Telur að mótefnapartí gæti endað illa Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 12:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni. Slíkt væri þó erfitt í framkvæmd og gæti hvatt fólk til að reyna gagngert að smitast af veirunni. Það gæti endað illa, að mati Þórólfs. Árni Steinn Viggósson, fjármálaverkfræðingur og veitingastaðareigandi, viðraði hugmynd að mótefnasamkvæminu í samtali við Mbl í gær. Árni, sem sjálfur veiktist af veirunni og er nú í einangrun, sagði téð partí ofarlega á óskalistanum að afplánun einangruninnar lokinni. Samkvæmið yrði „fjölmennt en um leið fullkomlega öruggt“. „Já, það er komið að því. Þá er bara öllum boðið sem eru komnir með mótefni. Það þarf bara hátt hlutfall að mæta, þar sem þetta eru bara 3.500 manns. 5% af þeim væru bara 175 manns og við þyrftum mun betri mætingu en það. Ég held að það væri feit stemning fyrir þessu og ég efast ekki um að b5 tæki viðskiptunum fagnandi,“ sagði Árni við Mbl. Hefði skilið hugmyndina sem unglingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort slíkt samkvæmi gengi upp með tilliti til sóttvarnalegra sjónarmiða. Þórólfur sagði að ef veiran ein væri höfð til hliðsjónar myndi það ganga upp. „En ég held að það myndi skapa ákveðið fordæmi sem ég er ekki endilega viss um að allir myndu virða, það er að segja hvort þeir væru með mótefni eða ekki mótefni. Og ég held að þetta myndi kannski gefa tilefni til þess að fólk reyndi að fá þessa veiru svo það gæti farið í partí. Og það gæti endað mjög illa,“ sagði Þórólfur. „En sem unglingur myndi ég alveg skilja þessa hugmynd vel,“ bætti sóttvarnalæknir við. Alma Möller landlæknir vísaði jafnframt í umræðu tengda þessu á upplýsingafundi í síðustu viku. „Við ræddum tvennt. Það er, að þeir sem hafa fengið Covid, þó þeir séu komnir með mótefni, geta verið veikir í lungun. Og það er hægt að fá aðrar veirur og bakteríur í lungun. Og þá getur fólk auðvitað verið með veiruna á höndunum og borið hana á milli, þótt það sé sjálft ónæmt. Þannig að við hvetjum einnig þá sem eru búnir að fá Covid að fara varlega hvað varðar sóttvarnir,“ sagði Alma. Þá benti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á að hugmyndin um mótefnapartí vekti upp áhugaverða siðferðislega spurningu, um hvort leyfa ætti sumum eitthvað en öðrum ekki í baráttunni við veiruna. Sömu reglur um samkomubann gangi þó yfir alla, hvort sem þeir séu með mótefni fyrir veirunni eða ekki. Umræðu Þórólfs, Víðis og Ölmu um mótefnapartí má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni. Slíkt væri þó erfitt í framkvæmd og gæti hvatt fólk til að reyna gagngert að smitast af veirunni. Það gæti endað illa, að mati Þórólfs. Árni Steinn Viggósson, fjármálaverkfræðingur og veitingastaðareigandi, viðraði hugmynd að mótefnasamkvæminu í samtali við Mbl í gær. Árni, sem sjálfur veiktist af veirunni og er nú í einangrun, sagði téð partí ofarlega á óskalistanum að afplánun einangruninnar lokinni. Samkvæmið yrði „fjölmennt en um leið fullkomlega öruggt“. „Já, það er komið að því. Þá er bara öllum boðið sem eru komnir með mótefni. Það þarf bara hátt hlutfall að mæta, þar sem þetta eru bara 3.500 manns. 5% af þeim væru bara 175 manns og við þyrftum mun betri mætingu en það. Ég held að það væri feit stemning fyrir þessu og ég efast ekki um að b5 tæki viðskiptunum fagnandi,“ sagði Árni við Mbl. Hefði skilið hugmyndina sem unglingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort slíkt samkvæmi gengi upp með tilliti til sóttvarnalegra sjónarmiða. Þórólfur sagði að ef veiran ein væri höfð til hliðsjónar myndi það ganga upp. „En ég held að það myndi skapa ákveðið fordæmi sem ég er ekki endilega viss um að allir myndu virða, það er að segja hvort þeir væru með mótefni eða ekki mótefni. Og ég held að þetta myndi kannski gefa tilefni til þess að fólk reyndi að fá þessa veiru svo það gæti farið í partí. Og það gæti endað mjög illa,“ sagði Þórólfur. „En sem unglingur myndi ég alveg skilja þessa hugmynd vel,“ bætti sóttvarnalæknir við. Alma Möller landlæknir vísaði jafnframt í umræðu tengda þessu á upplýsingafundi í síðustu viku. „Við ræddum tvennt. Það er, að þeir sem hafa fengið Covid, þó þeir séu komnir með mótefni, geta verið veikir í lungun. Og það er hægt að fá aðrar veirur og bakteríur í lungun. Og þá getur fólk auðvitað verið með veiruna á höndunum og borið hana á milli, þótt það sé sjálft ónæmt. Þannig að við hvetjum einnig þá sem eru búnir að fá Covid að fara varlega hvað varðar sóttvarnir,“ sagði Alma. Þá benti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á að hugmyndin um mótefnapartí vekti upp áhugaverða siðferðislega spurningu, um hvort leyfa ætti sumum eitthvað en öðrum ekki í baráttunni við veiruna. Sömu reglur um samkomubann gangi þó yfir alla, hvort sem þeir séu með mótefni fyrir veirunni eða ekki. Umræðu Þórólfs, Víðis og Ölmu um mótefnapartí má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira