Enski boltinn

Tveggja ára bann eftir að hafa notað brennslu­töflur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Diaby er á leið í frí frá fótboltanum.
Diaby er á leið í frí frá fótboltanum. vísir/getty

Bambo Diaby, varnarmaður Barnsley, mun ekki spila fótbolta næstu tvö árin eftir dóm enska knattspyrnsuambandsins í dag.

Diaby hefur nefnilega verið dæmdur í tveggja ára bann frá fótbolta eftir að hafa tekið inn brennslutöflur. Hann var tekinn í lyfjapróf eftir leik Barnsley gegn Blackburn í nóvember og féll.

Diaby játaði því að hafa tekið töflurnar en vissi ekki að þær væru bannaðar. Hann hafði ekki hugmynd um hver áhrifin yrðu en hann mun ekki spila fótbolta fyrr en í fyrsta lagi í janúar 2022.

Barnsley hefur nú staðfest að Diaby hefur verið leystur undan samningi hjá félaginu eftir að dómurinn var staðfestur en hann kom til félagsins frá Lokeren í júlí 2019.

Hann skrifaði bréf til stuðningsmanna félagsins þar sem hannn sagðist ánægður með tíma sinn hjá félaginu og útilokaði ekki að snúa aftur til Barnsley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×