Enski boltinn

Özil hafnaði gylliboðum frá Sádi-Arabíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Neitar að yfirgefa Arsenal
Neitar að yfirgefa Arsenal vísir/getty

Þýski miðjumaðurinn Mesut Özil á enga framtíð hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal en hann hefur ekki hug á að yfirgefa félagið þrátt fyrir það.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að tvö lið í Sádi-Arabíu hafi spurst fyrir um Özil og hafi félögin verið tilbúin með mjög háar fjárhæðir í samningaviðræður við Özil.

Özil var þó fljótur að hafna þeim viðræðum af pólitískum ástæðum en Özil er hálfur Tyrki og er mjög annt um Tyrkland þó hann hafi valið að leika fyrir þýska landsliðið. Sambandið á milli Tyrklands og Sádi-Arabíu þykir stirrt um þessar mundir.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sig ekki hafa nein not fyrir Özil í leikmannahópi sínum og var hann til að mynda ekki í Evrópudeildarhópi Arsenal sem telur 25 leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×