Ásmundur samtals fjórtán klukkustundum of seinn á nefndarfundi Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2020 09:00 Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, allt þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fengu oftast S í kladdann hans Björns Levís á síðasta þingi. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur fylgst grannt með mætingum þingmanna í nefndarstörf sem þeim ber að sinna, skráð þær skilmerkilega og fært inn í sérstakt forrit sem greinir þær upplýsingar. Hann telur einsýnt að endurskipuleggja þurfi nefndarstörf Alþingis. Einn sendur inn í lok fundar til að greiða atkvæði Samkvæmt því sem fram kemur í nýjustu gögnum Björns Levís, sem taka til síðasta löggjafarþings, hefur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verið seinn á nefndarfundi í sem nemur samtals 14 klukkustundir á síðasta þingi. Telst hann þá mesti skussinn í bekknum? „Prósent mætingar skiptir líka máli. Að mæta ekki á fund er ekki talið inn í fjölda mínútna sem þú mætir seint á fund. Björn Leví hefur smíðað sérstakt forrit sem heldur utan um mæltingu þingmanna á nefndarfundi. Þeir eru ýmsir í þingmannaliðinu sem kunna honum litlar þakkir fyrir það.visir/vilhelm Bergþór Ólason er til dæmis með lægstu mætingarprósentuna. Svo Brynjar Níelsson. Á 150. þingi. Ásmundur mætir seint, en mætir þó,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. En 14 klukkustundir eru talsvert? „Já, en þó ekkert miðað við Ásmund Einar Daðason eða Vilhjálm Árnason á fyrri þingum.“ Já? „Á 144. þingi þá var Ásmundur Einar 33 klukkustundum og 22 mín of seinn á fundi samtals. Og bara með tæplega 69% mætingu í ofanálag. Á 145. þingi var Vilhjálmur Árnason með rúman sólarhring of seinn. Hluti ástæðunnar fyrir því að sumir mæta svona seint er í raun sú að sumir flokkar sleppa því að senda alla nefndarmenn á nefndarfund og senda kannski einn inn í lok fundar til þess að greiða atkvæði um að taka mál út eða eitthvað. En það gildir einu, þau fá þá seint í staðinn fyrir skróp.“ Nákvæm útekt á mætingu á nefndarfundi Hér er greinilega þörf á því, áður en lengra er haldið, að slá nauðsynlega varnagla. Hvað er þetta sem gögn þín sýna nákvæmlega? „Þarna eru fjórar tölur. Fyrst „vænt mæting“. Það er fjöldi nefndarfunda sem viðkomandi þingmaður ætti að mæta á. Viðkomandi þingmaður er aðalmaður í nefnd og er skylt að mæta á nefndarfund. Þannig að þegar ég skoða fundargerð nefndar þá tel ég fundinn sem „væntan fund“ fyrir alla nefndarmenn sem eru aðalmenn í nefndinni nema þeir séu í einhverju fríi (með varaþingmann),“ segir Björn Leví. Topp tíu listinn yfir þá sem fengu oftast S í kladdann sem Björn Leví heldur utan um. Eftir að þingmenn urðu þess áskynja að Björn væri að fylgjast með fóru þeir að mæta betur. Það hafa starfsmenn þingsins tjáð Birni. Ásmundur er í toppsætinu en Sigmundur í 10. sæti. Hann útskýrir þá að næsta tala segir til um „fjölda mætinga“ en í hvert sinn sem þingmaður birtist í fundargerð, þá telst það sem „mæting“ á fund fyrir þingmann. Ef varamaður mætir á fundinn fyrir hann, þá telur það fyrir aðalmanninn. Enda ber hann ábyrgð á því nefndarsæti. „Prósent mæting er hlutfall milli væntrar mætingar og fjölda mætinga, augljóslega,“ segir Björn Leví en blaðamaður Vísis bað hann um að útskýra þetta fyrir sér eins og hann væri að tala við fimm ára gamalt barn. „Stundum fer prósent mætingar yfir 100 prósent. Það er vegna áheyrnarfulltrúa sem mæta á aukafundi sem þeir eru ekki aðalmenn í og mæta þannig á miklu fleiri fundi en þau eiga að mæta á.“ Þessir þingmenn eru neðstir á lista yfir þá sem mæta seint. En það segir þó ekki nema hálfa söguna. Þar er skrópið ekki tekið inn í myndina né heldur hversu miklum skyldum þingmenn hafa að gegna í þeim efnum. Að lokum er „seint“. En þá skoðar Björn hvenær fundur byrjar og hvenær hver nefndarmaður mætir. „Svo summa ég upp hversu seint hver þingmaður hefur mætt á alla nefndarfundi yfir allt þingið. Þá væri hægt að sjá seint/fjölda mætinga til þess að sjá hversu seint hann mætir að meðaltali, sem dæmi.“ Ósanngirni Moggans rak hann til að halda kladda Björn Leví hefur lengi fylgst með þessum mætingum á nefndafundi eða allt frá kjörtímabilinu 2013 til 2016. Ástæðan var sú, að sögn þingmannsins, að Morgunblaðið hafði þá birt samantekt um mætinguna og gert það á afar ósanngjörnum forsendum að mati Björns Levís. Þar var því slegið fram að þingmenn Pírata væru oftast seinir. „Þar var ekki tekið tillit til þess að þau voru að mæta á aðra fundi á saman tíma. Sem var mjög ósanngjarnt að sleppa. Ég tók í kjölfarið saman sömu tölur á eins sanngjörnum forsendum og ég taldi að væri hægt. Þetta er afurð þeirrar vinnu.“ Björn Leví segir að niðurstöður rannsókna sinna á mætingu þingmanna á nefndarfundi gefi það ótvírætt til kynna að nefndarstörf þingsins, sem Björn Leví segir afar mikilvæg, þurfi að endurskipuleggja.visir/vilhelm Og Björn Leví gerði gott betur en það, hann gerði sérstakt forrit sem heldur utan um gögnin og og uppfæra þau. Fyrsta greinin sem hann skrifaði þar sem hann lagði út af þessum gögnum og samantekt þeirra er svo þessi hér. Ýmsir þingmenn ósáttir við framtak Björns Oft þegar þingmenn eru vændir um hyskni, að þingstörfin miði við forna tíð þegar bændur þyrftu að vera við sauðburð að vori og réttir að hausti, og við það miðuðust þingstörfin tefla þingmenn því gjarnan fram að vinnan sé ekki bara sú sem almenningur sér þegar sent er út frá sölum alþingis. Nefndarstörfin séu hin mikla dulda vinna sem þingmenn inna af hendi, utan kastjóss fjölmiðla. „Nefndarstörfin eru tvímælalaust hið dulda álag. En þau eru líka rosalega óskilvirk. Að einhverju leyti er það viljandi. Bæði til þess að reyna að vinna mál vel og líka til þess að tefja. Sumir tefja af pólitískum ástæðum, aðrir tefja af íhaldsfræðilegum ástæðum.“ Þú segir að þingmenn hafi farið að mæta betur eftir að þú fórst að fylgjast sérstaklega með mætingunni. En segðu mér ... hvað finnst þingmönnum almennt um það að þú sért með rafrænan kladda? Og gefir þeim einskonar einkunn? „Það er mjög mismunandi. Ég hef fengið háværar glósur um það Þetta eru samt opinber gögn, aðgengileg öllum í fundargerðum nefnda. Hver sem er getur tekið þetta saman.“ Nauðsynlegt að endurskipuleggja nefndarstörfin Björn Leví gefur ekkert fyrir þá spurningu hvort glósumeistari bekkjarins sé eineltispúkinn Brynjar Níelsson. Heldur segir það skiljanlegt að alþingismenn hafi sitthvað við þetta að athuga. Björn Leví í pontu. Hann hefur mátt þola ýmsar glósur fyrir að hafa haft vakandi auga með mætingunni, svo sem að kalla eftir ýmsum upplýsingum. En hann lætur það ekki trufla sig frá því að garfa í innviðum Alþingis.visir/Vilhelm „Glósurnar eru skiljanlegar frá ákveðnu sjónarhorni. Mætingarprósenta og hversu seint fólk mætir segir ekki alla söguna. Þetta sýnir að vissu leyti hversu erfitt það er að púsla saman að koma krakka á leikskóla og mæta tímanlega á nefndarfund, sem dæmi. Fólk deilir líka vinnuálagi, sérstaklega flokkar sem eru með fleiri en einn þingmann í nefnd. Sem hefur áhrif á mætingu. En finnst þér þetta þá sýna að það þurfi að endurskipuleggja nefndarstörf þingsins? „Já. Nefndarstörfin snúast mjög mikið um að aðilar sem senda inn skriflegar umsagnir koma og segja nákvæmlega það sem var sagt í skriflegu umsögninni. Það væri hægt að spara mikinn fundartíma með því að nefndir myndu senda ítrekaðar spurningar um einstök atriði umsagna í staðinn fyrir að nota fundartíma í heimsóknir gesta. Það þýðir ekki að það eigi að hætta gestakomum, alls ekki. En það væri hægt að gera þær markvissari og skilvirkari. Það þýðir að þörfin fyrir langa fundi yrði minni og mætingin væri mikilvægari af því að „endurtekningin“ væri ekki eins mikil.“ Spilað með nefndarstörfin Björn Leví segir að nú finnist honum stundum eins og hann sé kominn aftur á skólabekk þar sem fólk er misvel undirbúið. Eins og nemendur hafi ekki lesið efnið. Athuganir Björns Levís hafa leitt hann til vitundar um að ýmsilegt mætti betur fara þegar þingstörfin eru annars vegar. Hann segir að stundum séu mál tafin viljandi í nefndum, og ekki alltaf eru ástæðurnar frómar.visir/vilhelm „En ástæðan er ekki af því að fólk hefur ekki lesið fundargögn heldur af því að nefndarmenn fá oft ekki fundargögn fyrr en á fundinum sjálfum. Það gerir það að verkum að það er miklu minna skjalfest. Nánari spurningar til gesta eru einungis skjalfestar í minnispunktum nefndarmanna. Þær umsagnir eru ekki öllum aðgengilegar.“ Björn Leví bætir því við að oft sé það þannig að um er að ræða allskonar viðburði sem snerta nefndarstörf. Fundir sem fjalla um stöðu innviða eða hvað það nú er. „Stjórnarmeirihlutinn hefur yfirleitt meira svigrúm til þess að mæta á slíka fundi, vegna þess að þau eru með fleiri fulltrúa. Það þýðir vissulega lægri mætingarprósentu en það þýðir líka að þau ná á mæta á báða atburði (nefndarfund og viðburðinn) á meðan stjórnaandstaðan getur það ekki. Stundum finnst mér eins og það sé vísvitandi verið að halda þingmönnum uppteknum á óskilvirkum nefndarfundum til þess að þau geti ekki sinnt starfinu í stærra samhengi. Skussar og betri nemendur Já, með öllum þessum varnöglum sem hér hafa verði slegnir: Hver er að falla á mætingu og hver er stendur sig best? „Það er mjög erfitt að segja. Fólk leggur mismunandi markmið í nefndarstarfið. Þeir sem eru með gott mætingarhlutfall er fólk sem er með áheyrn (sem telst aukalega) og nefndarformenn því fundur byrjar ekki fyrr en þau mæta og setja fund. Ég myndi segja að þau sem mæta á flesta fundi séu að standa sig best og þau sem mæta á fæsta fundi og til viðbótar eru með slæma mætingu og mæta seint séu að standa sig verst.“ Þannig liggur ekki fyrir að nokkur þingmaður sé fallinn á mætingu þó hann hafi fengið S í kladdann býsna oft. Alþingi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur fylgst grannt með mætingum þingmanna í nefndarstörf sem þeim ber að sinna, skráð þær skilmerkilega og fært inn í sérstakt forrit sem greinir þær upplýsingar. Hann telur einsýnt að endurskipuleggja þurfi nefndarstörf Alþingis. Einn sendur inn í lok fundar til að greiða atkvæði Samkvæmt því sem fram kemur í nýjustu gögnum Björns Levís, sem taka til síðasta löggjafarþings, hefur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verið seinn á nefndarfundi í sem nemur samtals 14 klukkustundir á síðasta þingi. Telst hann þá mesti skussinn í bekknum? „Prósent mætingar skiptir líka máli. Að mæta ekki á fund er ekki talið inn í fjölda mínútna sem þú mætir seint á fund. Björn Leví hefur smíðað sérstakt forrit sem heldur utan um mæltingu þingmanna á nefndarfundi. Þeir eru ýmsir í þingmannaliðinu sem kunna honum litlar þakkir fyrir það.visir/vilhelm Bergþór Ólason er til dæmis með lægstu mætingarprósentuna. Svo Brynjar Níelsson. Á 150. þingi. Ásmundur mætir seint, en mætir þó,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. En 14 klukkustundir eru talsvert? „Já, en þó ekkert miðað við Ásmund Einar Daðason eða Vilhjálm Árnason á fyrri þingum.“ Já? „Á 144. þingi þá var Ásmundur Einar 33 klukkustundum og 22 mín of seinn á fundi samtals. Og bara með tæplega 69% mætingu í ofanálag. Á 145. þingi var Vilhjálmur Árnason með rúman sólarhring of seinn. Hluti ástæðunnar fyrir því að sumir mæta svona seint er í raun sú að sumir flokkar sleppa því að senda alla nefndarmenn á nefndarfund og senda kannski einn inn í lok fundar til þess að greiða atkvæði um að taka mál út eða eitthvað. En það gildir einu, þau fá þá seint í staðinn fyrir skróp.“ Nákvæm útekt á mætingu á nefndarfundi Hér er greinilega þörf á því, áður en lengra er haldið, að slá nauðsynlega varnagla. Hvað er þetta sem gögn þín sýna nákvæmlega? „Þarna eru fjórar tölur. Fyrst „vænt mæting“. Það er fjöldi nefndarfunda sem viðkomandi þingmaður ætti að mæta á. Viðkomandi þingmaður er aðalmaður í nefnd og er skylt að mæta á nefndarfund. Þannig að þegar ég skoða fundargerð nefndar þá tel ég fundinn sem „væntan fund“ fyrir alla nefndarmenn sem eru aðalmenn í nefndinni nema þeir séu í einhverju fríi (með varaþingmann),“ segir Björn Leví. Topp tíu listinn yfir þá sem fengu oftast S í kladdann sem Björn Leví heldur utan um. Eftir að þingmenn urðu þess áskynja að Björn væri að fylgjast með fóru þeir að mæta betur. Það hafa starfsmenn þingsins tjáð Birni. Ásmundur er í toppsætinu en Sigmundur í 10. sæti. Hann útskýrir þá að næsta tala segir til um „fjölda mætinga“ en í hvert sinn sem þingmaður birtist í fundargerð, þá telst það sem „mæting“ á fund fyrir þingmann. Ef varamaður mætir á fundinn fyrir hann, þá telur það fyrir aðalmanninn. Enda ber hann ábyrgð á því nefndarsæti. „Prósent mæting er hlutfall milli væntrar mætingar og fjölda mætinga, augljóslega,“ segir Björn Leví en blaðamaður Vísis bað hann um að útskýra þetta fyrir sér eins og hann væri að tala við fimm ára gamalt barn. „Stundum fer prósent mætingar yfir 100 prósent. Það er vegna áheyrnarfulltrúa sem mæta á aukafundi sem þeir eru ekki aðalmenn í og mæta þannig á miklu fleiri fundi en þau eiga að mæta á.“ Þessir þingmenn eru neðstir á lista yfir þá sem mæta seint. En það segir þó ekki nema hálfa söguna. Þar er skrópið ekki tekið inn í myndina né heldur hversu miklum skyldum þingmenn hafa að gegna í þeim efnum. Að lokum er „seint“. En þá skoðar Björn hvenær fundur byrjar og hvenær hver nefndarmaður mætir. „Svo summa ég upp hversu seint hver þingmaður hefur mætt á alla nefndarfundi yfir allt þingið. Þá væri hægt að sjá seint/fjölda mætinga til þess að sjá hversu seint hann mætir að meðaltali, sem dæmi.“ Ósanngirni Moggans rak hann til að halda kladda Björn Leví hefur lengi fylgst með þessum mætingum á nefndafundi eða allt frá kjörtímabilinu 2013 til 2016. Ástæðan var sú, að sögn þingmannsins, að Morgunblaðið hafði þá birt samantekt um mætinguna og gert það á afar ósanngjörnum forsendum að mati Björns Levís. Þar var því slegið fram að þingmenn Pírata væru oftast seinir. „Þar var ekki tekið tillit til þess að þau voru að mæta á aðra fundi á saman tíma. Sem var mjög ósanngjarnt að sleppa. Ég tók í kjölfarið saman sömu tölur á eins sanngjörnum forsendum og ég taldi að væri hægt. Þetta er afurð þeirrar vinnu.“ Björn Leví segir að niðurstöður rannsókna sinna á mætingu þingmanna á nefndarfundi gefi það ótvírætt til kynna að nefndarstörf þingsins, sem Björn Leví segir afar mikilvæg, þurfi að endurskipuleggja.visir/vilhelm Og Björn Leví gerði gott betur en það, hann gerði sérstakt forrit sem heldur utan um gögnin og og uppfæra þau. Fyrsta greinin sem hann skrifaði þar sem hann lagði út af þessum gögnum og samantekt þeirra er svo þessi hér. Ýmsir þingmenn ósáttir við framtak Björns Oft þegar þingmenn eru vændir um hyskni, að þingstörfin miði við forna tíð þegar bændur þyrftu að vera við sauðburð að vori og réttir að hausti, og við það miðuðust þingstörfin tefla þingmenn því gjarnan fram að vinnan sé ekki bara sú sem almenningur sér þegar sent er út frá sölum alþingis. Nefndarstörfin séu hin mikla dulda vinna sem þingmenn inna af hendi, utan kastjóss fjölmiðla. „Nefndarstörfin eru tvímælalaust hið dulda álag. En þau eru líka rosalega óskilvirk. Að einhverju leyti er það viljandi. Bæði til þess að reyna að vinna mál vel og líka til þess að tefja. Sumir tefja af pólitískum ástæðum, aðrir tefja af íhaldsfræðilegum ástæðum.“ Þú segir að þingmenn hafi farið að mæta betur eftir að þú fórst að fylgjast sérstaklega með mætingunni. En segðu mér ... hvað finnst þingmönnum almennt um það að þú sért með rafrænan kladda? Og gefir þeim einskonar einkunn? „Það er mjög mismunandi. Ég hef fengið háværar glósur um það Þetta eru samt opinber gögn, aðgengileg öllum í fundargerðum nefnda. Hver sem er getur tekið þetta saman.“ Nauðsynlegt að endurskipuleggja nefndarstörfin Björn Leví gefur ekkert fyrir þá spurningu hvort glósumeistari bekkjarins sé eineltispúkinn Brynjar Níelsson. Heldur segir það skiljanlegt að alþingismenn hafi sitthvað við þetta að athuga. Björn Leví í pontu. Hann hefur mátt þola ýmsar glósur fyrir að hafa haft vakandi auga með mætingunni, svo sem að kalla eftir ýmsum upplýsingum. En hann lætur það ekki trufla sig frá því að garfa í innviðum Alþingis.visir/Vilhelm „Glósurnar eru skiljanlegar frá ákveðnu sjónarhorni. Mætingarprósenta og hversu seint fólk mætir segir ekki alla söguna. Þetta sýnir að vissu leyti hversu erfitt það er að púsla saman að koma krakka á leikskóla og mæta tímanlega á nefndarfund, sem dæmi. Fólk deilir líka vinnuálagi, sérstaklega flokkar sem eru með fleiri en einn þingmann í nefnd. Sem hefur áhrif á mætingu. En finnst þér þetta þá sýna að það þurfi að endurskipuleggja nefndarstörf þingsins? „Já. Nefndarstörfin snúast mjög mikið um að aðilar sem senda inn skriflegar umsagnir koma og segja nákvæmlega það sem var sagt í skriflegu umsögninni. Það væri hægt að spara mikinn fundartíma með því að nefndir myndu senda ítrekaðar spurningar um einstök atriði umsagna í staðinn fyrir að nota fundartíma í heimsóknir gesta. Það þýðir ekki að það eigi að hætta gestakomum, alls ekki. En það væri hægt að gera þær markvissari og skilvirkari. Það þýðir að þörfin fyrir langa fundi yrði minni og mætingin væri mikilvægari af því að „endurtekningin“ væri ekki eins mikil.“ Spilað með nefndarstörfin Björn Leví segir að nú finnist honum stundum eins og hann sé kominn aftur á skólabekk þar sem fólk er misvel undirbúið. Eins og nemendur hafi ekki lesið efnið. Athuganir Björns Levís hafa leitt hann til vitundar um að ýmsilegt mætti betur fara þegar þingstörfin eru annars vegar. Hann segir að stundum séu mál tafin viljandi í nefndum, og ekki alltaf eru ástæðurnar frómar.visir/vilhelm „En ástæðan er ekki af því að fólk hefur ekki lesið fundargögn heldur af því að nefndarmenn fá oft ekki fundargögn fyrr en á fundinum sjálfum. Það gerir það að verkum að það er miklu minna skjalfest. Nánari spurningar til gesta eru einungis skjalfestar í minnispunktum nefndarmanna. Þær umsagnir eru ekki öllum aðgengilegar.“ Björn Leví bætir því við að oft sé það þannig að um er að ræða allskonar viðburði sem snerta nefndarstörf. Fundir sem fjalla um stöðu innviða eða hvað það nú er. „Stjórnarmeirihlutinn hefur yfirleitt meira svigrúm til þess að mæta á slíka fundi, vegna þess að þau eru með fleiri fulltrúa. Það þýðir vissulega lægri mætingarprósentu en það þýðir líka að þau ná á mæta á báða atburði (nefndarfund og viðburðinn) á meðan stjórnaandstaðan getur það ekki. Stundum finnst mér eins og það sé vísvitandi verið að halda þingmönnum uppteknum á óskilvirkum nefndarfundum til þess að þau geti ekki sinnt starfinu í stærra samhengi. Skussar og betri nemendur Já, með öllum þessum varnöglum sem hér hafa verði slegnir: Hver er að falla á mætingu og hver er stendur sig best? „Það er mjög erfitt að segja. Fólk leggur mismunandi markmið í nefndarstarfið. Þeir sem eru með gott mætingarhlutfall er fólk sem er með áheyrn (sem telst aukalega) og nefndarformenn því fundur byrjar ekki fyrr en þau mæta og setja fund. Ég myndi segja að þau sem mæta á flesta fundi séu að standa sig best og þau sem mæta á fæsta fundi og til viðbótar eru með slæma mætingu og mæta seint séu að standa sig verst.“ Þannig liggur ekki fyrir að nokkur þingmaður sé fallinn á mætingu þó hann hafi fengið S í kladdann býsna oft.
Alþingi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira