Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2020 21:23 Frá Vestmannaeyjaflugvelli. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem hófst síðdegis og lauk um kvöldmatarleytið. Bæjarmiðlarnir Eyjar.net, Tígull og Eyjafréttir greina allir frá málinu í kvöld. Fram kemur að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, hafi undanfarna daga átt í samskiptum við fulltrúa Isavia vegna uppsagna starfsmanna félagsins á Vestmannaeyjaflugvelli. Starfsmönnunum var sagt upp eftir að Flugfélagið Ernir ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja um mánaðamótin ágúst-september. „Gott samtal hefur átt sér stað milli aðila og í kjölfarið hefur Isavia ákveðið að draga boðaðar uppsagnir starfsmanna sinna til baka og fresta ákvörðun um breytt starfsmannahald á vellinum til næsta vors,“ segir í fundargerðinni. Ennfremur er greint frá viðræðum bæjarstjóra við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð, meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. Flugfélag Íslands hætti flugi til Vestmannaeyja haustið 2001. Innanlandsflug félagsins er núna rekið undir markaðsheitinu Air Iceland Connect.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. „Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur,“ segir í fundargerðinni. „Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fagnar fréttum um að Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Bæjarráð lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.“ Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem hófst síðdegis og lauk um kvöldmatarleytið. Bæjarmiðlarnir Eyjar.net, Tígull og Eyjafréttir greina allir frá málinu í kvöld. Fram kemur að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, hafi undanfarna daga átt í samskiptum við fulltrúa Isavia vegna uppsagna starfsmanna félagsins á Vestmannaeyjaflugvelli. Starfsmönnunum var sagt upp eftir að Flugfélagið Ernir ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja um mánaðamótin ágúst-september. „Gott samtal hefur átt sér stað milli aðila og í kjölfarið hefur Isavia ákveðið að draga boðaðar uppsagnir starfsmanna sinna til baka og fresta ákvörðun um breytt starfsmannahald á vellinum til næsta vors,“ segir í fundargerðinni. Ennfremur er greint frá viðræðum bæjarstjóra við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð, meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. Flugfélag Íslands hætti flugi til Vestmannaeyja haustið 2001. Innanlandsflug félagsins er núna rekið undir markaðsheitinu Air Iceland Connect.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. „Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur,“ segir í fundargerðinni. „Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fagnar fréttum um að Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Bæjarráð lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.“
Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07
Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42