Heiðar Ástvaldsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2020 21:55 Heiðar Ástvaldsson kenndi tugþúsundum Íslendinga dans á hálfri öld sem kennari. Facebook Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að fallin sé frá goðsögn í dansi hér á landi. „Það er með þungu hjarta að ég tilkynni að faðir minn hann Heidar Ástvaldsson andaðist í nótt á 5.tímanum. Hann þjáðist ekki neitt, var tilbúinn að fara og andaðist friðsamlega í svefni,“ segir Ástvaldur Frímann Heiðarsson. „Þó það sé erfitt að átta sig alveg á þessu akkúrat á þessari stundu þá er það mikil huggun fyrir mig og okkur í fjölskyldunni hversu friðsamlega hann á endanum kvaddi okkur.“ Heiðar Ástvaldsson var uppalinn Siglfirðingur, nam við Verslunarskóla Íslands og síðar lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk meðlimsprófi frá Imperial Society of Teachers of Dancing og var einnig með alþjóðleg dómararéttindi í samkvæmisdansi. Heiðar á sviði með Eddu Pálsdóttur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1973. Heiðar starfaði í hálfa öld sem danskennari og rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Eiginkona Heiðars, Hanna Frímannsdóttir, féll frá árið 2008. Þau Heiðar og Hanna eignuðust einn son, Ástvald. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 sagði Heiðar frá tilurð dansskóla síns sem mátti rekja aftur til Siglufjarðar þar sem Heiðar var í gagnfræðaskóla. „Í bekknum voru 20 stelpur en strákarnir bara 6. Þær höfðu allar brennandi áhuga á dansi, en ég var eini strákurinn sem nennti að sinna honum, svo þær notuðu mig allar til að æfa sig á, og lærði ég mikið af því.“ Heiðar var um árabil forseti Dansráðs Íslands.Facebook Heiðar lýsti því hvernig hann hefði tekið sér hlé frá laganámi og sinnti dansinum. Hann reiknaði þó með að dansáhuginn færi af honum. „Mér fannst þetta bráðsnjöll hugmynd, en svo reyndist dansinn hafa á mér svo sterk tök að ég gat ekki hætt,“ sagði Heiðar sem kenndi tugþúsundum Íslendinga dans við kennslu í fimm áratugi. Samúðarkveðjum rignir yfir son Heiðars á samfélagsmiðlum auk þess sem fleiri minnast góðs vinar og goðsagnar sem fæddist einmitt 4. október árið 1936, fyrir 84 árum sléttum. Dans Andlát Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að fallin sé frá goðsögn í dansi hér á landi. „Það er með þungu hjarta að ég tilkynni að faðir minn hann Heidar Ástvaldsson andaðist í nótt á 5.tímanum. Hann þjáðist ekki neitt, var tilbúinn að fara og andaðist friðsamlega í svefni,“ segir Ástvaldur Frímann Heiðarsson. „Þó það sé erfitt að átta sig alveg á þessu akkúrat á þessari stundu þá er það mikil huggun fyrir mig og okkur í fjölskyldunni hversu friðsamlega hann á endanum kvaddi okkur.“ Heiðar Ástvaldsson var uppalinn Siglfirðingur, nam við Verslunarskóla Íslands og síðar lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk meðlimsprófi frá Imperial Society of Teachers of Dancing og var einnig með alþjóðleg dómararéttindi í samkvæmisdansi. Heiðar á sviði með Eddu Pálsdóttur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1973. Heiðar starfaði í hálfa öld sem danskennari og rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Eiginkona Heiðars, Hanna Frímannsdóttir, féll frá árið 2008. Þau Heiðar og Hanna eignuðust einn son, Ástvald. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 sagði Heiðar frá tilurð dansskóla síns sem mátti rekja aftur til Siglufjarðar þar sem Heiðar var í gagnfræðaskóla. „Í bekknum voru 20 stelpur en strákarnir bara 6. Þær höfðu allar brennandi áhuga á dansi, en ég var eini strákurinn sem nennti að sinna honum, svo þær notuðu mig allar til að æfa sig á, og lærði ég mikið af því.“ Heiðar var um árabil forseti Dansráðs Íslands.Facebook Heiðar lýsti því hvernig hann hefði tekið sér hlé frá laganámi og sinnti dansinum. Hann reiknaði þó með að dansáhuginn færi af honum. „Mér fannst þetta bráðsnjöll hugmynd, en svo reyndist dansinn hafa á mér svo sterk tök að ég gat ekki hætt,“ sagði Heiðar sem kenndi tugþúsundum Íslendinga dans við kennslu í fimm áratugi. Samúðarkveðjum rignir yfir son Heiðars á samfélagsmiðlum auk þess sem fleiri minnast góðs vinar og goðsagnar sem fæddist einmitt 4. október árið 1936, fyrir 84 árum sléttum.
Dans Andlát Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira