Mo Salah fær mikið hrós fyrir að hjálpa heimilislausum manni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 13:30 Mohamed Salah sýndi mikla manngæsku og hjálpaði heimilislausum manni á bensínstöð. Getty/ Jason Cairnduff Mohamed Salah hjálpaði heimilislausum manni á dögunum eftir að sá hinn sami hafði orðið fyrir aðkasti frá götustrákum á bensínstöð rétt frá Anfield. Ensku blöðin segja frá hjálpsemi Mohamed Salah í dag en atvikið gerðist 28. september síðastliðinn. Mohamed Salah var þá á heimleið eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna 3-1 sigur á Arsenal en þurfti að stoppa á bensínstöð til að fylla á bílinn. "He heard what a group of lads were saying to me, then turned to them and said, That could be you in a few years . I...Posted by GiveMeSport on Miðvikudagur, 7. október 2020 Þar sá hann götustrákana vera að angra hinn heimilislausa David Craig. Strákarnir voru að stríða David sem mátti vissulega muna sinn fífil fegurri. Þetta fór ekki framhjá Mohamed Salah sem las strákunum pistilinn og rak þá svo í burtu samkvæmt frétt hjá The Sun en David Craig sagði frá atvikinu í viðtali við blaðið. Fleiri enskir miðlar fjölluðu líka um málið. Salah á að hafa sagt við strákana að þeir ættu að fara varlega því annars gætu þeir lent í sömu aðstöðu og þessi heimilislausi maður. Liverpool star Mo Salah confronts yobs harassing homeless man in petrol station https://t.co/mhd4TpuEwF— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) October 7, 2020 Mohamed Salah gerði samt meira en að reka strákana í burtu og kenna þeim lexíu. Hann fór líka í næsta hraðbanka og tók út hundrað pund og gaf David Craig sem var vitanlega mjög þakklátur. „Mo var alveg jafn yndislegur og hann er í Liverpool búningnum inn á vellinum. Hann heyrði hvað strákarnir voru að segja við mig en snéri sér síðan að þeim og sagði: Þetta gætu verið þið eftir nokkur ár,“ sagði David Craig. „Ég hélt síðan að ég væri að sjá ofsjónir þegar hann rétti mér hundrða punda seðilinn. Þvílík goðsögn,“ sagði Craig. David Craig er búinn að vera heimilislaus í sex ár og segir að Salah sé sönn hetja. Amongst all the madness, in 158 games Mo Salah now has 99 goals and 38 assists for Liverpool pic.twitter.com/mMSoyPm2EC— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) October 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Mohamed Salah hjálpaði heimilislausum manni á dögunum eftir að sá hinn sami hafði orðið fyrir aðkasti frá götustrákum á bensínstöð rétt frá Anfield. Ensku blöðin segja frá hjálpsemi Mohamed Salah í dag en atvikið gerðist 28. september síðastliðinn. Mohamed Salah var þá á heimleið eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna 3-1 sigur á Arsenal en þurfti að stoppa á bensínstöð til að fylla á bílinn. "He heard what a group of lads were saying to me, then turned to them and said, That could be you in a few years . I...Posted by GiveMeSport on Miðvikudagur, 7. október 2020 Þar sá hann götustrákana vera að angra hinn heimilislausa David Craig. Strákarnir voru að stríða David sem mátti vissulega muna sinn fífil fegurri. Þetta fór ekki framhjá Mohamed Salah sem las strákunum pistilinn og rak þá svo í burtu samkvæmt frétt hjá The Sun en David Craig sagði frá atvikinu í viðtali við blaðið. Fleiri enskir miðlar fjölluðu líka um málið. Salah á að hafa sagt við strákana að þeir ættu að fara varlega því annars gætu þeir lent í sömu aðstöðu og þessi heimilislausi maður. Liverpool star Mo Salah confronts yobs harassing homeless man in petrol station https://t.co/mhd4TpuEwF— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) October 7, 2020 Mohamed Salah gerði samt meira en að reka strákana í burtu og kenna þeim lexíu. Hann fór líka í næsta hraðbanka og tók út hundrað pund og gaf David Craig sem var vitanlega mjög þakklátur. „Mo var alveg jafn yndislegur og hann er í Liverpool búningnum inn á vellinum. Hann heyrði hvað strákarnir voru að segja við mig en snéri sér síðan að þeim og sagði: Þetta gætu verið þið eftir nokkur ár,“ sagði David Craig. „Ég hélt síðan að ég væri að sjá ofsjónir þegar hann rétti mér hundrða punda seðilinn. Þvílík goðsögn,“ sagði Craig. David Craig er búinn að vera heimilislaus í sex ár og segir að Salah sé sönn hetja. Amongst all the madness, in 158 games Mo Salah now has 99 goals and 38 assists for Liverpool pic.twitter.com/mMSoyPm2EC— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) October 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira