Sue Bird WNBA meistari á þremur mismunandi áratugum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 16:15 Sue Bird gengur með WNBA bikarinn framhjá kærustu sinni Megan Rapinoe sem fagnar sinni konu. AP/Chris O'Meara Sue Bird og félagar hennar í Seattle Storm liðinu tryggðu sér í nótt WNBA meistaratitilinn eftir öruggan sigur á Las Vegas Aces í þriðja úrslitaleik félaganna. Þetta var annar meistaratitill Seattle Storm á þremur árum og líkt og síðast þá var Breanna Stewart var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Breanna Stewart missti af 2019 tímabilinu af því hún sleit hásin. Seattle Storm sópaði ekki bara Las Vegas Aces liðinu út úr úrslitakeppninni heldur vann líka lokaleikinn með 33 stigum eða 92-59. Breanna Stewart skoraði 26 stig í lokaleiknum en hún hækkaði meðaltöl sín frá 19,7 stigum, 8,3 fráköstum og 3,6 stoðsendingum í leik í deildarkeppninni upp í 25,7 stig, 7,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni. pic.twitter.com/hduaKOHOjf— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var líka merkilegur áfangi fyrir leikstjórnandann Sue Bird sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í næstu viku. Sue Bird var með 11 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu en hún setti met með því að gefa sextán stoðsendingar í fyrsta leiknum. What a series for @breannastewart She averaged 28.3 PPG on 62.8 FG% to go with 7.3 RPG, becoming the 5th player in #WNBA history to win multiple Finals MVP awards Check out her best buckets from the 2020 #WNBAFinals Presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/ksoDmGeN9F— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var fjórði meistaratitill Sue Bird með liði Seattle Storm og hún var líka að ná því að verða WNBA meistari á þriðja mismunandi áratugnum. Hinir titlarnir hennar komu 2004, 2010 og 2018. Sue Bird hefur verið í deildinni í nítján ár en missti reyndar af tveimur tímabilum vegna meiðsla. Seattle Storm liðið hefur unnið unnið ellefu leiki í röð í úrslitaeinvíginu sem er ótrúleg tölfræði. Sue Bird, sem er kærasta bandarísku fótboltakonunnar Megan Rapinoe, er ekki búin að ákveða það hvort hún spili áfram á næsta tímabili. Two words: @S10Bird @mPinoe #StrongerThanEver #WeRepSe4ttle pic.twitter.com/O4abejY5Yn— WNBA Champs (@seattlestorm) October 7, 2020 .@mPinoe x @S10Bird #BossWomen pic.twitter.com/oh0AzzuFJn— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira
Sue Bird og félagar hennar í Seattle Storm liðinu tryggðu sér í nótt WNBA meistaratitilinn eftir öruggan sigur á Las Vegas Aces í þriðja úrslitaleik félaganna. Þetta var annar meistaratitill Seattle Storm á þremur árum og líkt og síðast þá var Breanna Stewart var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Breanna Stewart missti af 2019 tímabilinu af því hún sleit hásin. Seattle Storm sópaði ekki bara Las Vegas Aces liðinu út úr úrslitakeppninni heldur vann líka lokaleikinn með 33 stigum eða 92-59. Breanna Stewart skoraði 26 stig í lokaleiknum en hún hækkaði meðaltöl sín frá 19,7 stigum, 8,3 fráköstum og 3,6 stoðsendingum í leik í deildarkeppninni upp í 25,7 stig, 7,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni. pic.twitter.com/hduaKOHOjf— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var líka merkilegur áfangi fyrir leikstjórnandann Sue Bird sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í næstu viku. Sue Bird var með 11 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu en hún setti met með því að gefa sextán stoðsendingar í fyrsta leiknum. What a series for @breannastewart She averaged 28.3 PPG on 62.8 FG% to go with 7.3 RPG, becoming the 5th player in #WNBA history to win multiple Finals MVP awards Check out her best buckets from the 2020 #WNBAFinals Presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/ksoDmGeN9F— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var fjórði meistaratitill Sue Bird með liði Seattle Storm og hún var líka að ná því að verða WNBA meistari á þriðja mismunandi áratugnum. Hinir titlarnir hennar komu 2004, 2010 og 2018. Sue Bird hefur verið í deildinni í nítján ár en missti reyndar af tveimur tímabilum vegna meiðsla. Seattle Storm liðið hefur unnið unnið ellefu leiki í röð í úrslitaeinvíginu sem er ótrúleg tölfræði. Sue Bird, sem er kærasta bandarísku fótboltakonunnar Megan Rapinoe, er ekki búin að ákveða það hvort hún spili áfram á næsta tímabili. Two words: @S10Bird @mPinoe #StrongerThanEver #WeRepSe4ttle pic.twitter.com/O4abejY5Yn— WNBA Champs (@seattlestorm) October 7, 2020 .@mPinoe x @S10Bird #BossWomen pic.twitter.com/oh0AzzuFJn— WNBA (@WNBA) October 7, 2020
NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira