Telur að mótefnapartí gæti endað illa Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 12:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni. Slíkt væri þó erfitt í framkvæmd og gæti hvatt fólk til að reyna gagngert að smitast af veirunni. Það gæti endað illa, að mati Þórólfs. Árni Steinn Viggósson, fjármálaverkfræðingur og veitingastaðareigandi, viðraði hugmynd að mótefnasamkvæminu í samtali við Mbl í gær. Árni, sem sjálfur veiktist af veirunni og er nú í einangrun, sagði téð partí ofarlega á óskalistanum að afplánun einangruninnar lokinni. Samkvæmið yrði „fjölmennt en um leið fullkomlega öruggt“. „Já, það er komið að því. Þá er bara öllum boðið sem eru komnir með mótefni. Það þarf bara hátt hlutfall að mæta, þar sem þetta eru bara 3.500 manns. 5% af þeim væru bara 175 manns og við þyrftum mun betri mætingu en það. Ég held að það væri feit stemning fyrir þessu og ég efast ekki um að b5 tæki viðskiptunum fagnandi,“ sagði Árni við Mbl. Hefði skilið hugmyndina sem unglingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort slíkt samkvæmi gengi upp með tilliti til sóttvarnalegra sjónarmiða. Þórólfur sagði að ef veiran ein væri höfð til hliðsjónar myndi það ganga upp. „En ég held að það myndi skapa ákveðið fordæmi sem ég er ekki endilega viss um að allir myndu virða, það er að segja hvort þeir væru með mótefni eða ekki mótefni. Og ég held að þetta myndi kannski gefa tilefni til þess að fólk reyndi að fá þessa veiru svo það gæti farið í partí. Og það gæti endað mjög illa,“ sagði Þórólfur. „En sem unglingur myndi ég alveg skilja þessa hugmynd vel,“ bætti sóttvarnalæknir við. Alma Möller landlæknir vísaði jafnframt í umræðu tengda þessu á upplýsingafundi í síðustu viku. „Við ræddum tvennt. Það er, að þeir sem hafa fengið Covid, þó þeir séu komnir með mótefni, geta verið veikir í lungun. Og það er hægt að fá aðrar veirur og bakteríur í lungun. Og þá getur fólk auðvitað verið með veiruna á höndunum og borið hana á milli, þótt það sé sjálft ónæmt. Þannig að við hvetjum einnig þá sem eru búnir að fá Covid að fara varlega hvað varðar sóttvarnir,“ sagði Alma. Þá benti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á að hugmyndin um mótefnapartí vekti upp áhugaverða siðferðislega spurningu, um hvort leyfa ætti sumum eitthvað en öðrum ekki í baráttunni við veiruna. Sömu reglur um samkomubann gangi þó yfir alla, hvort sem þeir séu með mótefni fyrir veirunni eða ekki. Umræðu Þórólfs, Víðis og Ölmu um mótefnapartí má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni. Slíkt væri þó erfitt í framkvæmd og gæti hvatt fólk til að reyna gagngert að smitast af veirunni. Það gæti endað illa, að mati Þórólfs. Árni Steinn Viggósson, fjármálaverkfræðingur og veitingastaðareigandi, viðraði hugmynd að mótefnasamkvæminu í samtali við Mbl í gær. Árni, sem sjálfur veiktist af veirunni og er nú í einangrun, sagði téð partí ofarlega á óskalistanum að afplánun einangruninnar lokinni. Samkvæmið yrði „fjölmennt en um leið fullkomlega öruggt“. „Já, það er komið að því. Þá er bara öllum boðið sem eru komnir með mótefni. Það þarf bara hátt hlutfall að mæta, þar sem þetta eru bara 3.500 manns. 5% af þeim væru bara 175 manns og við þyrftum mun betri mætingu en það. Ég held að það væri feit stemning fyrir þessu og ég efast ekki um að b5 tæki viðskiptunum fagnandi,“ sagði Árni við Mbl. Hefði skilið hugmyndina sem unglingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort slíkt samkvæmi gengi upp með tilliti til sóttvarnalegra sjónarmiða. Þórólfur sagði að ef veiran ein væri höfð til hliðsjónar myndi það ganga upp. „En ég held að það myndi skapa ákveðið fordæmi sem ég er ekki endilega viss um að allir myndu virða, það er að segja hvort þeir væru með mótefni eða ekki mótefni. Og ég held að þetta myndi kannski gefa tilefni til þess að fólk reyndi að fá þessa veiru svo það gæti farið í partí. Og það gæti endað mjög illa,“ sagði Þórólfur. „En sem unglingur myndi ég alveg skilja þessa hugmynd vel,“ bætti sóttvarnalæknir við. Alma Möller landlæknir vísaði jafnframt í umræðu tengda þessu á upplýsingafundi í síðustu viku. „Við ræddum tvennt. Það er, að þeir sem hafa fengið Covid, þó þeir séu komnir með mótefni, geta verið veikir í lungun. Og það er hægt að fá aðrar veirur og bakteríur í lungun. Og þá getur fólk auðvitað verið með veiruna á höndunum og borið hana á milli, þótt það sé sjálft ónæmt. Þannig að við hvetjum einnig þá sem eru búnir að fá Covid að fara varlega hvað varðar sóttvarnir,“ sagði Alma. Þá benti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á að hugmyndin um mótefnapartí vekti upp áhugaverða siðferðislega spurningu, um hvort leyfa ætti sumum eitthvað en öðrum ekki í baráttunni við veiruna. Sömu reglur um samkomubann gangi þó yfir alla, hvort sem þeir séu með mótefni fyrir veirunni eða ekki. Umræðu Þórólfs, Víðis og Ölmu um mótefnapartí má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira