Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 07:18 Donald Trump á kosningafundinum í gær. Eins og sést á myndinni voru ekki margir stuðningsmanna hans með grímur. Getty/Joe Raedle Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ellefu dagar eru síðan forsetinn greindist með veiruna. Hann var lagður inn á spítala daginn eftir þar sem hann dvaldi í þrjár nætur. Síðastliðinn sunnudag sagði Sean Conley, læknir Trumps, hann ekki vera smitandi og í gær tilkynnti hann að forsetinn hefði greinst neikvæður fyrir veirunni nokkra daga í röð. Hann nefndi þó engar tilteknar dagsetningar í því samhengi. Þúsundir komu saman á kosningafundi Trumps í gær sem haldinn var utandyra í borginni Sanford. Margir þeirra voru ekki með grímur. „Ég labba inn og kyssi alla“ Á meðal þess sem Trump státaði sig af í ræðu sinni á fundinum var vöxtur hlutabréfamarkaðarins og að hafa komið tveimur dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna, auk þess sem þriðji dómarinn væri á leiðinni, Amy Coney Barrett. Þá setti forsetinn spurningamerki við skarpskyggni Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. watch on YouTube Þá ræddi Trump einnig Covid-19 og bata sinn. „Þeir segja að ég sé ónæmur. Mér líður eins og ég sé svo kraftmikill. Ég labba inn og kyssi alla. Ég kyssi strákana og fallegu konurnar, ég smelli á þig stórum, feitum kossi,“ sagði forsetinn meðal annars. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem forsetinn hyggst halda á næstu fjórum dögum í ríkjum þar sem baráttan um forsetaembættið er hvað hörðust á milli hans og Biden. Engin tilviljun að koma til baka í Flórída Aðeins þrjár vikur eru nú til kjördags. Samkvæmt könnunum er Biden með tíu prósentustiga forskot á landsvísu en munurinn er minni í nokkrum lykilríkjum, til dæmis Flórída, þar sem Biden leiðir með 3,7 prósentustigum samkvæmt meðaltali sem Real Clear Politics hafa reiknað út. Að því er segir í frétt BBC um málið er það engin tilviljun að Trump velji Flórída til þess að koma aftur í kosningabaráttuna eftir kórónuveirusmitið. Hann vill og þarf að vinna Flórída í kosningunum en hann vann nauman sigur þar árið 2016. Ríkið er eitt af hinum svokölluðu „sveifluríkjum“ (e. swing states), það er ríkjum sem Demókratar og Repúblikanar hafa skipst á að vinna í gegnum tíðina. Ríkið er sögulega talið mjög mikilvægt enda hefur það aðeins gerst ellefu sinnum í 42 forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna sá sem sigrar kjörið í Flórída nær ekki kjöri sem Bandaríkjaforseti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ellefu dagar eru síðan forsetinn greindist með veiruna. Hann var lagður inn á spítala daginn eftir þar sem hann dvaldi í þrjár nætur. Síðastliðinn sunnudag sagði Sean Conley, læknir Trumps, hann ekki vera smitandi og í gær tilkynnti hann að forsetinn hefði greinst neikvæður fyrir veirunni nokkra daga í röð. Hann nefndi þó engar tilteknar dagsetningar í því samhengi. Þúsundir komu saman á kosningafundi Trumps í gær sem haldinn var utandyra í borginni Sanford. Margir þeirra voru ekki með grímur. „Ég labba inn og kyssi alla“ Á meðal þess sem Trump státaði sig af í ræðu sinni á fundinum var vöxtur hlutabréfamarkaðarins og að hafa komið tveimur dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna, auk þess sem þriðji dómarinn væri á leiðinni, Amy Coney Barrett. Þá setti forsetinn spurningamerki við skarpskyggni Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. watch on YouTube Þá ræddi Trump einnig Covid-19 og bata sinn. „Þeir segja að ég sé ónæmur. Mér líður eins og ég sé svo kraftmikill. Ég labba inn og kyssi alla. Ég kyssi strákana og fallegu konurnar, ég smelli á þig stórum, feitum kossi,“ sagði forsetinn meðal annars. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem forsetinn hyggst halda á næstu fjórum dögum í ríkjum þar sem baráttan um forsetaembættið er hvað hörðust á milli hans og Biden. Engin tilviljun að koma til baka í Flórída Aðeins þrjár vikur eru nú til kjördags. Samkvæmt könnunum er Biden með tíu prósentustiga forskot á landsvísu en munurinn er minni í nokkrum lykilríkjum, til dæmis Flórída, þar sem Biden leiðir með 3,7 prósentustigum samkvæmt meðaltali sem Real Clear Politics hafa reiknað út. Að því er segir í frétt BBC um málið er það engin tilviljun að Trump velji Flórída til þess að koma aftur í kosningabaráttuna eftir kórónuveirusmitið. Hann vill og þarf að vinna Flórída í kosningunum en hann vann nauman sigur þar árið 2016. Ríkið er eitt af hinum svokölluðu „sveifluríkjum“ (e. swing states), það er ríkjum sem Demókratar og Repúblikanar hafa skipst á að vinna í gegnum tíðina. Ríkið er sögulega talið mjög mikilvægt enda hefur það aðeins gerst ellefu sinnum í 42 forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna sá sem sigrar kjörið í Flórída nær ekki kjöri sem Bandaríkjaforseti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira