Delta hefur náð landi í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 12:43 Íbúar Cancun í röð til að kaupa gas. Þesi mynd var tekin í gær. AP/Victor Ruiz Garcia Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. Veðurfræðingar og embættismenn á svæðinu höfðu óttast fellibylinn verulega en Delta varð fjórða stigs fellibylur í gær áður en hann missti aftur kraft seinni partinn. Carlos Jaquín, ríkisstjóri, hefur þó varað íbúa og ferðamenn við því að Delta sé kraftmikill og hættulegur fellibylur. Margir hafa verið fluttir af lágt liggjandi svæðum og þúsundir halda til í þar til gerðum skýlum. 160 slík voru opnuð í Cancun, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Spár segja til um að sjávarborð muni hækka töluvert, eða allt að fjóra metra, og að hætta sé á skyndiflóðum vegna rigningar á svæðinu. Hurricane #Delta makes landfall along the coast of northeastern Mexico near Puerto Morelos around 5:30 AM CDT with estimated maximum winds of 110 mph. Latest information at: https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/cWKYybKCMi— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 7, 2020 Búist er við því að Delta safni svo aftur miklum krafti yfir Mexíkóflóa og skelli svo á suðurströnd Bandaríkjanna á föstudaginn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir að fellibylurinn verði töluvert stærri og kraftmeiri þá. Miðað við núverandi stefnu gæti Delta náð landi allt frá Louisiana til Flórída. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember. Mexíkó Veður Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. Veðurfræðingar og embættismenn á svæðinu höfðu óttast fellibylinn verulega en Delta varð fjórða stigs fellibylur í gær áður en hann missti aftur kraft seinni partinn. Carlos Jaquín, ríkisstjóri, hefur þó varað íbúa og ferðamenn við því að Delta sé kraftmikill og hættulegur fellibylur. Margir hafa verið fluttir af lágt liggjandi svæðum og þúsundir halda til í þar til gerðum skýlum. 160 slík voru opnuð í Cancun, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Spár segja til um að sjávarborð muni hækka töluvert, eða allt að fjóra metra, og að hætta sé á skyndiflóðum vegna rigningar á svæðinu. Hurricane #Delta makes landfall along the coast of northeastern Mexico near Puerto Morelos around 5:30 AM CDT with estimated maximum winds of 110 mph. Latest information at: https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/cWKYybKCMi— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 7, 2020 Búist er við því að Delta safni svo aftur miklum krafti yfir Mexíkóflóa og skelli svo á suðurströnd Bandaríkjanna á föstudaginn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir að fellibylurinn verði töluvert stærri og kraftmeiri þá. Miðað við núverandi stefnu gæti Delta náð landi allt frá Louisiana til Flórída. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember.
Mexíkó Veður Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33