Innlent

Smit kom upp í fé­lags­mið­stöðinni Öskju

Sylvía Hall skrifar
Félagsmiðstöðin Askja er fyrir unglinga Klettaskóla.
Félagsmiðstöðin Askja er fyrir unglinga Klettaskóla. Reykjavíkurborg

Smit hefur komið upp hjá starfsmanni í félagsmiðstöðinni Öskju. Starfsmaðurinn hafði tekið þátt í starfi fyrir eldri börn félagsmiðstöðvarinnar. Munu öll börn þau börn sem sækja það starf þurfa í sóttkví vegna smitsins sem og hluti starfsfólks.

Askja er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Klettaskóla, sem er sérskóli á grunnskólastigi fyrir fötluð börn. Skólinn þjónar nemendum af öllu landinu.

Fram kemur í tölvupósti sem sendur var út vegna smitsins að þau sem þurfa í sóttkví munu vera í sóttkví frá og með deginum í dag til 16. október næstkomandi. Á sjöunda degi munu öll þurfa í sýnatöku.


Tengdar fréttir

Leikskólanum Vesturkoti lokað vegna covid-19 smits

Ekki liggur fyrir hversu lengi leikskólinn verður lokaður en ákvörðun um lokun leikskólans var tekin að höfðu samráði við sóttvarnaryfirvöld að sögn leikskólastjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×