Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Andrea Jónsdóttir rokkfræðingur verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Samfylkingin kynnti áætlun um aðgerðir í vikunni sem leið en Andrea mætir til að ræða samfélagsleg áhrif John Lennon í gegnum áratugina en hann hefði orðið áttræður síðast liðinn föstudag.

Aðgerðir sem Samfylkingin boðar eru hugsaðar sem viðbót við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt til að bregðast við afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Flokkurinn segir nauðsynlegt að fjölga störfum á almenna markaðnum og hjá hinu opinbera og ríkið geti stuðlað að því að svo verði. Þá verður leitað viðbragða Loga við ummælum dómsmálaráðherra og afmörkuð svæði fyrir hælisleitendur og landbúnaðarráðherra um lífstíl sauðfjárbænda.

Fáir Íslendingar þekkja sögu rokksins betur en Andrea Jónsdóttir sem hefur skrifað og þeytt plötum í áratugi. Hún var unglingur þegar Bítlarnir byrjuðu og þekkir því áhrif þeirra og síðar John Lennon á heimsmenninguna og umræðuna. Andrea verður í síðari hluta Víglínunnar í dag.
Víglínan hefst fyrr en venjulega vegna útsendingar frá landsleik og hefst klukkan 17:20 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.