Óttast aðra hrinu heimilisofbeldismála og hvetur fólk til að vera á varðbergi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2020 20:01 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, segir að vegna meira álags á heimilinum geti orðið stigmögnun í ofbeldissamböndum. Teymisstjóri Bjarkarhlíðar óttast að nú fari aftur af stað hrina heimilisofbeldismála í tengslum við þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hún hvetur almenning til að vera á varðbergi. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi eykst á tímum heimsfaraldurs og á það við hér á landi eins og fram hefur komið í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Yfir 700 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í ár og hafa aldrei verið fleiri. Teymisstjóri óttast að nú fari aftur af stað hrina heimilisofbeldismála. „Ég er ansi hrædd það og það sem við höfum til að byggja á sýnir það og við verðum bara að vera undirbúin,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Í byrjun fyrstu bylgju faraldursins hafi verið lítið að gera hjá Bjarkarhlíð en svo hafi orðið sprenging í maí. Ragna segir merki um að það sama sé að gerast núna. „Við erum að sjá fólk svolítið bakka, fara bara inn. Þetta eykur á einangrun þeirra sem eru kannski nú þegar í einangrun og hafa geta notað vinnuna og vini til að rjúfa hana. Við sjáum þetta sem vopn í höndum þeirra sem beita ofbeldi því einangrun er einn partur af andlegu ofbeldi,“ segir Ragna. Vegna faraldursins bíður Bjarkarhlíð einungis upp á símaviðtöl en fólk í ofbeldissambandi á stundum erfitt með að ræða málin í síma. „Við fáum stundum svör um að það séu allir heima, það eru allir að vinna heima núna og þá vitum við það er ekki góður tími,“ segir Ragna. Vegna meira álags á heimilum geti orðið stigmögnun í ofbeldissamböndum. „Það getur orðið oftar. Kannski var ein sprengja á mánuði en nú er það kannski á hverjum degi, og kannski alvarlegra,“ segir Ragna. Heimilisofbeldi sé ekki einkamál fólks og mikilvægt að almenningur sé á varðbergi þessa dagana. „Þannig ef fólk er vitni af eða heyrir átök. Ég veit það er erfitt að tilkynna en það skiptir bara öllu máli að láta vita,“ segir Ragna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Teymisstjóri Bjarkarhlíðar óttast að nú fari aftur af stað hrina heimilisofbeldismála í tengslum við þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hún hvetur almenning til að vera á varðbergi. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi eykst á tímum heimsfaraldurs og á það við hér á landi eins og fram hefur komið í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Yfir 700 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í ár og hafa aldrei verið fleiri. Teymisstjóri óttast að nú fari aftur af stað hrina heimilisofbeldismála. „Ég er ansi hrædd það og það sem við höfum til að byggja á sýnir það og við verðum bara að vera undirbúin,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Í byrjun fyrstu bylgju faraldursins hafi verið lítið að gera hjá Bjarkarhlíð en svo hafi orðið sprenging í maí. Ragna segir merki um að það sama sé að gerast núna. „Við erum að sjá fólk svolítið bakka, fara bara inn. Þetta eykur á einangrun þeirra sem eru kannski nú þegar í einangrun og hafa geta notað vinnuna og vini til að rjúfa hana. Við sjáum þetta sem vopn í höndum þeirra sem beita ofbeldi því einangrun er einn partur af andlegu ofbeldi,“ segir Ragna. Vegna faraldursins bíður Bjarkarhlíð einungis upp á símaviðtöl en fólk í ofbeldissambandi á stundum erfitt með að ræða málin í síma. „Við fáum stundum svör um að það séu allir heima, það eru allir að vinna heima núna og þá vitum við það er ekki góður tími,“ segir Ragna. Vegna meira álags á heimilum geti orðið stigmögnun í ofbeldissamböndum. „Það getur orðið oftar. Kannski var ein sprengja á mánuði en nú er það kannski á hverjum degi, og kannski alvarlegra,“ segir Ragna. Heimilisofbeldi sé ekki einkamál fólks og mikilvægt að almenningur sé á varðbergi þessa dagana. „Þannig ef fólk er vitni af eða heyrir átök. Ég veit það er erfitt að tilkynna en það skiptir bara öllu máli að láta vita,“ segir Ragna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira