Golf

Kim langbest á lokahringnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sátt með verðlaunagripinn.
Sátt með verðlaunagripinn. vísir/Getty

KPMG Women's PGA Championship, þriðja risamót ársins í kvennaflokki lauk í dag en það fór fram á Aronimink Golf Club í Pennsylvaníu um helgina.

Hin suður-kóreska Sei Young Kim vann að lokum afar sannfærandi sigur eftir að töluvert jafnræði hafði verið á meðal efstu kvenna fyrstu þrjá hringina.

Kim var með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn en hún fór algjörlega á kostum í dag og spilaði lokahringinn á sjö höggum undir pari. Lék því mótið á samtals fjórtán höggum undir pari.

Inbee Park, einnig frá Suður-Kóreu, hafnaði í 2.sæti á samtals 9 höggum undir pari.

Kim, sem er 27 ára gömul, var að vinna sitt fyrsta risamót á ferli sínum og fær í sinn hlut 645 þúsund dollara, jafnvirði tæplega 90 milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×