Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2020 12:39 Til vinstri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Til hægri er Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Vísir Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að uppsögn tollasamninga myndi færa matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fjallaði um landbúnað í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tekur hann tollasamninga ESB sérstaklega fyrir og segir það sína skoðun og til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þessum ESB tollasamningi upp. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með þessu virðist ráðherrann ætla að snúa klukkunni til baka um nokkra áratugi hvað varðar viðskiptafrelsi og samkeppni á matvörumarkaði. Minnir á að Sigurður Ingi gerði tollasamninginn „Það er líka mjög merkilegt að maðurinn sem gerði sjálfur tollasamninginn við Evrópusambandið og lét hafa eftir sér að það væri mikið hagsmunamál bæði fyrir íslenska neytendur og íslenskan landbúnað, að hann sé búinn að snúa blaðinu rækilega við og sé farinn að reyna að yfirbjóða Miðflokkinn í afturhaldi og verndarstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen. Slæmar fréttir fyrir neytendur Verði tollasamningnum sagt upp geti Íslendingar kvatt gott úrval af evrópskum vörum á hagstæðu verði. „Það gríðarlega mikla úrval af t.d. evrópskum ostum sem við höfum séð í búðum undanfarin ár á hagstæðu verði. Það væntanlega hverfur eða verður að minnsta kosti miklu dýrara og fólk hefur síður efni á að kaupa þær vörur.“ Þá segir hann að innflutt kjöt sem hefur verið fáanlegt í búðum á hagstæðu verði, hverfi. „Væntanlega hækkar líka um leið verð á innlendu framleiðslunni af því það er bara viðurkennt hagfræðilögmál að þegar tekið er fyrir erlenda samkeppni með verndarstefnu þá geta innlendir framleiðendur óáreittir hækka verðið og það virðist vera það sem fyrir ráðherranum vakir,“ sagði Ólafur. Þá segist hann ekki vera viss um að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir þessar hugmyndir. „Ég á alveg eftir að sjá að samkeppnisyfirvöld taki vel í þessar hugmyndir og ég á líka eftir að sjá að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, að minnsta kosti þeir sem tala um samkeppni og viðskiptafrelsi taki vel í þetta,“ sagði Ólafur. „Þetta eru eldgamlar hugmyndir sem myndu færa viðskiptaumhveri í kringum matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann.“ „Íslenskt best í heimi?“ „Salmonellusýkingar hér á landi eru mun fleiri en t.d. í Danmörku þar sem lang mest af innflutnum kjúklingi kemur. Menn geta ekki lengur leyft sér að segja að allt sem íslenskt er sé svo ofsalega gott en allt sem útlenskt er sé svo vont. Þetta er áratuga gamall málflutningur sem ég held að allir hljóti að sjá í gegnum og gengur þvert á almannahagsmuni,“ sagði Ólafur. Þá þurfi að muna að stutt er í kosningar. „Það er alveg augljóst að Framsóknarflokkurinn er þarna að reyna að krækja í eitthvað af fylgi Miðflokksins. Ég get ekki séð annan tilgang með þessu útspili,“ sagði Ólafur. Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að uppsögn tollasamninga myndi færa matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fjallaði um landbúnað í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tekur hann tollasamninga ESB sérstaklega fyrir og segir það sína skoðun og til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þessum ESB tollasamningi upp. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með þessu virðist ráðherrann ætla að snúa klukkunni til baka um nokkra áratugi hvað varðar viðskiptafrelsi og samkeppni á matvörumarkaði. Minnir á að Sigurður Ingi gerði tollasamninginn „Það er líka mjög merkilegt að maðurinn sem gerði sjálfur tollasamninginn við Evrópusambandið og lét hafa eftir sér að það væri mikið hagsmunamál bæði fyrir íslenska neytendur og íslenskan landbúnað, að hann sé búinn að snúa blaðinu rækilega við og sé farinn að reyna að yfirbjóða Miðflokkinn í afturhaldi og verndarstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen. Slæmar fréttir fyrir neytendur Verði tollasamningnum sagt upp geti Íslendingar kvatt gott úrval af evrópskum vörum á hagstæðu verði. „Það gríðarlega mikla úrval af t.d. evrópskum ostum sem við höfum séð í búðum undanfarin ár á hagstæðu verði. Það væntanlega hverfur eða verður að minnsta kosti miklu dýrara og fólk hefur síður efni á að kaupa þær vörur.“ Þá segir hann að innflutt kjöt sem hefur verið fáanlegt í búðum á hagstæðu verði, hverfi. „Væntanlega hækkar líka um leið verð á innlendu framleiðslunni af því það er bara viðurkennt hagfræðilögmál að þegar tekið er fyrir erlenda samkeppni með verndarstefnu þá geta innlendir framleiðendur óáreittir hækka verðið og það virðist vera það sem fyrir ráðherranum vakir,“ sagði Ólafur. Þá segist hann ekki vera viss um að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir þessar hugmyndir. „Ég á alveg eftir að sjá að samkeppnisyfirvöld taki vel í þessar hugmyndir og ég á líka eftir að sjá að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, að minnsta kosti þeir sem tala um samkeppni og viðskiptafrelsi taki vel í þetta,“ sagði Ólafur. „Þetta eru eldgamlar hugmyndir sem myndu færa viðskiptaumhveri í kringum matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann.“ „Íslenskt best í heimi?“ „Salmonellusýkingar hér á landi eru mun fleiri en t.d. í Danmörku þar sem lang mest af innflutnum kjúklingi kemur. Menn geta ekki lengur leyft sér að segja að allt sem íslenskt er sé svo ofsalega gott en allt sem útlenskt er sé svo vont. Þetta er áratuga gamall málflutningur sem ég held að allir hljóti að sjá í gegnum og gengur þvert á almannahagsmuni,“ sagði Ólafur. Þá þurfi að muna að stutt er í kosningar. „Það er alveg augljóst að Framsóknarflokkurinn er þarna að reyna að krækja í eitthvað af fylgi Miðflokksins. Ég get ekki séð annan tilgang með þessu útspili,“ sagði Ólafur.
Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira