Erlent

Fyrsta smitið síðan í júlí

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Nuuk í Grænlandi.
Frá Nuuk í Grænlandi. Getty

Maður sem kom til Grænlands frá Danmörku á dögunum hefur greinst með kórónuveiruna. Er um að ræða fyrsta smitið á Grænlandi síðan í júlí.

Sermitsiaq.AG sagði frá því í gær að viðkomandi hafi greinst í Nuuk eftir komu til landsins. Sömuleiðis er haft eftir heimildum að viðkomandi hafi virt sóttkví eftir komu.

Um er að ræða fimmtánda smitið sem upp kemur á Grænlandi, en síðasta tilfellið var í bænum Nanortalik, syðst á Grænlandi, í lok júlí. 

Þá greindist skipverji á rannsóknarskipi, en málið vakti mikla athygli á Grænlandi þar sem í ljós kom að skipverjar hefðu ekki farið að sóttvarnareglum við komuna til landsins og farið um bæinn.

Enginn hefur látist af völdum sjúkdómsins Covid-19 á Grænlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×