Enski boltinn

Partey kominn til Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas Partey er kominn til Englands.
Thomas Partey er kominn til Englands. vísir/getty

Thomas Partey er genginn í raðir Arsenal. Hann kemur til félagsins frá Atletico Madrid.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag virkjaði Arsenal klásúlu í samningi Partey.

Talið er að Partey kosti um 45 milljónir punda en hann hefur verið á mála hjá Atletico Madrid frá því hann var nítján ára gamall.

Hann er nú 27 ára gamall og lék rúmlega 130 leiki fyrir Atletico. Ganverjinn spilar sem varnarsinnaður miðjumaður.

Í hina áttina fer svo Lucas Torreira en hann verður á láni hjá Atletico Madrid út leiktíðina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×