„Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 21:45 Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa allri ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. Hann telur tilmæli sóttvarnalæknis um að fresta allri íþróttaiðkun og reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag senda misvísandi skilaboð. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. Stóru íþróttasamböndin, KKÍ, HSÍ og KSÍ, tilkynntu loks í kvöld að þau hygðust fresta öllu mótahaldi næstu viku eða vikur. Veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins ræddi málið í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkamsræktarhluta stöðva Sporthússins var lokað strax á mánudag í samræmi við hertar aðgerðir sem þá tóku gildi á landinu öllu. Áfram var þó ákveðið að halda úti heima- og útiæfingum en þær voru einnig blásnar af eftir upplýsingafund gærdagsins, þar sem hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar. Æfingar voru hins vegar aftur settar á dagskrá þegar reglugerð heilbrigðisráðherra var birt í gær. Þröstur sagði í Reykjavík síðdegis að staðan nú væri þrungin óþægilegri óvissu. „Mér finnst algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar. Af því að ég er með einhverja tugi starfsmanna sem vilja fá að æfa. Þeir vilja að við veitum þessa þjónustu og ég er með einhver hundruð viðskiptavina sem vilja fá þjónustuna sem þeir eru að borga fyrir,“ sagði Þröstur. „Þeir eru mjög ósáttir ef ég ætla ekki að veita þjónustuna og mér er heimilt samkvæmt reglugerð að veita hana. Mér er hins vegar mjög umhugað um almannahag og ég vil ekki fara gegn almannavörnum Íslands. […] En svo væri skelfilegt ef maður gerði það svo, gegn þessum tilmælum sóttvarnalæknis sem ekki eru í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra, og svo kæmu upp smit hjá manni og fólk myndi veikjast alvarlega. Þannig að hvort á maður að gera? Í hvorn fótinn á maður að stíga?“ Þröstur sagði Sporthúsið jafnframt státa af góðri aðstöðu til utanhússæfinga, hvar hægt væri að framfylgja tveggja metra reglu og gott betur en það. Viðtalið við Þröst má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í dag að ráðuneytinu hefði þótt mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss væri margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Tuttugu covid innlagnir og álagið eykst stöðugt Nú liggja tuttugu manns á sjúkrahúsi vegna veikinida að völdum kórónuveirunnar. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga segir áhættuna meiri nú en í fyrri bylgju vegna þess hvað útbreiðsla veirunnar sé mikil. 7. október 2020 17:43 Selfyssingar bera smitberann á höndum sér Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina. 7. október 2020 15:16 Töldu mikilvægt að banna ekki alla heilsurækt og hreyfingu Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. 7. október 2020 18:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa allri ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. Hann telur tilmæli sóttvarnalæknis um að fresta allri íþróttaiðkun og reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag senda misvísandi skilaboð. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. Stóru íþróttasamböndin, KKÍ, HSÍ og KSÍ, tilkynntu loks í kvöld að þau hygðust fresta öllu mótahaldi næstu viku eða vikur. Veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins ræddi málið í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkamsræktarhluta stöðva Sporthússins var lokað strax á mánudag í samræmi við hertar aðgerðir sem þá tóku gildi á landinu öllu. Áfram var þó ákveðið að halda úti heima- og útiæfingum en þær voru einnig blásnar af eftir upplýsingafund gærdagsins, þar sem hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar. Æfingar voru hins vegar aftur settar á dagskrá þegar reglugerð heilbrigðisráðherra var birt í gær. Þröstur sagði í Reykjavík síðdegis að staðan nú væri þrungin óþægilegri óvissu. „Mér finnst algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar. Af því að ég er með einhverja tugi starfsmanna sem vilja fá að æfa. Þeir vilja að við veitum þessa þjónustu og ég er með einhver hundruð viðskiptavina sem vilja fá þjónustuna sem þeir eru að borga fyrir,“ sagði Þröstur. „Þeir eru mjög ósáttir ef ég ætla ekki að veita þjónustuna og mér er heimilt samkvæmt reglugerð að veita hana. Mér er hins vegar mjög umhugað um almannahag og ég vil ekki fara gegn almannavörnum Íslands. […] En svo væri skelfilegt ef maður gerði það svo, gegn þessum tilmælum sóttvarnalæknis sem ekki eru í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra, og svo kæmu upp smit hjá manni og fólk myndi veikjast alvarlega. Þannig að hvort á maður að gera? Í hvorn fótinn á maður að stíga?“ Þröstur sagði Sporthúsið jafnframt státa af góðri aðstöðu til utanhússæfinga, hvar hægt væri að framfylgja tveggja metra reglu og gott betur en það. Viðtalið við Þröst má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í dag að ráðuneytinu hefði þótt mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss væri margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Tuttugu covid innlagnir og álagið eykst stöðugt Nú liggja tuttugu manns á sjúkrahúsi vegna veikinida að völdum kórónuveirunnar. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga segir áhættuna meiri nú en í fyrri bylgju vegna þess hvað útbreiðsla veirunnar sé mikil. 7. október 2020 17:43 Selfyssingar bera smitberann á höndum sér Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina. 7. október 2020 15:16 Töldu mikilvægt að banna ekki alla heilsurækt og hreyfingu Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. 7. október 2020 18:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Tuttugu covid innlagnir og álagið eykst stöðugt Nú liggja tuttugu manns á sjúkrahúsi vegna veikinida að völdum kórónuveirunnar. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga segir áhættuna meiri nú en í fyrri bylgju vegna þess hvað útbreiðsla veirunnar sé mikil. 7. október 2020 17:43
Selfyssingar bera smitberann á höndum sér Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina. 7. október 2020 15:16
Töldu mikilvægt að banna ekki alla heilsurækt og hreyfingu Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. 7. október 2020 18:30