„Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 11:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti og að á köflum hafi verið eins og hann væri á leið í veldisvöxt. „Rauð flögg“ hafi verið á lofti um alvarlegri faraldur hefði ekki verið gripið inn í með hertum aðgerðum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna nú fyrir hádegi. 59 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru 34 í sóttkví. Alls hafa nú tæplega 770 greinst í þessari bylgju faraldursins frá því um miðjan september. Þá greindi Þórólfur frá því á fundinum að fimmtán liggi nú inni á Landspítala vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Tekist hefur að útskrifa nokkra af spítalanum en aðrir hafa verið lagðir inn á móti. Enn er mikið álag á Landspítalanum. Þórólfur sagði jafnframt að á köflum fyndist honum eins og faraldurinn væri á leið í veldisvöxt. Þeir sem hafa verið að smitast af veirunni undanfarið hafi að miklu leyti smitast á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum, til dæmis megi rekja smit til hneifaleikastöðvar í Kópavogi, og á krám. „Þetta eru allt rauð flögg um að við gætum farið að sjá hér alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum ef ekki verður gripið inn í,“ sagði Þórólfur. Það hafi því ekkert verið annað í stöðunni en að grípa til hertari aðgerða og takmarkana. Ekki hafi tekist að sveigja faraldurinn niður á við. Hertari aðgerðir tóku gildi á miðnætti nótt. Veigamesta breytingin snýr að fjöldatakmörkunum en samkomubann miðast nú við tuttugu manns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti og að á köflum hafi verið eins og hann væri á leið í veldisvöxt. „Rauð flögg“ hafi verið á lofti um alvarlegri faraldur hefði ekki verið gripið inn í með hertum aðgerðum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna nú fyrir hádegi. 59 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru 34 í sóttkví. Alls hafa nú tæplega 770 greinst í þessari bylgju faraldursins frá því um miðjan september. Þá greindi Þórólfur frá því á fundinum að fimmtán liggi nú inni á Landspítala vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Tekist hefur að útskrifa nokkra af spítalanum en aðrir hafa verið lagðir inn á móti. Enn er mikið álag á Landspítalanum. Þórólfur sagði jafnframt að á köflum fyndist honum eins og faraldurinn væri á leið í veldisvöxt. Þeir sem hafa verið að smitast af veirunni undanfarið hafi að miklu leyti smitast á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum, til dæmis megi rekja smit til hneifaleikastöðvar í Kópavogi, og á krám. „Þetta eru allt rauð flögg um að við gætum farið að sjá hér alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum ef ekki verður gripið inn í,“ sagði Þórólfur. Það hafi því ekkert verið annað í stöðunni en að grípa til hertari aðgerða og takmarkana. Ekki hafi tekist að sveigja faraldurinn niður á við. Hertari aðgerðir tóku gildi á miðnætti nótt. Veigamesta breytingin snýr að fjöldatakmörkunum en samkomubann miðast nú við tuttugu manns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira