„Pestin verður ekki kveðin í kútinn fyrr en í lok næsta árs“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 19:15 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Hann bar grímu allt viðtalið. Vísir/Einar Árnason Það er óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar sóttvarnaraðgerðir er tekin og þar til þær taka gildi að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann kveðst þó ánægður með þær aðgerðir sem taka gildi á morgun en þær hefðu að hans mati átt að taka gildi fyrr. Hann telur að allir ættu að nota grímu í verslunum, á vinnustöðum og víðast hvar þar sem fólk kemur saman. Hann kveðst eiga von á að bóluefni verði tilbúið um áramótin en faraldurinn verði þó ekki kveðinn í kútinn fyrr en við lok næsta árs. Kári var gestur Sunnu Sæmundsdóttur í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag, þar sem hann bar grímu allt viðtalið. „Ég er ekkert að senda neitt sérstaklega skýr skilaboð, ég held að það sé ástæða til að nota sóttvarnagrímu. Við erum öll á mínum vinnustað með sóttvarnagrímu nema þegar við sitjum fyrir framan tölvu,“ sagði Kári spurður um grímuna. „Mér fyndist ekki eðlilegt að taka hana ofan bara fyrir þig,“ sagði Kári og beindi orðum sínum að þáttarstjórnanda. „Ég held að fólk ætti almennt séð að vera með grímur þegar það fer inn í búðir, þegar það fer inn á staði þar sem er fleira fólk. Það er töluvert mikið af gögnum sem að benda til þess að það hjálpi mikið. Þetta er ódýr einföld aðferð til að stemma stigu við útbreiðslu á þessari pest.“ Núverandi bylgja hafi byrjað sem hópsmit á bar Á miðnætti taka gildi hertar aðgerðir sem kveða meðal annars á um að að hámarki mega tuttugu koma saman. Þá verður ýmissi starfsemi gert að loka, svo sem vínveitingastöðum og líkamsræktarstöðvum. „Mér finnast þær aðgerðir sem að er gripið til vera góðar og ég styð þær af heilum hug. Ég skil að vísu ekki hvernig stendur á því þegar menn eru búnir að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé alvarlegt ástand og taka þá ákvörðun um að herða aðgerðir, að það er beðið með það í 48 tíma. Ég skil bara ósköp einfaldlega ekki hvernig er hægt ætla að réttlæta það,“ sagði Kári. Lýsti hann einkum undrun yfir því að barir hafi verið opnir um helgina þrátt fyrir mikla fjölgun smita í samfélaginu. „Mér skilst að það hafi verið gefið býsna vel í í gærkvöldi og í nótt, að menn hafi verið að detta ærlega í það af því að börum verður lokað á mánudaginn. Eftir að það er búið að senda út svona skilaboð þá finnst mér einhvern veginn eins og það verði að grípa til svona ráðstafana í grænum hvelli,“ sagði Kári. Hann telur það einnig vera „gjösamlega út í hött“ að loka ekki veitingastöðum og hárgreiðslu- og snyrtistofum. Kári Stefánsson telur tilefni til að fólk beri grímu oftar en nú er kveðið á um í reglum. Sjálfur ber hann grímu á sínum vinnustað, nema þegar hann situr við tölvu.Vísir/Einar Árnason Það geti þó verið erfitt að meta hversu miklu máli það skiptir. „Þú mátt ekki gleyma því að núverandi bylgja byrjaði sem hópsmit á bar þannig að ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af því að barir voru opnir á föstudags- og laugardagskvöld og jafnvel í kvöld,“ segir Kári. Spurður hvort hann teldi að of seint hafi verið gripið til aðgerða segir Kári alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef við horfum á aðstæður eins og þær eru í dag þá hefði sjálfsagt verið eðlilegt að grípa til þessara ráðstafana á laugardaginn fyrir tveimur vikum. Ég reikna með því að ef við hefðum gert það þá værum við í betra ástandi í dag. En það má ekki gleyma því að bæði sóttvarnaryfirvöld, og að ég tali nú ekki um heilbrigðisráðherra, verða að vega og meta mjög flókin mál,“ sagði Kári. Unga fólkið þurfi hjálp við að halda sig innan marka „Þegar ég horfi á þetta í dag þá er enginn vandi að segja að þetta hafi verið mistök þá. Það var flóknara kannski að komast að þeirri niðurstöðu á því augnabliki,“ svarar Kári, spurður hvort hann telji að gerð hafi verið mistök að einhverju leyti að grípa ekki fyrr til aðgerða í þessari bylgju faraldursins. Almennt sé hann ánægður með ákvarðanir sóttvarnayfirvalda og hann telji að bæði þjóðin og ríkisstjórnin hafi höndlað ástandið nokkuð vel, þrátt fyrir aukinn fjölda smita til að mynda meðal ungs fólks. „Á vissum aldri þá hagar fólk sér eins og það sé ódauðlegt. Og guði sé lof, vegna þess að það er í eðli æskunnar að gera það. En það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að æskan geti án svolítillar hjálpar, haldið sig innan marka á augnabliki sem þessu. Ég held að við hefðum gert mjög vel með því að hjálpa þessu unga fólki að vera heima um helgina, en við gerðum það ekki.“ Nokkrar undantekningar eru á þeim reglum sem taka gildi á miðnætti. Til að mynda hvað varðar þann fjölda sem má koma saman við jarðarfarir og í leikhúsi. „Ég held að þessar sérreglur séu óheppilegar. Ég held að þær séu mjög óheppilegar. Hvers vegna mega vera 100 manns í leikhúsi en ekki að horfa á íþróttaviðburði? Mér finnst einhvern veginn að í þessum sérreglum endurspeglist gildismat sem hefur ekkert með sóttvarnir að gera og ég held að það hefði verið heppilegt að sleppa þessum sérreglum,“ segir Kári. Þessar sérreglur búi að hans mati til deilur, óánægju, grafi undan trausti til sóttvarnayfirvalda og séu hrein og klár mistök. Hann hefði viljað sjá harðar almennar reglur án undantekninga í nokkrar vikur og reyna síðan að opna samfélagið. Að því sögðu sé hann þó almennt ánægður með þær aðgerðir sem taka gildi á morgun. Býst við bóluefni um áramótin Hvað varðar aðgerðir á landamærum bendir Kári á að sú bylgja faraldursins sem nú sé við að etja sé afleiðing tveggja þátta, smita sem komust inn í samfélagið áður en tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. „Það virðast vera tvö smit í gangi, annars vegar sem menn tengja við Hótel Rangá eða Akranes og hins vegar smit sem menn tengja við tvo franska ferðamenn sem komu hingað 15. ágúst. Í báðum tilfellum er um að ræða smit sem komu upp áður en við tókum upp tvöfalda skimun,“ segir Kári. „Ef við hefðum tekið upp tvöfalda skimun strax 15. júní er ég handviss um að við værum ekki með þetta í gangi en það ber að hafa í huga að þessi veira er búin að vera í mannheimum í átta til níu mánuði og við erum að læra sífellt um veiruna hvernig hún hagar sér. Við erum að læra að takast á við hana og við erum búin að komast að raun um það að við ætlum að koma í veg fyrir að hingað streymi inn smit, þá verðum við að nota tvöfalda skimun með sóttkví á milli. Það er ósköp einfalt.“ Hann telji ekki ráðlegt að draga úr aðgerðum á landamærum að svo stöddu og óvíst sé hvenær það sé tímabært. „Smit eru að vaxa gífurlega í þeim löndum þar sem fólk býr sem kemur til landsins sem ferðamenn. Ég held að minnsta kosti að við verðum að bíða eftir því að nýgengi á smitum í þeim löndum lækki niður í að vera á ásættanlegan stað áður en við byrjum að hleypa þeim inn. Og þá er bara spurning hvort gerist fyrst, að bóluefni komi á markað eða að smitin gangi niður í þessum löndum,“ segir Kári. Hann telji líklegt að bóluefni verði tilbúið um eða í kringum áramótin. „Pestin verður ekki kveðin í kútinn fyrr en í lok næsta árs. En við getum farið að leyfa okkur miklu meira frelsi þó svo að pestin sé ekki alveg komin niður vegna þess að við getum ráðið við þetta með bóluefninu. Þannig að ég væri ekkert hissa á því að líf væri farið að færast í nokkuð eðlilegt horf svona um mitt næsta ár. En þá verður að hafa í huga að það eðlilega lífsform sem bíður okkar verður sjálfsagt svolítið öðruvísi en það lífsform sem við höfðum í febrúar á þessu ári,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Það er óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar sóttvarnaraðgerðir er tekin og þar til þær taka gildi að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann kveðst þó ánægður með þær aðgerðir sem taka gildi á morgun en þær hefðu að hans mati átt að taka gildi fyrr. Hann telur að allir ættu að nota grímu í verslunum, á vinnustöðum og víðast hvar þar sem fólk kemur saman. Hann kveðst eiga von á að bóluefni verði tilbúið um áramótin en faraldurinn verði þó ekki kveðinn í kútinn fyrr en við lok næsta árs. Kári var gestur Sunnu Sæmundsdóttur í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag, þar sem hann bar grímu allt viðtalið. „Ég er ekkert að senda neitt sérstaklega skýr skilaboð, ég held að það sé ástæða til að nota sóttvarnagrímu. Við erum öll á mínum vinnustað með sóttvarnagrímu nema þegar við sitjum fyrir framan tölvu,“ sagði Kári spurður um grímuna. „Mér fyndist ekki eðlilegt að taka hana ofan bara fyrir þig,“ sagði Kári og beindi orðum sínum að þáttarstjórnanda. „Ég held að fólk ætti almennt séð að vera með grímur þegar það fer inn í búðir, þegar það fer inn á staði þar sem er fleira fólk. Það er töluvert mikið af gögnum sem að benda til þess að það hjálpi mikið. Þetta er ódýr einföld aðferð til að stemma stigu við útbreiðslu á þessari pest.“ Núverandi bylgja hafi byrjað sem hópsmit á bar Á miðnætti taka gildi hertar aðgerðir sem kveða meðal annars á um að að hámarki mega tuttugu koma saman. Þá verður ýmissi starfsemi gert að loka, svo sem vínveitingastöðum og líkamsræktarstöðvum. „Mér finnast þær aðgerðir sem að er gripið til vera góðar og ég styð þær af heilum hug. Ég skil að vísu ekki hvernig stendur á því þegar menn eru búnir að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé alvarlegt ástand og taka þá ákvörðun um að herða aðgerðir, að það er beðið með það í 48 tíma. Ég skil bara ósköp einfaldlega ekki hvernig er hægt ætla að réttlæta það,“ sagði Kári. Lýsti hann einkum undrun yfir því að barir hafi verið opnir um helgina þrátt fyrir mikla fjölgun smita í samfélaginu. „Mér skilst að það hafi verið gefið býsna vel í í gærkvöldi og í nótt, að menn hafi verið að detta ærlega í það af því að börum verður lokað á mánudaginn. Eftir að það er búið að senda út svona skilaboð þá finnst mér einhvern veginn eins og það verði að grípa til svona ráðstafana í grænum hvelli,“ sagði Kári. Hann telur það einnig vera „gjösamlega út í hött“ að loka ekki veitingastöðum og hárgreiðslu- og snyrtistofum. Kári Stefánsson telur tilefni til að fólk beri grímu oftar en nú er kveðið á um í reglum. Sjálfur ber hann grímu á sínum vinnustað, nema þegar hann situr við tölvu.Vísir/Einar Árnason Það geti þó verið erfitt að meta hversu miklu máli það skiptir. „Þú mátt ekki gleyma því að núverandi bylgja byrjaði sem hópsmit á bar þannig að ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af því að barir voru opnir á föstudags- og laugardagskvöld og jafnvel í kvöld,“ segir Kári. Spurður hvort hann teldi að of seint hafi verið gripið til aðgerða segir Kári alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef við horfum á aðstæður eins og þær eru í dag þá hefði sjálfsagt verið eðlilegt að grípa til þessara ráðstafana á laugardaginn fyrir tveimur vikum. Ég reikna með því að ef við hefðum gert það þá værum við í betra ástandi í dag. En það má ekki gleyma því að bæði sóttvarnaryfirvöld, og að ég tali nú ekki um heilbrigðisráðherra, verða að vega og meta mjög flókin mál,“ sagði Kári. Unga fólkið þurfi hjálp við að halda sig innan marka „Þegar ég horfi á þetta í dag þá er enginn vandi að segja að þetta hafi verið mistök þá. Það var flóknara kannski að komast að þeirri niðurstöðu á því augnabliki,“ svarar Kári, spurður hvort hann telji að gerð hafi verið mistök að einhverju leyti að grípa ekki fyrr til aðgerða í þessari bylgju faraldursins. Almennt sé hann ánægður með ákvarðanir sóttvarnayfirvalda og hann telji að bæði þjóðin og ríkisstjórnin hafi höndlað ástandið nokkuð vel, þrátt fyrir aukinn fjölda smita til að mynda meðal ungs fólks. „Á vissum aldri þá hagar fólk sér eins og það sé ódauðlegt. Og guði sé lof, vegna þess að það er í eðli æskunnar að gera það. En það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að æskan geti án svolítillar hjálpar, haldið sig innan marka á augnabliki sem þessu. Ég held að við hefðum gert mjög vel með því að hjálpa þessu unga fólki að vera heima um helgina, en við gerðum það ekki.“ Nokkrar undantekningar eru á þeim reglum sem taka gildi á miðnætti. Til að mynda hvað varðar þann fjölda sem má koma saman við jarðarfarir og í leikhúsi. „Ég held að þessar sérreglur séu óheppilegar. Ég held að þær séu mjög óheppilegar. Hvers vegna mega vera 100 manns í leikhúsi en ekki að horfa á íþróttaviðburði? Mér finnst einhvern veginn að í þessum sérreglum endurspeglist gildismat sem hefur ekkert með sóttvarnir að gera og ég held að það hefði verið heppilegt að sleppa þessum sérreglum,“ segir Kári. Þessar sérreglur búi að hans mati til deilur, óánægju, grafi undan trausti til sóttvarnayfirvalda og séu hrein og klár mistök. Hann hefði viljað sjá harðar almennar reglur án undantekninga í nokkrar vikur og reyna síðan að opna samfélagið. Að því sögðu sé hann þó almennt ánægður með þær aðgerðir sem taka gildi á morgun. Býst við bóluefni um áramótin Hvað varðar aðgerðir á landamærum bendir Kári á að sú bylgja faraldursins sem nú sé við að etja sé afleiðing tveggja þátta, smita sem komust inn í samfélagið áður en tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. „Það virðast vera tvö smit í gangi, annars vegar sem menn tengja við Hótel Rangá eða Akranes og hins vegar smit sem menn tengja við tvo franska ferðamenn sem komu hingað 15. ágúst. Í báðum tilfellum er um að ræða smit sem komu upp áður en við tókum upp tvöfalda skimun,“ segir Kári. „Ef við hefðum tekið upp tvöfalda skimun strax 15. júní er ég handviss um að við værum ekki með þetta í gangi en það ber að hafa í huga að þessi veira er búin að vera í mannheimum í átta til níu mánuði og við erum að læra sífellt um veiruna hvernig hún hagar sér. Við erum að læra að takast á við hana og við erum búin að komast að raun um það að við ætlum að koma í veg fyrir að hingað streymi inn smit, þá verðum við að nota tvöfalda skimun með sóttkví á milli. Það er ósköp einfalt.“ Hann telji ekki ráðlegt að draga úr aðgerðum á landamærum að svo stöddu og óvíst sé hvenær það sé tímabært. „Smit eru að vaxa gífurlega í þeim löndum þar sem fólk býr sem kemur til landsins sem ferðamenn. Ég held að minnsta kosti að við verðum að bíða eftir því að nýgengi á smitum í þeim löndum lækki niður í að vera á ásættanlegan stað áður en við byrjum að hleypa þeim inn. Og þá er bara spurning hvort gerist fyrst, að bóluefni komi á markað eða að smitin gangi niður í þessum löndum,“ segir Kári. Hann telji líklegt að bóluefni verði tilbúið um eða í kringum áramótin. „Pestin verður ekki kveðin í kútinn fyrr en í lok næsta árs. En við getum farið að leyfa okkur miklu meira frelsi þó svo að pestin sé ekki alveg komin niður vegna þess að við getum ráðið við þetta með bóluefninu. Þannig að ég væri ekkert hissa á því að líf væri farið að færast í nokkuð eðlilegt horf svona um mitt næsta ár. En þá verður að hafa í huga að það eðlilega lífsform sem bíður okkar verður sjálfsagt svolítið öðruvísi en það lífsform sem við höfðum í febrúar á þessu ári,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira