Draumurinn um starf á leikskóla rættist að lokum Sylvía Hall skrifar 8. október 2020 21:01 Andy Morgan hefur loksins fengið starf á leikskóla eftir fjölda umsókna. Hér er hann ásamt börnum sínum. Úr einkasafni Andy Morgan, breskum fjölskylduföður sem búsettur hér á landi, var boðið starf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eftir að hafa reynt að sækja um hjá Reykjavíkurborg í tvo mánuði án árangurs. Andy á íslenska eiginkonu og fimm börn og vildi hann fara í starfsumhverfi þar sem íslenska var töluð. Eiginkona hans segir hann hæstánægðan með nýja starfið. Andy og eiginkona hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Þar stundaði Heiða nám en Andy starfaði í viðskiptum. Hann hafði þó áður búið á Íslandi, talar málið og starfaði í ferðamannaiðnaðinum hér á landi þegar þau bjuggu hér síðast. Þrátt fyrir mikinn áhuga á leikskólastarfinu gekk erfiðlega að sækja um hjá Reykjavíkurborg og fékk enga vinnu, þrátt fyrir að hafa sótt um auglýst störf og skráð sig hjá afleysingastofu Reykjavíkurborgar. Fjallað var um starfsleit Andy á mbl.is í síðasta mánuði og í kjölfarið hafði leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði samband við hann. Honum var boðið í starfsviðtal um mánaðamótin og hóf störf degi síðar. Hafnfirðingur greindi fyrst frá. „Honum var boðið strax starf hjá Hjallastefnunni. Honum var boðið hlutastarf hjá einum af leikskólum háskólanna líka,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar sem þau séu með stórt heimili hafi þó aldrei komið annað til greina en að þiggja fullt starf. Það hafi í raun verið draumur að rætast. „Þetta er æðislegt. Honum finnst ótrúlegt að þetta sé vinnan hans, hann nýtur sín svo vel með krökkunum. Hann er að koma úr þessu viðskiptaumhverfi þar sem vinnan er allt öðruvísi en hún er á leikskóla.“ Andy starfar sem hópstjóri hjá Hjalla í Hafnarfirði. Þar fær hann að vera mun meira skapandi en fékk að venjast í viðskiptalífinu að sögn Heiðu.Vísir/Vilhelm Tækifæri til þess að rækta íslenskuna Á heimili Andy og Heiðu er töluð íslenska, en sjálfur talar hann einnig ensku, frönsku og spænsku. Hann hefur sótt þrjú íslenskunámskeið og hefur lagt mikla áherslu á að læra tungumálið, en á meðan þau dvöldu í Englandi var íslensk au pair á heimilinu. „Þegar við bjuggum á Íslandi, þá starfaði hann í túrisma þannig hann náði ekki að æfa sig mikið þrátt fyrir námskeiðin. Ég hef samt tekið eftir því að hann kann miklu meira en hann heldur. Þetta er erfitt tungumál og þess vegna er svo frábært að koma inn á leikskóla,“ segir Heiða. Þar sé hann í opnu umhverfi með börnum, sem eru oft skilningsríkari og fordómalausari en gengur og gerist. Þá sé hún sannfærð um að það muni nýtast honum vel í starfinu að tala fleiri tungumál, enda sé Ísland fjölmenningarsamfélag. „Vonandi getur þetta hjálpað líka, að hann hafi þessi tungumál. Ef þú ert með barn sem talar eitt þeirra tungumál sem hann talar þá hlýtur að vera frábært að hafa mann sem talar sama tungumál.“ Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Sjá meira
Andy Morgan, breskum fjölskylduföður sem búsettur hér á landi, var boðið starf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eftir að hafa reynt að sækja um hjá Reykjavíkurborg í tvo mánuði án árangurs. Andy á íslenska eiginkonu og fimm börn og vildi hann fara í starfsumhverfi þar sem íslenska var töluð. Eiginkona hans segir hann hæstánægðan með nýja starfið. Andy og eiginkona hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Þar stundaði Heiða nám en Andy starfaði í viðskiptum. Hann hafði þó áður búið á Íslandi, talar málið og starfaði í ferðamannaiðnaðinum hér á landi þegar þau bjuggu hér síðast. Þrátt fyrir mikinn áhuga á leikskólastarfinu gekk erfiðlega að sækja um hjá Reykjavíkurborg og fékk enga vinnu, þrátt fyrir að hafa sótt um auglýst störf og skráð sig hjá afleysingastofu Reykjavíkurborgar. Fjallað var um starfsleit Andy á mbl.is í síðasta mánuði og í kjölfarið hafði leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði samband við hann. Honum var boðið í starfsviðtal um mánaðamótin og hóf störf degi síðar. Hafnfirðingur greindi fyrst frá. „Honum var boðið strax starf hjá Hjallastefnunni. Honum var boðið hlutastarf hjá einum af leikskólum háskólanna líka,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar sem þau séu með stórt heimili hafi þó aldrei komið annað til greina en að þiggja fullt starf. Það hafi í raun verið draumur að rætast. „Þetta er æðislegt. Honum finnst ótrúlegt að þetta sé vinnan hans, hann nýtur sín svo vel með krökkunum. Hann er að koma úr þessu viðskiptaumhverfi þar sem vinnan er allt öðruvísi en hún er á leikskóla.“ Andy starfar sem hópstjóri hjá Hjalla í Hafnarfirði. Þar fær hann að vera mun meira skapandi en fékk að venjast í viðskiptalífinu að sögn Heiðu.Vísir/Vilhelm Tækifæri til þess að rækta íslenskuna Á heimili Andy og Heiðu er töluð íslenska, en sjálfur talar hann einnig ensku, frönsku og spænsku. Hann hefur sótt þrjú íslenskunámskeið og hefur lagt mikla áherslu á að læra tungumálið, en á meðan þau dvöldu í Englandi var íslensk au pair á heimilinu. „Þegar við bjuggum á Íslandi, þá starfaði hann í túrisma þannig hann náði ekki að æfa sig mikið þrátt fyrir námskeiðin. Ég hef samt tekið eftir því að hann kann miklu meira en hann heldur. Þetta er erfitt tungumál og þess vegna er svo frábært að koma inn á leikskóla,“ segir Heiða. Þar sé hann í opnu umhverfi með börnum, sem eru oft skilningsríkari og fordómalausari en gengur og gerist. Þá sé hún sannfærð um að það muni nýtast honum vel í starfinu að tala fleiri tungumál, enda sé Ísland fjölmenningarsamfélag. „Vonandi getur þetta hjálpað líka, að hann hafi þessi tungumál. Ef þú ert með barn sem talar eitt þeirra tungumál sem hann talar þá hlýtur að vera frábært að hafa mann sem talar sama tungumál.“
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Sjá meira