Spilaði varla hjá Lakers en var kominn úr að ofan áður en leikurinn kláraðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 16:31 LeBron James faðmar liðsfélaga sína í leikslok og þarna má sjá J.R. Smith beran að ofan. AP/Mark J. Terrill J.R. Smith spilaði bara í örfáar mínútur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í ár en var kominn úr að áður en leiktíminn rann út þegar NBA titilinn var í höfn hjá Lakers í nótt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skyrtuleysi J.R. Smith kemst í fréttirnar. Það er óhætt að segja að J.R. Smith hafi verið talsvert meira áberandi í fagnaðarlátum NBA-meistara Los Angeles Lakers en í leikjunum sjálfum. J.R. Smith kom til Los Angeles Lakers í júlí eða þegar venjulegt tímabil ætti að vera búið. Það var hins vegar nóg eftir af því að tímabilið frestaðist vegna kórónuveirunnar. J.R Smith teaching his teammates Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 11. október 2020 Í gær lauk NBA-tímabilinu með sigri Los Angeles liðsins og J.R. Smith og félagar eru því NBA-meistarar 2020. Hlutverk J.R. Smith í liðinu var hins vegar ekki mikið. Hann spilaði sem dæmi bara í níu mínútur samanlagt í úrslitaeinvíginu og kom ekkert við sögu í síðustu tveimur leikjunum. Eina karfan hans var þriggja stiga karfa í leik þrjú. J.R. Smith er samt NBA-meistari þökk sé góðum leik liðsfélaga sinna og hann var þarna að vinna sinn annan NBA titil með LeBron James. Þegar hann vann þann fyrri sumarið 2016 þá vöktu fagnaðarlæti hans mikla athygli enda leit út fyrir að hann hafi verið ber að ofan í heila viku. Meira að segja Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bað Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers liðsins, að segja J.R. Smith að fara í bol. Game isn t even over yet and JR Smith is shirtless pic.twitter.com/AcTcq7u6Hj— Dime (@DimeUPROXX) October 12, 2020 Það þótti því mörgum fyndið að sjá J.R. Smith vera kominn úr að ofan um leið og leikurinn var flautaður af í gær og hann var orðinn NBA-meistari á ný. Það voru reyndar ennþá eftir fimmtán sekúndur af leiknum þegar J.R. Smith fór úr bolnum sínum. J.R. Smith stalst líka til að snerta Larry O’Brien bikarinn fyrstur allra en hann var ekki afhentur með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna heldur þurftu leikmenn Lakers að sækja hann á borð. J.R. Smith stóðst ekki freistinguna og tók hann fyrstur. JR SMITH IS ALREADY SHIRTLESS #NBAFinals pic.twitter.com/Ad47wRz0us— ESPN (@espn) October 12, 2020 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
J.R. Smith spilaði bara í örfáar mínútur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í ár en var kominn úr að áður en leiktíminn rann út þegar NBA titilinn var í höfn hjá Lakers í nótt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skyrtuleysi J.R. Smith kemst í fréttirnar. Það er óhætt að segja að J.R. Smith hafi verið talsvert meira áberandi í fagnaðarlátum NBA-meistara Los Angeles Lakers en í leikjunum sjálfum. J.R. Smith kom til Los Angeles Lakers í júlí eða þegar venjulegt tímabil ætti að vera búið. Það var hins vegar nóg eftir af því að tímabilið frestaðist vegna kórónuveirunnar. J.R Smith teaching his teammates Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 11. október 2020 Í gær lauk NBA-tímabilinu með sigri Los Angeles liðsins og J.R. Smith og félagar eru því NBA-meistarar 2020. Hlutverk J.R. Smith í liðinu var hins vegar ekki mikið. Hann spilaði sem dæmi bara í níu mínútur samanlagt í úrslitaeinvíginu og kom ekkert við sögu í síðustu tveimur leikjunum. Eina karfan hans var þriggja stiga karfa í leik þrjú. J.R. Smith er samt NBA-meistari þökk sé góðum leik liðsfélaga sinna og hann var þarna að vinna sinn annan NBA titil með LeBron James. Þegar hann vann þann fyrri sumarið 2016 þá vöktu fagnaðarlæti hans mikla athygli enda leit út fyrir að hann hafi verið ber að ofan í heila viku. Meira að segja Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bað Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers liðsins, að segja J.R. Smith að fara í bol. Game isn t even over yet and JR Smith is shirtless pic.twitter.com/AcTcq7u6Hj— Dime (@DimeUPROXX) October 12, 2020 Það þótti því mörgum fyndið að sjá J.R. Smith vera kominn úr að ofan um leið og leikurinn var flautaður af í gær og hann var orðinn NBA-meistari á ný. Það voru reyndar ennþá eftir fimmtán sekúndur af leiknum þegar J.R. Smith fór úr bolnum sínum. J.R. Smith stalst líka til að snerta Larry O’Brien bikarinn fyrstur allra en hann var ekki afhentur með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna heldur þurftu leikmenn Lakers að sækja hann á borð. J.R. Smith stóðst ekki freistinguna og tók hann fyrstur. JR SMITH IS ALREADY SHIRTLESS #NBAFinals pic.twitter.com/Ad47wRz0us— ESPN (@espn) October 12, 2020
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira