Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 16:46 Óvíst er hvort spilað verður í Dominos-deildunum á næstunni og nákvæmlega hvernig lið mega haga sínum æfingum. vísir/vilhelm Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. KKÍ, HSÍ og nú síðast KSÍ hafa frestað kappleikjum dagsins en bíða með að ákveða framhaldið. Sérsamböndin bíða svara frá ÍSÍ sem hefur séð um að útfæra reglur fyrir íþrótthreyfinguna, í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og samkvæmt reglum stjórnvalda hverju sinni. „Við erum að vonast eftir að fá betri skilgreiningu á því hvað er í gangi því auglýsing heilbrigðisráðherra er bara ekki í takti við það sem sóttvarnalæknir leggur til,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, aðspurður hvers vegna ekki væri hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera. Við bíðum eftir þeim eins og öll íþróttahreyfingin. Það verða að fara að koma svör því þetta gengur ekki. Þetta eykur bara á sundrung. Upplýsingaflæðið er mjög vont og öll vinna í kringum þessa reglugerð er bara ekki nógu góð til að við getum unnið með þetta áfram og tekið ákvörðun til næstu tveggja vikna,“ sagði Hannes. Segir óvissu um ferðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði til ráðherra að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerð ráðherra segir að íþróttir innandyra séu óheimilar. Utandyra séu þær heimilaðar og að áhorfendur megi þá vera að hámarki 20 talsins í hverju rými. „Sóttvarnalæknir lagði til fleira og meira sem ekki kemur fram í reglugerð ráðherra, meðal annars varðandi ferðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara alls ekki skýrt. Er hægt að keppa á landsbyggðinni? Þetta skapar ákveðið ójafnræði, meðal annars innan körfuboltaliða. Sumir geta æft, aðrir ekki. Sumir geta keppt, aðrir ekki. Við þurfum að fá skýrari svör,“ sagði Hannes. „Það skiptir svo miklu máli að yfirvöld séu með þetta skýrt og vinni þetta með íþróttahreyfingunni eins og gert hefur verið þar til í gærmorgun. Þetta hefur verið unnið mjög vel af hálfu sóttvarnalæknis og almannavarna, en svo er þessi auglýsing ráðherra engan veginn í takti við það sem hefur verið talað um. Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar í dag, það hafa verið nokkrir fundir á milli sérsambandanna og ÍSÍ um þetta í dag, og við erum enn að bíða. Við verðum að fá frekari upplýsingar áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ sagði Hannes og bætti við: „Það er nú þegar kominn allt of mikill pirringur og leiðindi og við verðum að geta fengið skýrari svör. Ekki nema að hvert og eitt sérsamband eigi að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Það er ekki það sem hið opinbera hefur lagt til, þar sem kallað hefur verið eftir samstöðu.“ Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55 Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01 Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01 Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. KKÍ, HSÍ og nú síðast KSÍ hafa frestað kappleikjum dagsins en bíða með að ákveða framhaldið. Sérsamböndin bíða svara frá ÍSÍ sem hefur séð um að útfæra reglur fyrir íþrótthreyfinguna, í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og samkvæmt reglum stjórnvalda hverju sinni. „Við erum að vonast eftir að fá betri skilgreiningu á því hvað er í gangi því auglýsing heilbrigðisráðherra er bara ekki í takti við það sem sóttvarnalæknir leggur til,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, aðspurður hvers vegna ekki væri hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera. Við bíðum eftir þeim eins og öll íþróttahreyfingin. Það verða að fara að koma svör því þetta gengur ekki. Þetta eykur bara á sundrung. Upplýsingaflæðið er mjög vont og öll vinna í kringum þessa reglugerð er bara ekki nógu góð til að við getum unnið með þetta áfram og tekið ákvörðun til næstu tveggja vikna,“ sagði Hannes. Segir óvissu um ferðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði til ráðherra að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerð ráðherra segir að íþróttir innandyra séu óheimilar. Utandyra séu þær heimilaðar og að áhorfendur megi þá vera að hámarki 20 talsins í hverju rými. „Sóttvarnalæknir lagði til fleira og meira sem ekki kemur fram í reglugerð ráðherra, meðal annars varðandi ferðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara alls ekki skýrt. Er hægt að keppa á landsbyggðinni? Þetta skapar ákveðið ójafnræði, meðal annars innan körfuboltaliða. Sumir geta æft, aðrir ekki. Sumir geta keppt, aðrir ekki. Við þurfum að fá skýrari svör,“ sagði Hannes. „Það skiptir svo miklu máli að yfirvöld séu með þetta skýrt og vinni þetta með íþróttahreyfingunni eins og gert hefur verið þar til í gærmorgun. Þetta hefur verið unnið mjög vel af hálfu sóttvarnalæknis og almannavarna, en svo er þessi auglýsing ráðherra engan veginn í takti við það sem hefur verið talað um. Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar í dag, það hafa verið nokkrir fundir á milli sérsambandanna og ÍSÍ um þetta í dag, og við erum enn að bíða. Við verðum að fá frekari upplýsingar áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ sagði Hannes og bætti við: „Það er nú þegar kominn allt of mikill pirringur og leiðindi og við verðum að geta fengið skýrari svör. Ekki nema að hvert og eitt sérsamband eigi að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Það er ekki það sem hið opinbera hefur lagt til, þar sem kallað hefur verið eftir samstöðu.“
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55 Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01 Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01 Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55
Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01
Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33
KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01
Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21