Enski boltinn

Rauðu djöflarnir staðfesta komu Cavani

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cavani fagnar marki í leikmeð PSG þar sem hann gerði góða hluti.
Cavani fagnar marki í leikmeð PSG þar sem hann gerði góða hluti. vísir/getty

Manchester United hefur gengið frá samningum við framherjann Edinson Cavani sem var síðast á mála hjá PSG í Frakklandi.

Hinn 33 ára Úrúgvæi, sem yfirgaf PSG í sumar, hefur skrifað undir eins árs samning við rauðu djöflanna.

Cavani hefur skorað 341 mark í 556 leikjum í félagsliðabolta, þar á meðal tvö hundruð mörk fyrir franska risann.

Hans fyrsti Evrópuleikur fyrir United gæti verið þann 20. október er liðið mætir PSG í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

United hefur farið hroðalega af stað í deildinni og var m.a. niðurlægt af Tottenham um helgina, 6-1.

Alex Telles og Amad Diallo eru komnir til United í dag. Telles frá Porto og Diallo kemur frá Atalanta í janúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×