Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er hér fyrir miðju. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir standa honum við hlið. Lögreglan Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. Hann telur þó að það hefði ekki skipt sköpum í þróun faraldursins. Þá kveðst hann skilja vel þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna aðgerðanna. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag. Sumum þykir ekki nógu langt gengið á meðan aðrir telja aðgerðirnar of takmarkandi. Þá sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Víglínunni á Stöð 2 í gær að það væri óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar aðgerðir var tekin og þar til þær tækju gildi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í dag hvort eitthvað hefði komið í veg fyrir að grípa til hertra aðgerða fyrr. „Það kom ekkert sérstakt í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. „Það þarf ákveðinn undirbúning til að koma með svona tillögur, sérstaklega svona hertar tillögur.“ Þá sagði Þórólfur aðspurður að vissulega hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax fyrir helgi. „Það má alveg segja það jú, og jafnvel fyrr. Það má alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið gripið til þessara aðgerða fyrir viku síðan, jafnvel. En þannig er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En ég held að þetta hafi ekki skipt sköpum,“ sagði Þórólfur. Þá væri verið að vinna allt eins hratt og hægt er og sóttvarnaryfirvöld væru að gera sitt besta. Það sem mestu máli skipti væri að fólk stæði saman í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur kvaðst jafnframt skilja gagnrýnina sem komið hefði fram. Á endanum þurfi þó alltaf að taka ákvörðun og lendingin hefði verið þessi núna. Þá ítrekaði hann að sér þætti óráðlegt að undanskilja tiltekna landshluta þegar kæmi að takmörkunum. Slíkt gæti leitt af sér smit á afmörkuðum svæðum. Aðgerðirnar nú, sem gilda fyrir allt landið, muni leiða til þess að hægt verði að kveða faraldurinn hraðar í kútinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. Hann telur þó að það hefði ekki skipt sköpum í þróun faraldursins. Þá kveðst hann skilja vel þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna aðgerðanna. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag. Sumum þykir ekki nógu langt gengið á meðan aðrir telja aðgerðirnar of takmarkandi. Þá sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Víglínunni á Stöð 2 í gær að það væri óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar aðgerðir var tekin og þar til þær tækju gildi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í dag hvort eitthvað hefði komið í veg fyrir að grípa til hertra aðgerða fyrr. „Það kom ekkert sérstakt í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. „Það þarf ákveðinn undirbúning til að koma með svona tillögur, sérstaklega svona hertar tillögur.“ Þá sagði Þórólfur aðspurður að vissulega hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax fyrir helgi. „Það má alveg segja það jú, og jafnvel fyrr. Það má alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið gripið til þessara aðgerða fyrir viku síðan, jafnvel. En þannig er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En ég held að þetta hafi ekki skipt sköpum,“ sagði Þórólfur. Þá væri verið að vinna allt eins hratt og hægt er og sóttvarnaryfirvöld væru að gera sitt besta. Það sem mestu máli skipti væri að fólk stæði saman í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur kvaðst jafnframt skilja gagnrýnina sem komið hefði fram. Á endanum þurfi þó alltaf að taka ákvörðun og lendingin hefði verið þessi núna. Þá ítrekaði hann að sér þætti óráðlegt að undanskilja tiltekna landshluta þegar kæmi að takmörkunum. Slíkt gæti leitt af sér smit á afmörkuðum svæðum. Aðgerðirnar nú, sem gilda fyrir allt landið, muni leiða til þess að hægt verði að kveða faraldurinn hraðar í kútinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira