Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í fyrra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands en stjórnarandstaðan hafði lagt fram tillögu um vantraust á Kim vegna svokallaðs grásleppumáls. 14 þingmenn samþykktu frávísunartillöguna, sem Aleqa Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram fyrir hönd stjórnarmeirihlutans, en 13 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Athygli vakti að tveir stjórnarþingmenn Siumut, flokksbræður Kims Kielsens, sátu hjá. Vantrauststillagan sjálf kom því ekki til atkvæða. Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í fyrrahaust í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð.Mynd/Forsetaskrifstofan. Grásleppumálið hefur verið eitt heitasta deilumál grænlenskra stjórnmála eftir að það kom upp í vor. Stjórnvöld ákváðu þá að flytja 204 tonn af óveiddum grásleppukvóta ársins 2019 til ársins 2020. Kim Kielsen átti sjálfur fiskibát sem hann leigði sjómanni til grásleppuveiða. Sjálfstæð lögmannsstofa í Nuuk var fyrst fengin til að rannsaka málið eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að upplýst yrði um þátt Kielsens í ákvörðun um grásleppukvótann en vitað var að hann hefði setið fund um málið. Endurskoðunarnefnd fjallaði einnig um málið og í skýrslu hennar frá 7. september er þáttur Kielsens sagður afar gagnrýnisverður, af því er fram kemur í umfjöllun KNR. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var danska orðið „stenbider " ranglega þýtt sem steinbítur en fiskaheitið steinbider er í dönsku notað yfir grásleppu eða hrognkelsi. Danir nota hins vegar orðið „havkat“ um steinbít. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Þrír flokkar mynda bandalag um landsstjórn Grænlands, Siumut, Demokraatit og Nunatta Qitornai, og hafa þeir alls 17 þingmenn. Stjórnarandstaða fjögurra flokka er með 14 þingmenn. Kim Kielsen leiddi áður minnihlutastjórn, sem breyttist í meirihlutastjórn í vor, og nánar má lesa um hér: Grænland Norðurslóðir Danmörk Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands en stjórnarandstaðan hafði lagt fram tillögu um vantraust á Kim vegna svokallaðs grásleppumáls. 14 þingmenn samþykktu frávísunartillöguna, sem Aleqa Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram fyrir hönd stjórnarmeirihlutans, en 13 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Athygli vakti að tveir stjórnarþingmenn Siumut, flokksbræður Kims Kielsens, sátu hjá. Vantrauststillagan sjálf kom því ekki til atkvæða. Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í fyrrahaust í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð.Mynd/Forsetaskrifstofan. Grásleppumálið hefur verið eitt heitasta deilumál grænlenskra stjórnmála eftir að það kom upp í vor. Stjórnvöld ákváðu þá að flytja 204 tonn af óveiddum grásleppukvóta ársins 2019 til ársins 2020. Kim Kielsen átti sjálfur fiskibát sem hann leigði sjómanni til grásleppuveiða. Sjálfstæð lögmannsstofa í Nuuk var fyrst fengin til að rannsaka málið eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að upplýst yrði um þátt Kielsens í ákvörðun um grásleppukvótann en vitað var að hann hefði setið fund um málið. Endurskoðunarnefnd fjallaði einnig um málið og í skýrslu hennar frá 7. september er þáttur Kielsens sagður afar gagnrýnisverður, af því er fram kemur í umfjöllun KNR. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var danska orðið „stenbider " ranglega þýtt sem steinbítur en fiskaheitið steinbider er í dönsku notað yfir grásleppu eða hrognkelsi. Danir nota hins vegar orðið „havkat“ um steinbít. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Þrír flokkar mynda bandalag um landsstjórn Grænlands, Siumut, Demokraatit og Nunatta Qitornai, og hafa þeir alls 17 þingmenn. Stjórnarandstaða fjögurra flokka er með 14 þingmenn. Kim Kielsen leiddi áður minnihlutastjórn, sem breyttist í meirihlutastjórn í vor, og nánar má lesa um hér:
Grænland Norðurslóðir Danmörk Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira