Eini réttarlæknir landsins hefur sinnt óvenju mörgum krufningum í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2020 19:00 Pétur Guðmann Guðmannsson er eini réttarlæknir landsins og sá fyrsti í áraraðir sem hefur fasta búsetu hér á landi, en Pétur flutti til landsins frá Svíþjóð árið 2018. Óvenju mörg verkefni hafa komið á hans borð í ár. Vísir/Sigurjón Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu en fær loks liðsauka tímabundið á næstu dögum. Hátt í tvö hundruð lík hafa verið krufin á meinafræðideild Landspítalans á þessu ári, sem er sami fjöldi og allt síðasta ár. Í flestum tilfellum eru krufningarnar gerðar að beiðni lögreglu, meðal annars í tengslum við óútskýrð dauðsföll og sjálfsvíg. Þá sinnir réttarlæknir líka skoðunum á lifandi fólki, en það er oftast í tengslum við ofbeldisbrot, og eru um fimmtíu á ári. „Þetta árið hafa verið óvenjulega margar réttarkrufningar. Við erum að fara upp í 200 töluna eiginlega núna, en samt sem áður eru þrír mánuðir eftir af árinu. Þannig að þetta er í sjálfu sér áhugaverð breyting frá því sem verið hefur vegna þess að talan 200 hefur verið frekar stöðug síðustu ár,“ segir Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir. „Við erum ekki búin að rýna alveg í það hvort það eru hreinlega fleiri dauðsföll af voveiflegum toga eða hvort þetta skýrist kannski af því að annað hvort lögreglan eða héraðslæknir, sem er lögreglunni til stuðnings á dánarvettvangi upp á hvort gera skal réttarkrufningu eða ekki, hvort menn séu að mögulega að hugsa eitthvað öðruvísi,“ segir Pétur og vísar þar í heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Það er búið að vera mjög breytt ástand í samfélaginu síðustu mánuði og kannski hefur það áhrif á hvaða þröskuld menn hafa fyrir að panta svona rannsóknir.“ Aðspurður segir hann óútskýrð dauðsföll vera dauðsföll sem beri brátt að, án aðdraganda og óvænt. „Þetta geta verið slys yfir í það að vera skyndidauði út frá sjúkdómi, til dæmis vegna bráðrar kransæðastíflu, heilablæðingar, eða eitthvað slíkt en yfirleitt þarf þá að gera krufningu til að varpa ljósi á hvað það var,“ segir hann og bætir við að vísbendingar séu um fjölgun sjálfsvíga hér á landi. Pétur er eini réttarlæknir landsins því erfitt er að fá fólk til starfa. Pétri mun þó berast liðsauki á næstu dögum þegar Snjólög Níelsdóttir kemur til landsins frá Danmörku og mun þá starfa við meinafræðideild Landspítalans fjóra daga í mánuði. „Óskandi væri að geta fyllt í tvær stöður hér á deildinni okkar og ég vona að það verði hægt í framtíðinni. Það er fullt tilefni til, og til þess að við getum haldið áfram að þróa þessa litlu grein hér, sem er ákveðinn öryggisventill í svona samfélagi sem við viljum eiga.“ Landspítalinn Dómstólar Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu en fær loks liðsauka tímabundið á næstu dögum. Hátt í tvö hundruð lík hafa verið krufin á meinafræðideild Landspítalans á þessu ári, sem er sami fjöldi og allt síðasta ár. Í flestum tilfellum eru krufningarnar gerðar að beiðni lögreglu, meðal annars í tengslum við óútskýrð dauðsföll og sjálfsvíg. Þá sinnir réttarlæknir líka skoðunum á lifandi fólki, en það er oftast í tengslum við ofbeldisbrot, og eru um fimmtíu á ári. „Þetta árið hafa verið óvenjulega margar réttarkrufningar. Við erum að fara upp í 200 töluna eiginlega núna, en samt sem áður eru þrír mánuðir eftir af árinu. Þannig að þetta er í sjálfu sér áhugaverð breyting frá því sem verið hefur vegna þess að talan 200 hefur verið frekar stöðug síðustu ár,“ segir Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir. „Við erum ekki búin að rýna alveg í það hvort það eru hreinlega fleiri dauðsföll af voveiflegum toga eða hvort þetta skýrist kannski af því að annað hvort lögreglan eða héraðslæknir, sem er lögreglunni til stuðnings á dánarvettvangi upp á hvort gera skal réttarkrufningu eða ekki, hvort menn séu að mögulega að hugsa eitthvað öðruvísi,“ segir Pétur og vísar þar í heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Það er búið að vera mjög breytt ástand í samfélaginu síðustu mánuði og kannski hefur það áhrif á hvaða þröskuld menn hafa fyrir að panta svona rannsóknir.“ Aðspurður segir hann óútskýrð dauðsföll vera dauðsföll sem beri brátt að, án aðdraganda og óvænt. „Þetta geta verið slys yfir í það að vera skyndidauði út frá sjúkdómi, til dæmis vegna bráðrar kransæðastíflu, heilablæðingar, eða eitthvað slíkt en yfirleitt þarf þá að gera krufningu til að varpa ljósi á hvað það var,“ segir hann og bætir við að vísbendingar séu um fjölgun sjálfsvíga hér á landi. Pétur er eini réttarlæknir landsins því erfitt er að fá fólk til starfa. Pétri mun þó berast liðsauki á næstu dögum þegar Snjólög Níelsdóttir kemur til landsins frá Danmörku og mun þá starfa við meinafræðideild Landspítalans fjóra daga í mánuði. „Óskandi væri að geta fyllt í tvær stöður hér á deildinni okkar og ég vona að það verði hægt í framtíðinni. Það er fullt tilefni til, og til þess að við getum haldið áfram að þróa þessa litlu grein hér, sem er ákveðinn öryggisventill í svona samfélagi sem við viljum eiga.“
Landspítalinn Dómstólar Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira