Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 06:48 Plexígler skildi varaforsetaefnin að í kappræðunum í nótt. Getty/Morry Gash-Pool Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Eins og við mátti búast var umræða um kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, við honum fyrirferðarmikil. Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal forsetinn sjálfur, hafa smitast af veirunni og meira en 210.000 hafa látið lífið. Pence og Harris tókust nokkuð hart á um viðbrögð forsetans við veirunni en kappræðurnar voru mun settlegri en kappræður Trumps og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, í liðinni viku. Þannig greip Pence ekki jafnmikið fram í og Trump gerði gegn Biden en þegar hann greip fram í sagði Harris honum ítrekað að hún væri með orðið. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni í spilara neðst í fréttinni. Stærstu mistök forseta í bandarískri sögu Harris sagði að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru stærstu mistök nokkurs forseta og ríkisstjórnar hans í bandarískri sögu. Þá sagði hún forsetann hafa afvegaleitt þjóðina varðandi alvarleika veiruna þegar hún fór fyrst að breiðast út í byrjun árs. „Þeir vissu þetta og leyndu því,“ sagði hún. watch on YouTube Pence, sem fer fyrir viðbragðshóp Hvíta hússins vegna faraldursins, viðurkenndi að árið 2020 hefði verið mikil áskorun fyrir þjóðina vegna kórónuveirunnar. Bandaríkjaforseti hefði hins vegar frá fyrsta degi sett heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Þá fullyrti hann að Trump hefði skýra stefnu á landsvísu hvernig ætti að takast á við faraldurinn. „Þetta hefur augljóslega ekki virkað þegar þú lítur til þess að meira en 210.000 manns hafa dáið í landinu okkar,“ sagði Harris. Sagði svívirðilegt af Harris að grafa undan trú almennings á bóluefni Susan Page, frá USA Today, stýrði kappræðunum. Hún spurði Harris hvort að hún myndi taka bóluefni við veirunni, ef samþykkt bóluefni kemur á markað fyrir kosningar. Harris svaraði því til að hún myndi taka bóluefni sem læknar mæltu með en ef Trump mælti með því myndi hún ekki taka það. Pence sagði Harris grafa undan trú almennings varðandi bóluefni ef bóluefnið skyldi koma fyrir kosningar. „Það þykir mér svívirðilegt,“ sagði Pence. Á meðal annarra málefna sem varaforsetaefnin ræddu voru lögregluofbeldi, skattamál og tilnefningar hæstaréttardómara en senuþjófurinn var án efa fluga sem tyllti sér á koll Pence í miðjum kappræðunum og sat þar í um tvær mínútur. watch on YouTube Hér fyrir neðan má horfa á kappræðurnar í heild sinni: watch on YouTube Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Eins og við mátti búast var umræða um kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, við honum fyrirferðarmikil. Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal forsetinn sjálfur, hafa smitast af veirunni og meira en 210.000 hafa látið lífið. Pence og Harris tókust nokkuð hart á um viðbrögð forsetans við veirunni en kappræðurnar voru mun settlegri en kappræður Trumps og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, í liðinni viku. Þannig greip Pence ekki jafnmikið fram í og Trump gerði gegn Biden en þegar hann greip fram í sagði Harris honum ítrekað að hún væri með orðið. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni í spilara neðst í fréttinni. Stærstu mistök forseta í bandarískri sögu Harris sagði að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru stærstu mistök nokkurs forseta og ríkisstjórnar hans í bandarískri sögu. Þá sagði hún forsetann hafa afvegaleitt þjóðina varðandi alvarleika veiruna þegar hún fór fyrst að breiðast út í byrjun árs. „Þeir vissu þetta og leyndu því,“ sagði hún. watch on YouTube Pence, sem fer fyrir viðbragðshóp Hvíta hússins vegna faraldursins, viðurkenndi að árið 2020 hefði verið mikil áskorun fyrir þjóðina vegna kórónuveirunnar. Bandaríkjaforseti hefði hins vegar frá fyrsta degi sett heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Þá fullyrti hann að Trump hefði skýra stefnu á landsvísu hvernig ætti að takast á við faraldurinn. „Þetta hefur augljóslega ekki virkað þegar þú lítur til þess að meira en 210.000 manns hafa dáið í landinu okkar,“ sagði Harris. Sagði svívirðilegt af Harris að grafa undan trú almennings á bóluefni Susan Page, frá USA Today, stýrði kappræðunum. Hún spurði Harris hvort að hún myndi taka bóluefni við veirunni, ef samþykkt bóluefni kemur á markað fyrir kosningar. Harris svaraði því til að hún myndi taka bóluefni sem læknar mæltu með en ef Trump mælti með því myndi hún ekki taka það. Pence sagði Harris grafa undan trú almennings varðandi bóluefni ef bóluefnið skyldi koma fyrir kosningar. „Það þykir mér svívirðilegt,“ sagði Pence. Á meðal annarra málefna sem varaforsetaefnin ræddu voru lögregluofbeldi, skattamál og tilnefningar hæstaréttardómara en senuþjófurinn var án efa fluga sem tyllti sér á koll Pence í miðjum kappræðunum og sat þar í um tvær mínútur. watch on YouTube Hér fyrir neðan má horfa á kappræðurnar í heild sinni: watch on YouTube
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira