Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga metfjöldann úr fyrstu bylgjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 10:49 Róðurinn þyngist dag frá degi á Covid-19-göngudeildinni og búist er við fleiri innlögnum á spítalann á næstunni. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell 22 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. Í gær voru 23 inniliggjandi á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Már segir ekki tímabært að lesa of mikið í þessa breytingu á milli daga þar sem mikill fjöldi fólks hafi greinst með veiruna í liðinni viku. Þeir einstaklingar eigi, ef að líkum lætur, eftir að veikjast og því sé enn búist við því að innlögnum Covid-19-sjúklinga fjölgi á næstunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid-19-göngudeildinni, segir róðurinn þar þyngjast dag frá degi. Nú eru um 1000 sjúklingar í einangrun og því undir eftirliti hjá deildinni. Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga fjöldann þegar mest var í fyrstu bylgjunni í vor. Samkvæmt covid.is voru flestir með virk smit þann 5. apríl síðastliðinn eða alls 1.096. Núna eru 1.039 í einangrun samkvæmt covid.is en 83 greindust með veiruna innanlands í gær. Langflestir eru grænmerktir hjá Covid-19-göngudeildinni., það er að segja með væg einkenni sjúkdómsins. Um sex prósent, eða um 50 manns, eru gulmerktir sem þýðir að þeim er ekki batnandi á fimm dögum. Ragnar bendir á, líkt og Már, að mörg hundruð manns hafi greinst í síðustu viku. Það sé því búist við því að fleiri muni veikjast á næstu dögum en almennt koma alvarlega veikindi Covid-19 fram á fimmta til sjöunda degi. Fréttin varp uppfærð klukkan 11:12 með nýjum tölum yfir fjölda smitaðra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Sjá meira
22 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. Í gær voru 23 inniliggjandi á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Már segir ekki tímabært að lesa of mikið í þessa breytingu á milli daga þar sem mikill fjöldi fólks hafi greinst með veiruna í liðinni viku. Þeir einstaklingar eigi, ef að líkum lætur, eftir að veikjast og því sé enn búist við því að innlögnum Covid-19-sjúklinga fjölgi á næstunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid-19-göngudeildinni, segir róðurinn þar þyngjast dag frá degi. Nú eru um 1000 sjúklingar í einangrun og því undir eftirliti hjá deildinni. Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga fjöldann þegar mest var í fyrstu bylgjunni í vor. Samkvæmt covid.is voru flestir með virk smit þann 5. apríl síðastliðinn eða alls 1.096. Núna eru 1.039 í einangrun samkvæmt covid.is en 83 greindust með veiruna innanlands í gær. Langflestir eru grænmerktir hjá Covid-19-göngudeildinni., það er að segja með væg einkenni sjúkdómsins. Um sex prósent, eða um 50 manns, eru gulmerktir sem þýðir að þeim er ekki batnandi á fimm dögum. Ragnar bendir á, líkt og Már, að mörg hundruð manns hafi greinst í síðustu viku. Það sé því búist við því að fleiri muni veikjast á næstu dögum en almennt koma alvarlega veikindi Covid-19 fram á fimmta til sjöunda degi. Fréttin varp uppfærð klukkan 11:12 með nýjum tölum yfir fjölda smitaðra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Sjá meira