Innlent

31 Covid-19 sjúkraflutningur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessa mynd birti slökkviliðið á Facebook-síðu sinni á dögunum af Covid-19 flutningateymi.
Þessa mynd birti slökkviliðið á Facebook-síðu sinni á dögunum af Covid-19 flutningateymi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Það hefur verið nóg að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn sólarhring að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins.

Alls var farið í 134 sjúkraflutninga, þar af voru 28 forgangsflutningar og 31 Covid-19 flutningur.

Þá voru sex útköll á dælubíla, meðal annars umferðarslys, aðstoð við sjúkrabíla og tvö eldsútköll.

Í öðru tilfellinu kom eldur upp í íbúðarhúsnæði þar sem kviknaði í ruslapoka sem lagður hafði verið á helluborð. Töluverður reykur kom af því.

Nóg hefur verið að gera hjá slökkviliðu síðasta sólahring. 134 sjúkraflutningar þar af 28 forgangsflutningar og 31...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Tuesday, October 6, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×