Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2020 19:21 Ásgeir Jónsson reiknar með að verðbólga verði komin að markmiði Seðlabankans í byrjun næsta árs. Stöð 2/Egill Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram í byrjun næsta árs að mati seðlabankastjóra. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan nái sér á strik á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að meginvextir bankans verði óbreyttir í einu prósenti. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði Ásgeir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. En allt frá því faraldurinn hófst hér á landi í mars hefur seðlabankastjóri sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af verðbólgunni sem mældist 3,5 prósent í september. Ertu farinn að hafa áhyggjur af verðbólgunni? Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og mældist 3,5 prósent í september.Grafík/HÞ „Það náttúrlega felst í starfi seðlabankastjóra að hafa áhyggjur af verðbólgu. Ég tel hún gangi niður. Þessi verðbólga stafar af því að gengið veiktist. Þetta er hærra verð á innflutningi sem við erum að sjá í tölunum,“ segir seðlabankastjóri. Hagkerfið væri í miklum samdrætti og erfitt að sjá að verðbólga haldi áfram að aukast eftir að gengisáhrif fjari út og í ljósi mikils atvinnuleysis. Reiknað sé með að verðbólga verði komin að markmiði bankans í byrjun næsta árs. „Ég held hún fari ekki endilega voða mikið hærra. Það er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig gengisáhrif koma fram. En ég held hún fari ekki voða mikið hærra,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri tekur undir með forstjóra Icelandair um að æskilegt væri að ferðaþjónustunni verði skapaður fyrirsjáanleiki fyrir næsta ár sem því miður væri ekki til staðar. Ef hún rétti ekki úr kútnum verði staðan verri. „Algjörlega. Ferðaþjónustan hefur verið núna síðustu ár verið sú atvinnugrein sem hefur skapað mestar útflutningstekjur og við meigum illa án hennar vera,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram í byrjun næsta árs að mati seðlabankastjóra. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan nái sér á strik á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að meginvextir bankans verði óbreyttir í einu prósenti. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði Ásgeir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. En allt frá því faraldurinn hófst hér á landi í mars hefur seðlabankastjóri sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af verðbólgunni sem mældist 3,5 prósent í september. Ertu farinn að hafa áhyggjur af verðbólgunni? Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og mældist 3,5 prósent í september.Grafík/HÞ „Það náttúrlega felst í starfi seðlabankastjóra að hafa áhyggjur af verðbólgu. Ég tel hún gangi niður. Þessi verðbólga stafar af því að gengið veiktist. Þetta er hærra verð á innflutningi sem við erum að sjá í tölunum,“ segir seðlabankastjóri. Hagkerfið væri í miklum samdrætti og erfitt að sjá að verðbólga haldi áfram að aukast eftir að gengisáhrif fjari út og í ljósi mikils atvinnuleysis. Reiknað sé með að verðbólga verði komin að markmiði bankans í byrjun næsta árs. „Ég held hún fari ekki endilega voða mikið hærra. Það er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig gengisáhrif koma fram. En ég held hún fari ekki voða mikið hærra,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri tekur undir með forstjóra Icelandair um að æskilegt væri að ferðaþjónustunni verði skapaður fyrirsjáanleiki fyrir næsta ár sem því miður væri ekki til staðar. Ef hún rétti ekki úr kútnum verði staðan verri. „Algjörlega. Ferðaþjónustan hefur verið núna síðustu ár verið sú atvinnugrein sem hefur skapað mestar útflutningstekjur og við meigum illa án hennar vera,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18