Enski boltinn

Segir Manchester United hafa náð samkomulagi við Cavani

Ísak Hallmundarson skrifar
Edinson Cavani gæti orðið leikmaður Manchester United í dag.
Edinson Cavani gæti orðið leikmaður Manchester United í dag. getty/Jean Catuffe

Manchester United hefur náð samkomulagi við Úrúgvæska framherjann Edinson Cavani. Þetta segir Fabrizio Romano, sérfræðingur í félagsskiptum hjá Sky Sports.

Cavani mun þá koma á frjálsri sölu til United en hann hefur undanfarin sjö ár leikið með PSG í Frakklandi. Úrúgvæinn skoraði 200 mörk í 301 leik fyrir PSG en áður spilaði hann fyrir Napoli þar sem hann skoraði 104 mörk í 138 leikjum.

Enn á eftir að ná samkomulagi við umboðsmann Cavani um greiðslu en talið er að United gæti þurft að borga honum um 10 milljónir punda. Cavani mun fljúga til Manchester í dag og gangast undir læknisskoðun.

Ef af verður mun þetta auka möguleika Ole Gunnars Solskjærs fram á við þar sem fyrir eru þeir Anthony Martial, Mason Greenwood, Marcus Rashford, Juan Mata og Odion Ighalo. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×