Kári hefði viljað taka landsbyggðina með Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2020 12:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég held að það sé lífsnauðsynlegt að fara í hertar aðgerðir og vildi að okkur hefði borið gæfa til að fara í hertar aðgerðir fyrir tveimur vikum síðan,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður álits vegna frétta af tillögum sóttvarnalæknis um harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem hann hyggst senda ráðherra í dag. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15 í dag. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins fundaði í morgun vegna ástandsins. Er íbúar höfuðborgarsvæðisins hvattir til að halda sig eins mikið heima og þeir geta og öllum ráðlagt frá ferðum til og frá höfuðborgarsvæðisins nema brýna nauðsyn beri til. Hægt er að lesa nánar um tilmælin hér. Staðan á Landspítalanum er orðin mjög slæm og sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, að sterklega komi til álita að grípa til enn harðari aðgerða en tóku gildi í gær. Kári segist sáttur við að tökin séu hert á höfuðborgarsvæðinu en telur ákveðna áhættu fólgna í því að undanskilja landsbyggðina. „Þó svo að það hafi verið minna um smit utan höfuðborgarinnar held ég að við séum á það ógnvekjandi stað að kannski sé skynsamlegra að láta þetta gilda um land allt,“ segir Kári. Hann segir tillögurnar skynsamlegar en ekki hafnar yfir gagnrýni. Aðgerðirnar hefðu að hans mati átt að gilda um allt land. Veiran sé búin að dreifa sér víða um höfuðborgarsvæðið. Miðað við hversu mikil umferðin er á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé ekki ólíklegt að smituðum fari fjölgandi úti á landi. „Ég hefði tekið landsbyggðina með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég held að það sé lífsnauðsynlegt að fara í hertar aðgerðir og vildi að okkur hefði borið gæfa til að fara í hertar aðgerðir fyrir tveimur vikum síðan,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður álits vegna frétta af tillögum sóttvarnalæknis um harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem hann hyggst senda ráðherra í dag. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15 í dag. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins fundaði í morgun vegna ástandsins. Er íbúar höfuðborgarsvæðisins hvattir til að halda sig eins mikið heima og þeir geta og öllum ráðlagt frá ferðum til og frá höfuðborgarsvæðisins nema brýna nauðsyn beri til. Hægt er að lesa nánar um tilmælin hér. Staðan á Landspítalanum er orðin mjög slæm og sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, að sterklega komi til álita að grípa til enn harðari aðgerða en tóku gildi í gær. Kári segist sáttur við að tökin séu hert á höfuðborgarsvæðinu en telur ákveðna áhættu fólgna í því að undanskilja landsbyggðina. „Þó svo að það hafi verið minna um smit utan höfuðborgarinnar held ég að við séum á það ógnvekjandi stað að kannski sé skynsamlegra að láta þetta gilda um land allt,“ segir Kári. Hann segir tillögurnar skynsamlegar en ekki hafnar yfir gagnrýni. Aðgerðirnar hefðu að hans mati átt að gilda um allt land. Veiran sé búin að dreifa sér víða um höfuðborgarsvæðið. Miðað við hversu mikil umferðin er á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé ekki ólíklegt að smituðum fari fjölgandi úti á landi. „Ég hefði tekið landsbyggðina með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06
Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19