Erlent

Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Rannsóknarskipið Oruc Reis við ankeri undan ströndum Tyrklands.
Rannsóknarskipið Oruc Reis við ankeri undan ströndum Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici

Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. MIkil spenna hefur myndast á milli ríkjanna vegna deilna þeirra um svæði þar sem talið er að finna megi töluvert af jarðgasi.

Rannsóknarskipinu Oruc Reis var siglt á umdeilda svæðið í ágúst en það var kallað til baka í síðasta mánuði, í aðdraganda viðræðna á milli ríkjanna. Tyrkir sögðu þó að skipinu hefði verið siglt í lands til viðhalds og nú hefur skipið aftur verið sent af stað og segja yfirvöld í Tyrklandi að áhöfn skipsins verði við rannsóknir næstu tíu daga.

Grikkir segja því ekki koma til greina að halda viðræðunum áfram á meðan skipið er á svæðinu umdeilda, samkvæmt frétt Reuters.

Í gær bárust þau skilaboð frá Aþenu að ákvörðun Tyrkja að senda skipið svo nærri grísku eyjunni Kastellorizo, sem er nærri ströndum Tyrklands, ógnaði friði á svæðinu.

Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa hótað því að beita Tyrki viðskiptaþvingunum vegna deilnanna. Það gæti verið gert í desember.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×