Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum til og með 19. október vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. KSÍ hafði áður frestað leikjum um eina viku.
Samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ er nú unnið að því að finna nýja leikdaga á þá leiki sem búið er að fresta.
Þrátt fyrir þetta bakslag stefnir KSÍ enn að því að ljúka keppni samkvæmt mótaskrá. KSÍ hefur gefið sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið.