Koeman: Suarez hefði getað valið að vera áfram Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. október 2020 07:01 Luis Suarez. vísir/Getty Ronald Koeman, stjóri Barcelona, tekur fyrir að hann hafi neytt Luis Suarez til að yfirgefa félagið í sumar en úrugvæski markahrókurinn gekk í raðir Atletico Madrid eftir að hafa verið tjáð að hann væri ekki í framtíðaráformum Barcelona. „Ég gerði Suarez það ljóst að það hefði verið mjög erfitt fyrir hann að fá að spila en það voru engin vandamál í okkar samskiptum,“ segir Koeman sem tók við stjórnartaumunum hjá Barcelona og eitt af hans fyrstu verkum var að ræða við Suarez. „Hann æfði eðlilega og æfði vel. Hann ákvað að lokum að fara en ég sagði við hann: Ef þú ferð ekki þá verður þú einn af hópnum og þá getur þú sannað að ég hafði rangt fyrir mér. Hann hefði getað verið hér áfram,“ segir Koeman. „Mér líkar við Suarez en félaginu fannst kominn tími á endurnýjun og það sést á liðinu. Ansu Fati er að spila, hann er 17 ára gamall. Við erum með Pedri, 17 ára og hann mun fá tækifæri. Ronald Araujo er í sömu stöðu, 21 árs. Trincao er 20 ára og mun líka fá tækifæri. Við keyptum Sergino Dest sem er 19 ára. Þetta eru allt leikmenn framtíðarinnar,“ segir Koeman. Aðalstjarna Barcelona, Lionel Messi, fór ekki leynt með skoðun sína á ákvörðun félagsins vegna Suarez en þeim var vel til vina og skilur Koeman vel að Messi hafi verið ósáttur með framgöngu Barcelona. „Þegar þú hefur deilt klefa með einhverjum og fjölskyldur ykkar tengjast vinaböndum þá eru þessi viðbrögð eðlileg. Ég sagði við Messi að ég skildi það að hann væri vonsvikinn og það væri synd að Suarez væri að fara en þetta er ákvörðun félagsins,“ segir Koeman. Suarez var fljótur að stimpla sig inn hjá Atletico en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið. Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira
Ronald Koeman, stjóri Barcelona, tekur fyrir að hann hafi neytt Luis Suarez til að yfirgefa félagið í sumar en úrugvæski markahrókurinn gekk í raðir Atletico Madrid eftir að hafa verið tjáð að hann væri ekki í framtíðaráformum Barcelona. „Ég gerði Suarez það ljóst að það hefði verið mjög erfitt fyrir hann að fá að spila en það voru engin vandamál í okkar samskiptum,“ segir Koeman sem tók við stjórnartaumunum hjá Barcelona og eitt af hans fyrstu verkum var að ræða við Suarez. „Hann æfði eðlilega og æfði vel. Hann ákvað að lokum að fara en ég sagði við hann: Ef þú ferð ekki þá verður þú einn af hópnum og þá getur þú sannað að ég hafði rangt fyrir mér. Hann hefði getað verið hér áfram,“ segir Koeman. „Mér líkar við Suarez en félaginu fannst kominn tími á endurnýjun og það sést á liðinu. Ansu Fati er að spila, hann er 17 ára gamall. Við erum með Pedri, 17 ára og hann mun fá tækifæri. Ronald Araujo er í sömu stöðu, 21 árs. Trincao er 20 ára og mun líka fá tækifæri. Við keyptum Sergino Dest sem er 19 ára. Þetta eru allt leikmenn framtíðarinnar,“ segir Koeman. Aðalstjarna Barcelona, Lionel Messi, fór ekki leynt með skoðun sína á ákvörðun félagsins vegna Suarez en þeim var vel til vina og skilur Koeman vel að Messi hafi verið ósáttur með framgöngu Barcelona. „Þegar þú hefur deilt klefa með einhverjum og fjölskyldur ykkar tengjast vinaböndum þá eru þessi viðbrögð eðlileg. Ég sagði við Messi að ég skildi það að hann væri vonsvikinn og það væri synd að Suarez væri að fara en þetta er ákvörðun félagsins,“ segir Koeman. Suarez var fljótur að stimpla sig inn hjá Atletico en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið.
Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira