Erlent

Bein út­sending: Hver fær Nóbels­verð­launin í læknis­fræði?

Atli Ísleifsson skrifar
048E89E77E40AACEF201DD86D8EB3D939853E0B4D6B448D0944A6DB7EB7E6F42_713x0
Getty

Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði.

Fréttamannafundurinn fer fram í Stokkhólmi og verður í beinni útsendingu sem fylgjast má með í spilaranum hér fyrir neðan. Hefst hann núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma.

Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði hafa verið afhent frá árinu 1901 og hafa alls 216 einstaklingar hlotið verðlaunin.

Þeir William G. Kaelin yngri frá Harvard-háskóla, Peter J. Ratcliffe frá Francis Crick-stofnuninni í London og Gregg L. Semenza frá Johns Hopkins-háskóla deildu Nóbelsverðlaununum í læknisfræði á síðasta ári fyrir rannsóknar þeirra á hvernig frumur nema og laga sig að framboði á súrefni. 

Rannsóknir þeirra voru sagðar hafa þýðingu á mörgum sviðum, þar á meðal fyrir meðgöngu, háfjallaveiki, krabbamein og hvernig sár gróa.

Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×