Stöndum frammi fyrir nýjum veruleika Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2020 13:09 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þjóðin stendur frammi fyrir nýjum veruleika vegna kórónuveirufaraldursins að sögn fjármálaráðherra sem mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun og munu umræður um hana fara fram á Alþingi í dag. Í áætluninni eru lagðar stóru línurnar í opinberum fjármálum til næstu fimm ára. Samkvæmt henni stefnir í allt að níu hundruð milljarða króna halla á ríkisfjármálum á tímabilinu. Fjármálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins og sagði markmið þeirra að fleyta heimilum og fyrirtækjum áfram til betra efnahagsástands. „Þar sem vonir standa til þess að faraldurinn verði skammvinnur,” sagði Bjarni í morgun. Umræða um fjármálaáætlun fer fram á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Kórónuveirufaraldurinn hefur dregist á langinn um allan heim og nú er ljóst að faraldurinn og eftirmálar hans munu hafa mikil áhrif á lífsviðurværi þjóðarinnar næstu árin. Því er mikilvægt að nálgun stjórnvalda taki mið af því og að aðgerðir verði aðlagaðar að þessum nýja veruleika.” Líkt og víða annars staðar muni efnahagsástandið leiða til hratt vaxandi skulda. Skuldir hins opinbera gætu vaxið úr 29% af landsframleiðslu í árslok 2019 í 48% árið 2021. Fyrsta umræðu um fjárlög næsta árs fór fram á þinginu í gær og var frumvarpið afgreitt til umfjöllunar í fjárlaganefnd sem kemur saman á morgun. Bjarni sagði í morgun að stöðva þurfi skuldasöfnunina eigi síðar en á lokaári fjármálaáætlunar. „Þetta meginmarkmið fjármálaáætlunar er lykillinn að því að rjúfa vítahring hallareksturs og skuldasöfnunar í því skyni að endurheimta styrka fjárhagsstöðu hins opinbera í framtíðinni,” sagði Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þjóðin stendur frammi fyrir nýjum veruleika vegna kórónuveirufaraldursins að sögn fjármálaráðherra sem mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun og munu umræður um hana fara fram á Alþingi í dag. Í áætluninni eru lagðar stóru línurnar í opinberum fjármálum til næstu fimm ára. Samkvæmt henni stefnir í allt að níu hundruð milljarða króna halla á ríkisfjármálum á tímabilinu. Fjármálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins og sagði markmið þeirra að fleyta heimilum og fyrirtækjum áfram til betra efnahagsástands. „Þar sem vonir standa til þess að faraldurinn verði skammvinnur,” sagði Bjarni í morgun. Umræða um fjármálaáætlun fer fram á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Kórónuveirufaraldurinn hefur dregist á langinn um allan heim og nú er ljóst að faraldurinn og eftirmálar hans munu hafa mikil áhrif á lífsviðurværi þjóðarinnar næstu árin. Því er mikilvægt að nálgun stjórnvalda taki mið af því og að aðgerðir verði aðlagaðar að þessum nýja veruleika.” Líkt og víða annars staðar muni efnahagsástandið leiða til hratt vaxandi skulda. Skuldir hins opinbera gætu vaxið úr 29% af landsframleiðslu í árslok 2019 í 48% árið 2021. Fyrsta umræðu um fjárlög næsta árs fór fram á þinginu í gær og var frumvarpið afgreitt til umfjöllunar í fjárlaganefnd sem kemur saman á morgun. Bjarni sagði í morgun að stöðva þurfi skuldasöfnunina eigi síðar en á lokaári fjármálaáætlunar. „Þetta meginmarkmið fjármálaáætlunar er lykillinn að því að rjúfa vítahring hallareksturs og skuldasöfnunar í því skyni að endurheimta styrka fjárhagsstöðu hins opinbera í framtíðinni,” sagði Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira