá er sagður hafa myrt Jón í slysni þegar hann reiddist vegna peninganna. Þessi umræddi glæpamaður, sem sagður er hafa banað Jóni, er sagður búa á Íslandi. Peningana átti að nota til að fjármagna aðra pókerspilara en í frétt írska miðilsins segir að Jón hafi reynt að hætta þegar hann byrjaði að tapa en honum hafi verið meinað það. Aðrir spilarar hafi jafnvel beitt hann ofbeldi. Þar segir enn fremur að morguninn eftir hafi Jón rifist við kærustu sína, áður en hann yfirgaf hótelið. Annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær eru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að verið sé að skoða ýmsa þætti og atriði sem tengjast rannsókninni. Þá sé lögreglan í sambandi við Íra sem fara með rannsókn á málinu. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki.
Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05