Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2020 08:31 Hamborgarar á grillinu hjá Búllunni. Viðbúið er að tekist verði á í dómsal á næstunni um kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar eftir að kröfu um frávísun var hafnað. Málið varðar ákæru héraðsaksóknara frá því í janúar á hendur starfsmanni Hamborgarabúllu Tómasar og TBJ ehf (Tommi's Burger Joint)., rekstrarfélagi Búllunnar, sem og á hendur fyrirtækjunum tveimur, fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest fyrr á árinu en fram kom frávísunarkrafa sem fjallað var um í byrjun september en þeirri kröfu var hafnað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið þannig á leið í aðalmeðferð en ráðgert er að þinghald verði í héraðsdómi í þessari viku. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot með því hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um tegund kjötafurða, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollamiðlari, sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna, tilgreindi þær í öllum tilvikum undir röngu tollskráningarnúmeri. Númerið sem notað var við skráningu gildir fyrir kjöt með beini en ekki fyrir beinlaust kjöt líkt og raunverulega var um að ræða samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Um er að ræða átta tilvik vegna innflutnings fyrirtækjanna tveggja á tímabilinu maí 2016 til apríl 2018 og varðar mismunurinn, það er ávinningurinn af rangri skráningu, um í 19,6 milljónum króna. Þess er krafist að starfsmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran á hendur Hamborgarabúllunni varðar peningaþvætti, í tengslum við áðurnefnd meint brot starfsmannsins, í fjórum tilvikum á árunum 2016 og 2017. Fyrirtækið hafi, með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en viðkomandi kjötafurðir áttu réttilega að bera, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt sem nemur tæpum átta milljónum króna. Þá sætir félagið TBJ ehf. ákæru fyrir peningaþvætti í tengslum við brot starfsmannsins, með því að hafa í þremur tilvikum á árinu 2017 með sama hætti og Hamborgarabúllan, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt að fjárhæð ríflega 8,6 milljóna króna. Þess er einnig krafist að félögin tvö verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Rúv fjallaði um málið í mars en þá sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Hamborgarabúllunnar, að mistök hafi verið gerð við útfyllingu tollskýrslu. Kjötið hafi fyrir misskilning verið fært í rangan tollflokk og að ekki hafi verið um ásetning að ræða. Dómsmál Tollgæslan Veitingastaðir Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðbúið er að tekist verði á í dómsal á næstunni um kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar eftir að kröfu um frávísun var hafnað. Málið varðar ákæru héraðsaksóknara frá því í janúar á hendur starfsmanni Hamborgarabúllu Tómasar og TBJ ehf (Tommi's Burger Joint)., rekstrarfélagi Búllunnar, sem og á hendur fyrirtækjunum tveimur, fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest fyrr á árinu en fram kom frávísunarkrafa sem fjallað var um í byrjun september en þeirri kröfu var hafnað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið þannig á leið í aðalmeðferð en ráðgert er að þinghald verði í héraðsdómi í þessari viku. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot með því hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um tegund kjötafurða, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollamiðlari, sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna, tilgreindi þær í öllum tilvikum undir röngu tollskráningarnúmeri. Númerið sem notað var við skráningu gildir fyrir kjöt með beini en ekki fyrir beinlaust kjöt líkt og raunverulega var um að ræða samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Um er að ræða átta tilvik vegna innflutnings fyrirtækjanna tveggja á tímabilinu maí 2016 til apríl 2018 og varðar mismunurinn, það er ávinningurinn af rangri skráningu, um í 19,6 milljónum króna. Þess er krafist að starfsmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran á hendur Hamborgarabúllunni varðar peningaþvætti, í tengslum við áðurnefnd meint brot starfsmannsins, í fjórum tilvikum á árunum 2016 og 2017. Fyrirtækið hafi, með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en viðkomandi kjötafurðir áttu réttilega að bera, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt sem nemur tæpum átta milljónum króna. Þá sætir félagið TBJ ehf. ákæru fyrir peningaþvætti í tengslum við brot starfsmannsins, með því að hafa í þremur tilvikum á árinu 2017 með sama hætti og Hamborgarabúllan, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt að fjárhæð ríflega 8,6 milljóna króna. Þess er einnig krafist að félögin tvö verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Rúv fjallaði um málið í mars en þá sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Hamborgarabúllunnar, að mistök hafi verið gerð við útfyllingu tollskýrslu. Kjötið hafi fyrir misskilning verið fært í rangan tollflokk og að ekki hafi verið um ásetning að ræða.
Dómsmál Tollgæslan Veitingastaðir Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent