Neyðarástand í Kirgistan og fyrrverandi forsetinn handtekinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 16:52 Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, heilsar stuðningsmönnum sínum eftir að hann var leystur úr haldi. Hann hefur nú aftur verið handtekinn. AP Photo/Vladimir Voronin Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, hefur verið handtekinn af öryggissveitum landsins. Mikil ólga hefur verið í landinu undanfarna daga vegna umdeildra þingkosninga sem fóru þar fram síðastliðinn sunnudag. Atambayev slapp úr fangelsi með hjálp stuðningsmanna sinna fyrir aðeins nokkrum dögum síðan en hefur nú verið handtekinn á ný. Stuðningsmenn hans hafa harðlega gagnrýnt niðurstöður þingkosninganna sem fóru fram síðastliðinn sunnudag og hefur stjórnálaástandi í landinu verið lýst sem neyðarástandi. Kirgiska þingið skipaði í dag, laugardag, þjóðernissinnaða stjórnálamanninn Sadyr Zhaparov sem nýjan forsætiráðherra landsins eftir að forveri hans sagði af sér. Zhaparov er meðal nokkurra nafntogaðra stjórnmálamanna sem var sleppt úr haldi í vikunni í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Hann sat í fangelsi fyrir að hafa frelsissvipt opinberan starfsmann árið 2013. Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu í Kirgistan.AP Photo/Vladimir Voronin Mótmæli hófust í landinu eftir að mótmælendur flykktust út á götur í Bishkek, höfuðborg landsins, og brutust inn í opinberar byggingar á þriðjudag. Mótmælendur krefjast þess að Sooronbay Jeenbekov, forseti landsins sem er stuðningsmaður Rússa, segi af sér. Jeenbekov hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og lögum og reglum er framfylgt. Þangað til, hefur forsetinn lýsti yfir neyðarástandi og er það rakið til þess að átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu á föstudag. Meira en 1.200 hafa særst í mótmælunum og minnst einn látist. Kirgiskur hermaður við eftirlitsstöð utan við Bishkek, höfuðborg landsins.AP Photo/Vladimir Voronin Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Útgöngubanni hefur einnig verið komið á og eru takmarkanir í gildi á því hverjir mega ferðast til og frá höfuðborginni. Þá hefur forsetinn rekið ýmsa hátt setta menn innan hersins sem annað hvort eru stuðningsmenn andstæðinga hans eða brugðust ekki við þegar stjórnarandstaðan tilkynnti á þriðjudag að hún hygðist ræna völdum. Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Kirgistan Tengdar fréttir Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06 Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, hefur verið handtekinn af öryggissveitum landsins. Mikil ólga hefur verið í landinu undanfarna daga vegna umdeildra þingkosninga sem fóru þar fram síðastliðinn sunnudag. Atambayev slapp úr fangelsi með hjálp stuðningsmanna sinna fyrir aðeins nokkrum dögum síðan en hefur nú verið handtekinn á ný. Stuðningsmenn hans hafa harðlega gagnrýnt niðurstöður þingkosninganna sem fóru fram síðastliðinn sunnudag og hefur stjórnálaástandi í landinu verið lýst sem neyðarástandi. Kirgiska þingið skipaði í dag, laugardag, þjóðernissinnaða stjórnálamanninn Sadyr Zhaparov sem nýjan forsætiráðherra landsins eftir að forveri hans sagði af sér. Zhaparov er meðal nokkurra nafntogaðra stjórnmálamanna sem var sleppt úr haldi í vikunni í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Hann sat í fangelsi fyrir að hafa frelsissvipt opinberan starfsmann árið 2013. Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu í Kirgistan.AP Photo/Vladimir Voronin Mótmæli hófust í landinu eftir að mótmælendur flykktust út á götur í Bishkek, höfuðborg landsins, og brutust inn í opinberar byggingar á þriðjudag. Mótmælendur krefjast þess að Sooronbay Jeenbekov, forseti landsins sem er stuðningsmaður Rússa, segi af sér. Jeenbekov hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og lögum og reglum er framfylgt. Þangað til, hefur forsetinn lýsti yfir neyðarástandi og er það rakið til þess að átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu á föstudag. Meira en 1.200 hafa særst í mótmælunum og minnst einn látist. Kirgiskur hermaður við eftirlitsstöð utan við Bishkek, höfuðborg landsins.AP Photo/Vladimir Voronin Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Útgöngubanni hefur einnig verið komið á og eru takmarkanir í gildi á því hverjir mega ferðast til og frá höfuðborginni. Þá hefur forsetinn rekið ýmsa hátt setta menn innan hersins sem annað hvort eru stuðningsmenn andstæðinga hans eða brugðust ekki við þegar stjórnarandstaðan tilkynnti á þriðjudag að hún hygðist ræna völdum. Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina.
Kirgistan Tengdar fréttir Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06 Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06
Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29