Segir þörf á að fara „mjög hægt“ í að aflétta hertum aðgerðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. október 2020 11:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. Hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á fimmtudaginn og á von á að hertar aðgerðir gildi áfram. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað verði í minnisblaði til ráðherra þar sem hann eigi eftir að skrifa það og skila en leggur áherslu á að það þurfi að fara hægt í að aflétta aðgerðum. Núgildandi aðgerðir falla úr gildi næstkomandi mánudag. „Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur. Faraldurinn enn fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu Hertari reglur eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu vegna meiri útbreiðslu veirunnar þar. Þórólfur segir að enn sé fyrst og fremst verið að eiga við faraldurinn á höfuðborgarsvæðinu á meðan það gangi tiltölulega vel úti á landi. Hertari reglur verði því kannski eitthvað lengur við lýði á höfuðborgarsvæðinu. „En hvernig nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja um enda eru það stjórnvöld sem ákveða það,“ segir Þórólfur. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær sem er talsvert meira en á laugardag og sunnudag þegar annars vegar 60 greindust smitaðir og hins vegar 50. Þórólfur telur skýringuna á fjölgun smita liggja í því að miklu fleiri voru skimaðir í gær heldur en um helgina. Hann segir að auðvitað hefði verið gaman að sjá smitunum fækka meira. Allt öðruvísi faraldur núna en í vetur „En eins og við höfum sagt áður þá tekur að minnsta kosti eina til tvær vikur að sjá árangur af þessum aðgerðum. Í fyrstu bylgjunni í vetur þá tók það um tíu daga en ég held að það muni taka lengri tíma núna vegna þess að þetta er allt öðruvísi faraldur núna en í vetur. Hann er búinn að grafa meira um sig og ég held að það muni taka lengri tíma að sjá hann fara niður og auðvitað verður ánægjulegt þegar það gerist en ég held að það muni ekki gerast hratt,“ segir Þórólfur. Aðspurður kveðst hann ekki vita hversu langan tíma þetta muni taka nú en að allavega þurfi að bíða þessa viku. „Ég yrði hissa ef við myndum sjá miklar breytingar í þessari viku en ég held við ættum að sjá í framhaldi af því þetta fara niður. En ég bendi á aðrar þjóðir sem eru að beita hörðum aðgerðum, eins og til dæmis í Osló, það er búið að taka nokkrar vikur fyrir þá að sjá einhverjar miklar breytingar þannig að þetta gerist ekki mjög hratt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. Hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á fimmtudaginn og á von á að hertar aðgerðir gildi áfram. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað verði í minnisblaði til ráðherra þar sem hann eigi eftir að skrifa það og skila en leggur áherslu á að það þurfi að fara hægt í að aflétta aðgerðum. Núgildandi aðgerðir falla úr gildi næstkomandi mánudag. „Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur. Faraldurinn enn fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu Hertari reglur eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu vegna meiri útbreiðslu veirunnar þar. Þórólfur segir að enn sé fyrst og fremst verið að eiga við faraldurinn á höfuðborgarsvæðinu á meðan það gangi tiltölulega vel úti á landi. Hertari reglur verði því kannski eitthvað lengur við lýði á höfuðborgarsvæðinu. „En hvernig nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja um enda eru það stjórnvöld sem ákveða það,“ segir Þórólfur. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær sem er talsvert meira en á laugardag og sunnudag þegar annars vegar 60 greindust smitaðir og hins vegar 50. Þórólfur telur skýringuna á fjölgun smita liggja í því að miklu fleiri voru skimaðir í gær heldur en um helgina. Hann segir að auðvitað hefði verið gaman að sjá smitunum fækka meira. Allt öðruvísi faraldur núna en í vetur „En eins og við höfum sagt áður þá tekur að minnsta kosti eina til tvær vikur að sjá árangur af þessum aðgerðum. Í fyrstu bylgjunni í vetur þá tók það um tíu daga en ég held að það muni taka lengri tíma núna vegna þess að þetta er allt öðruvísi faraldur núna en í vetur. Hann er búinn að grafa meira um sig og ég held að það muni taka lengri tíma að sjá hann fara niður og auðvitað verður ánægjulegt þegar það gerist en ég held að það muni ekki gerast hratt,“ segir Þórólfur. Aðspurður kveðst hann ekki vita hversu langan tíma þetta muni taka nú en að allavega þurfi að bíða þessa viku. „Ég yrði hissa ef við myndum sjá miklar breytingar í þessari viku en ég held við ættum að sjá í framhaldi af því þetta fara niður. En ég bendi á aðrar þjóðir sem eru að beita hörðum aðgerðum, eins og til dæmis í Osló, það er búið að taka nokkrar vikur fyrir þá að sjá einhverjar miklar breytingar þannig að þetta gerist ekki mjög hratt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira