Berjast fyrir hjólhýsunum sínum á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson og skrifa 10. október 2020 22:11 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, sem er Félag hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Vísir/Magnús Hlynur Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni verði lokað en þar hefur verið hjólhýsahverfi í að verða 50 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er öryggi fólk, sem er sagt verulega ábótavant, ekki síst ef eldur kemur upp í gróðri en mjög mikill gróður er á svæðinu. Hjólhýsaeigendur eru ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar og vilja leggja sitt af mörkum svo svæðið geti verið áfram opið. „Fólk er svona að ná áttum, við erum að reyna að vinna í þessum málum saman og það er mikill samhugur hjá fólki, samstaðan er 100%,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, Félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Hrafnhildur segir að hjólhýsaeigendur geri sér vel grein fyrir hættunni á bruna vegna alls gróðursins á svæðinu. Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum.Vísir/Vilhelm „Ég vil samt koma því fram að síðustu tvö ár og sérstaklega í sumar hefur orðið mikil vakning og fólk er búið að grisja meira en nokkurn tímann, það eru heilu vörubílafarmarnir farnir af svæðinu og stendur nú til að halda því áfram.“ Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ekki verði hjá því komist að loka svæðinu og fara í burtu með öll hjólhýsi og palla af svæðinu eigi síðar en um áramótin 2022. „Já, það kemur mjög skýrt í þessum ábendingum, sem við fengum og athugasemdum að þetta er algjörlega óviðunandi ástand og í rauninni hætta fyrir fólk, sem dvelur þarna, þannig að það er ekki hægt annað að gera en að loka,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri og bætir við. „Það er allavega alveg ljóst og bara mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það verður engin starfsemi þarna af hálfu sveitarfélagsins nema það sem getur uppfyllt öll lög, allar reglur og alla staðla og viðmiðanir. Auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, sem hafa komið sér gríðarlega vel fyrir þarna og svo eru auðvitað ýmis þjónustufyrirtæki á Laugarvatni, sem hafa haft tekjur af því að þjóna þennan hóp þannig að þetta var alls ekki einföld ákvörðun,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni verði lokað en þar hefur verið hjólhýsahverfi í að verða 50 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er öryggi fólk, sem er sagt verulega ábótavant, ekki síst ef eldur kemur upp í gróðri en mjög mikill gróður er á svæðinu. Hjólhýsaeigendur eru ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar og vilja leggja sitt af mörkum svo svæðið geti verið áfram opið. „Fólk er svona að ná áttum, við erum að reyna að vinna í þessum málum saman og það er mikill samhugur hjá fólki, samstaðan er 100%,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, Félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Hrafnhildur segir að hjólhýsaeigendur geri sér vel grein fyrir hættunni á bruna vegna alls gróðursins á svæðinu. Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum.Vísir/Vilhelm „Ég vil samt koma því fram að síðustu tvö ár og sérstaklega í sumar hefur orðið mikil vakning og fólk er búið að grisja meira en nokkurn tímann, það eru heilu vörubílafarmarnir farnir af svæðinu og stendur nú til að halda því áfram.“ Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ekki verði hjá því komist að loka svæðinu og fara í burtu með öll hjólhýsi og palla af svæðinu eigi síðar en um áramótin 2022. „Já, það kemur mjög skýrt í þessum ábendingum, sem við fengum og athugasemdum að þetta er algjörlega óviðunandi ástand og í rauninni hætta fyrir fólk, sem dvelur þarna, þannig að það er ekki hægt annað að gera en að loka,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri og bætir við. „Það er allavega alveg ljóst og bara mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það verður engin starfsemi þarna af hálfu sveitarfélagsins nema það sem getur uppfyllt öll lög, allar reglur og alla staðla og viðmiðanir. Auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, sem hafa komið sér gríðarlega vel fyrir þarna og svo eru auðvitað ýmis þjónustufyrirtæki á Laugarvatni, sem hafa haft tekjur af því að þjóna þennan hóp þannig að þetta var alls ekki einföld ákvörðun,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04