Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga metfjöldann úr fyrstu bylgjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 10:49 Róðurinn þyngist dag frá degi á Covid-19-göngudeildinni og búist er við fleiri innlögnum á spítalann á næstunni. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell 22 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. Í gær voru 23 inniliggjandi á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Már segir ekki tímabært að lesa of mikið í þessa breytingu á milli daga þar sem mikill fjöldi fólks hafi greinst með veiruna í liðinni viku. Þeir einstaklingar eigi, ef að líkum lætur, eftir að veikjast og því sé enn búist við því að innlögnum Covid-19-sjúklinga fjölgi á næstunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid-19-göngudeildinni, segir róðurinn þar þyngjast dag frá degi. Nú eru um 1000 sjúklingar í einangrun og því undir eftirliti hjá deildinni. Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga fjöldann þegar mest var í fyrstu bylgjunni í vor. Samkvæmt covid.is voru flestir með virk smit þann 5. apríl síðastliðinn eða alls 1.096. Núna eru 1.039 í einangrun samkvæmt covid.is en 83 greindust með veiruna innanlands í gær. Langflestir eru grænmerktir hjá Covid-19-göngudeildinni., það er að segja með væg einkenni sjúkdómsins. Um sex prósent, eða um 50 manns, eru gulmerktir sem þýðir að þeim er ekki batnandi á fimm dögum. Ragnar bendir á, líkt og Már, að mörg hundruð manns hafi greinst í síðustu viku. Það sé því búist við því að fleiri muni veikjast á næstu dögum en almennt koma alvarlega veikindi Covid-19 fram á fimmta til sjöunda degi. Fréttin varp uppfærð klukkan 11:12 með nýjum tölum yfir fjölda smitaðra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
22 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. Í gær voru 23 inniliggjandi á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Már segir ekki tímabært að lesa of mikið í þessa breytingu á milli daga þar sem mikill fjöldi fólks hafi greinst með veiruna í liðinni viku. Þeir einstaklingar eigi, ef að líkum lætur, eftir að veikjast og því sé enn búist við því að innlögnum Covid-19-sjúklinga fjölgi á næstunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid-19-göngudeildinni, segir róðurinn þar þyngjast dag frá degi. Nú eru um 1000 sjúklingar í einangrun og því undir eftirliti hjá deildinni. Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga fjöldann þegar mest var í fyrstu bylgjunni í vor. Samkvæmt covid.is voru flestir með virk smit þann 5. apríl síðastliðinn eða alls 1.096. Núna eru 1.039 í einangrun samkvæmt covid.is en 83 greindust með veiruna innanlands í gær. Langflestir eru grænmerktir hjá Covid-19-göngudeildinni., það er að segja með væg einkenni sjúkdómsins. Um sex prósent, eða um 50 manns, eru gulmerktir sem þýðir að þeim er ekki batnandi á fimm dögum. Ragnar bendir á, líkt og Már, að mörg hundruð manns hafi greinst í síðustu viku. Það sé því búist við því að fleiri muni veikjast á næstu dögum en almennt koma alvarlega veikindi Covid-19 fram á fimmta til sjöunda degi. Fréttin varp uppfærð klukkan 11:12 með nýjum tölum yfir fjölda smitaðra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira