Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2020 16:34 Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld átti þrjá hunda. Hundarnir þrír brunnu allir inni með eiganda sínum. Enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði áframsendu símtali frá Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Innhringjandi gafst upp eftir 57 sekúndur. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir galla á kerfi hennar að símtalið rataði ekki á málalista. Ekki liggur fyrir hvers vegna enginn svaraði í símann hjá fjarskiptamiðstöð. Hundarnir voru blendingar, að mestu Border Collie ekki ósvipaðir þeim sem sjá má á þessari mynd. WikiCommons/DAGOR53 Maðurinn og hundarnir fundust ekki fyrr en eftir aðra ábendingu, klukkan hálftvö á laugardag, rúmum hálfum sólarhring síðar. Hundarnir voru blendingar, að mestu Border Collie. Hönnunargalli á tölvukerfi 112 Fréttastofa hefur reynt að fá skýringar á málinu bæði frá lögreglunni á Suðurlandi í dag og Neyðarlínunni en án mikils árangurs. „Neyðarlínan svaraði símtalinu og gaf á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Símtalinu var ekki svarað af fjarskiptamiðstöðinni og slitið eftir 57 sekúndur af innhringjanda. Síðan er óljóst hvað gerðist eftir það og verið er að skoða það,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, á fimmta tímanum. Tómas Gíslason, aðstoðarforstjóri Neyðarlínunnar, hafði áður tjáði Ríkisútvarpinu síðdegis að hönnunargalli væri á tölvukerfi Neyðarlínunnar. Tómas Gíslason er aðstoðarforstjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Baldur Hrafnkell Símtalinu hafi verið beint til fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögreglustjóra en enginn svarað. Eftir tæpa mínútu hafi innhringjandinn gefist upp. Venjulega séu slík símtöl þó skráð á verkefnalista og hringt til baka. Haft er eftir Tómasi að álagið á símkerfið hafi verið mjög mikið á föstudagskvöldinu. Þá fari þau símtöl ekki á skrá sem voru í biðröð í kerfinu en aldrei ratað beint á tiltekið símtæki. Þessi galli verði lagaður í dag eða á morgun að sögn Tómasar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn tjáði Ríkisútvarpinu fyrr í dag að talið væri að maðurinn hefði þegar verið látinn þegar ábendingin barst Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Harma mjög að símtalið skilaði sér ekki Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 112 nú á fimmta tímanum segir að aðilarnir „harmi mjög að símtal þar sem tilkynnt um eld við Torfastaði í Grímsnesi hafi ekki skilaði sér í útkalli slökkviliðs og lögreglu á svæðinu.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Markmið lögreglu og 112 sé fyrst og fremst þjónustuhlutverk við almenning í landinu þegar neyð steðjar að. Ekki er útskýrt hvers vegna ekki var svarað í símann hjá fjarskiptamiðstöð lögreglu. „Tæknilegir annmarkar urðu til þess að lögregla fékk ekki tilkynningu um atburðinn áður en innhringjandi sleit símtali. Það skýrist af því að mál stofnaðist ekki í kerfum sem fjarskiptamiðstöð og 112 vinna með þegar símtalið var flutt á milli. Þegar hefur verið sett af stað vinna til þess að bæta hugbúnað svo slíkt geti ekki endurtekið sig.“ Fréttin var uppfærð klukkkan 17:34 og upplýsingar fjarlægðar sem áttu ekki erindi í frétt á þessu stigi málsins. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ökutæki mögulega á ferðinni við vettvang þegar eldurinn var hvað mestur Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. 12. október 2020 10:16 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld átti þrjá hunda. Hundarnir þrír brunnu allir inni með eiganda sínum. Enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði áframsendu símtali frá Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Innhringjandi gafst upp eftir 57 sekúndur. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir galla á kerfi hennar að símtalið rataði ekki á málalista. Ekki liggur fyrir hvers vegna enginn svaraði í símann hjá fjarskiptamiðstöð. Hundarnir voru blendingar, að mestu Border Collie ekki ósvipaðir þeim sem sjá má á þessari mynd. WikiCommons/DAGOR53 Maðurinn og hundarnir fundust ekki fyrr en eftir aðra ábendingu, klukkan hálftvö á laugardag, rúmum hálfum sólarhring síðar. Hundarnir voru blendingar, að mestu Border Collie. Hönnunargalli á tölvukerfi 112 Fréttastofa hefur reynt að fá skýringar á málinu bæði frá lögreglunni á Suðurlandi í dag og Neyðarlínunni en án mikils árangurs. „Neyðarlínan svaraði símtalinu og gaf á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Símtalinu var ekki svarað af fjarskiptamiðstöðinni og slitið eftir 57 sekúndur af innhringjanda. Síðan er óljóst hvað gerðist eftir það og verið er að skoða það,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, á fimmta tímanum. Tómas Gíslason, aðstoðarforstjóri Neyðarlínunnar, hafði áður tjáði Ríkisútvarpinu síðdegis að hönnunargalli væri á tölvukerfi Neyðarlínunnar. Tómas Gíslason er aðstoðarforstjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Baldur Hrafnkell Símtalinu hafi verið beint til fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögreglustjóra en enginn svarað. Eftir tæpa mínútu hafi innhringjandinn gefist upp. Venjulega séu slík símtöl þó skráð á verkefnalista og hringt til baka. Haft er eftir Tómasi að álagið á símkerfið hafi verið mjög mikið á föstudagskvöldinu. Þá fari þau símtöl ekki á skrá sem voru í biðröð í kerfinu en aldrei ratað beint á tiltekið símtæki. Þessi galli verði lagaður í dag eða á morgun að sögn Tómasar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn tjáði Ríkisútvarpinu fyrr í dag að talið væri að maðurinn hefði þegar verið látinn þegar ábendingin barst Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Harma mjög að símtalið skilaði sér ekki Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 112 nú á fimmta tímanum segir að aðilarnir „harmi mjög að símtal þar sem tilkynnt um eld við Torfastaði í Grímsnesi hafi ekki skilaði sér í útkalli slökkviliðs og lögreglu á svæðinu.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Markmið lögreglu og 112 sé fyrst og fremst þjónustuhlutverk við almenning í landinu þegar neyð steðjar að. Ekki er útskýrt hvers vegna ekki var svarað í símann hjá fjarskiptamiðstöð lögreglu. „Tæknilegir annmarkar urðu til þess að lögregla fékk ekki tilkynningu um atburðinn áður en innhringjandi sleit símtali. Það skýrist af því að mál stofnaðist ekki í kerfum sem fjarskiptamiðstöð og 112 vinna með þegar símtalið var flutt á milli. Þegar hefur verið sett af stað vinna til þess að bæta hugbúnað svo slíkt geti ekki endurtekið sig.“ Fréttin var uppfærð klukkkan 17:34 og upplýsingar fjarlægðar sem áttu ekki erindi í frétt á þessu stigi málsins.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ökutæki mögulega á ferðinni við vettvang þegar eldurinn var hvað mestur Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. 12. október 2020 10:16 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Ökutæki mögulega á ferðinni við vettvang þegar eldurinn var hvað mestur Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. 12. október 2020 10:16
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20
Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46
Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda