TikTok er heitasti miðillinn í dag til að færa okkur nýjustu trendin beint í lófann, segja Heiður Ósk og Ingunn Sig, eigendur Reykjavík Makeup School. Í hlaðvarpsþættinum HI Beauty fóru þær yfir þau förðunar og hár trend sem hafa gert allt vitlaust á TikTok. Hvernig virka þau? Eru þau yfir höfuð að virka?
„Við förum einnig yfir okkar uppáhalds accounta og skemmtileg hacks sem geta hjálpað þér að ná förðunar- og hárlúkkinu á nýtt level.“
Þau trend sem náðu miklu flugi á TikTok síðustu vikur eru meðal annars kinnalitur á nefið, kattarleg augnförðun, skygging með brúnkukremi, augabrúnalyfting, Euphoria förðun, ný uppröðun á förðunarvörum til að láta farðann endast lengur, brúnn augnblýantur, hársnúður að hætti fyrirsætanna, Curly girl aðferðin og margt fleira spennandi.
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.









