Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 16:31 Erik Hamrén hlustar á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, tilkynna landsliðsþjálfurunum að starfsmaður hefði smitast. VÍSIR/VILHELM Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari ræddi við Vísi í hádeginu, áður en að ljóst varð að hann yrði ekki á hliðarlínunni annað kvöld vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni KSÍ sem tengist íslenska hópnum. Ísland mætir Belgíu annað kvöld eftir að hafa tapað 3-0 gegn Danmörku á sunnudag en unnið Rúmeníu 2-1 síðasta fimmtudag í undanúrslitum EM-umspilsins. Óheppilegt að U21-landsliðið skyldi vera á útivelli Aðeins 19 leikmenn verða í íslenska leikmannahópnum en ekki 23 eins og leyfilegt er, að því gefnu að fleiri detti ekki út vegna sóttkvíar. „Það er auðvitað vandamál að U21-landsliðið skuli vera að spila utan landsins [gegn Lúxemborg í dag]. Þar með er erfitt að kippa inn mönnum þaðan, sérstaklega vegna Covid. En við megum bara gera fimm skiptingar og erum með nægan mannskap,“ sagði Hamrén. Hamrén kvaðst hafa haft það í huga fyrir yfirstandandi leikjatörn að hann vildi að sem fæstir leikmannanna yrðu í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum. Ísland væri í annarri stöðu en Danmörk og Belgía þar sem að Ísland spilaði þrjá mótsleiki en hin hefðu byrjað törnina á að hvíla menn í vináttulandsleik. Hamrén kvaðst hafa viljað að sem fæstir spiluðu alla þrjá leikina í byrjunarliði. Það væri of mikið leikjaálag. Hann hafi talið best að Jóhann Berg og Gylfi færu heim, samkomulag við Al Arabi varðandi Aron Einar náði bara til leikjanna við Rúmeníu og Danmörku, og fjórir leikmenn eru meiddir. Viðtalið við Hamrén má sjá í heild hér að neðan en hafa ber í huga að það var tekið upp fyrir tíðindi dagsins þess efnis að starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Klippa: Viðtal við Hamrén um Belgíuleik Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari ræddi við Vísi í hádeginu, áður en að ljóst varð að hann yrði ekki á hliðarlínunni annað kvöld vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni KSÍ sem tengist íslenska hópnum. Ísland mætir Belgíu annað kvöld eftir að hafa tapað 3-0 gegn Danmörku á sunnudag en unnið Rúmeníu 2-1 síðasta fimmtudag í undanúrslitum EM-umspilsins. Óheppilegt að U21-landsliðið skyldi vera á útivelli Aðeins 19 leikmenn verða í íslenska leikmannahópnum en ekki 23 eins og leyfilegt er, að því gefnu að fleiri detti ekki út vegna sóttkvíar. „Það er auðvitað vandamál að U21-landsliðið skuli vera að spila utan landsins [gegn Lúxemborg í dag]. Þar með er erfitt að kippa inn mönnum þaðan, sérstaklega vegna Covid. En við megum bara gera fimm skiptingar og erum með nægan mannskap,“ sagði Hamrén. Hamrén kvaðst hafa haft það í huga fyrir yfirstandandi leikjatörn að hann vildi að sem fæstir leikmannanna yrðu í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum. Ísland væri í annarri stöðu en Danmörk og Belgía þar sem að Ísland spilaði þrjá mótsleiki en hin hefðu byrjað törnina á að hvíla menn í vináttulandsleik. Hamrén kvaðst hafa viljað að sem fæstir spiluðu alla þrjá leikina í byrjunarliði. Það væri of mikið leikjaálag. Hann hafi talið best að Jóhann Berg og Gylfi færu heim, samkomulag við Al Arabi varðandi Aron Einar náði bara til leikjanna við Rúmeníu og Danmörku, og fjórir leikmenn eru meiddir. Viðtalið við Hamrén má sjá í heild hér að neðan en hafa ber í huga að það var tekið upp fyrir tíðindi dagsins þess efnis að starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Klippa: Viðtal við Hamrén um Belgíuleik
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31
Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54
Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47