Frumvarp um mannanöfn: Stuðningur frá stjórnarandstöðu en stjórnarliðar hugsi Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2020 19:30 Mannanafnafrumvarp dómsmálaráðherra nýtur, að því er virðist, fulls stuðnings Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata en deildar meiningar eru um það innan stjórnarflokkanna. Mikil andstaða er innan Miðflokksins. Mannanafnanefnd verður lögð niður og reglur um nöfn rýmkaðar verði frumvarp dómsmálaráðherra að lögum. Nöfnin mega þó ekki verða til ama. Þjóðskrá tekur á slíku og getur leitað álits umboðsmanns barna. Nöfn verði í nefnifalli, án greinis og hefjist á stórum staf. Nöfn megi hafa erlenda bókstafi á borð við Z. Fjöldi nafna verður ótakmarkaður og ný ættarnöfn heimil sem ekki eru skráð. Sleppa má dóttir, son og bur-endingum, fyrir þá sem eru með kynhlutlausa skráningu, og nota nafn foreldris í eignarfalli. Ráðherra á von á að frumvarpið verði að lögum og það komi til með að auka frelsi og halda í séreinkenni mannanafnahefðar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar, ásamt Áslaugu Örnu. Sigurður segist styðja frumvarpið en deildar meiningar eru innan Framsóknarflokksins um það. Vísir/Vilhelm „Ég held að við séum með umfangsmeira frumvarp en áður hefur komið fram um þessi mál sem fer milliveg á milli ólíkra sjónarmiða. Bæði að auka frelsi og auka möguleika fólks til að breyta um nafn eða taka upp nöfn sem ekki hafa verið leyfð hingað til. En líka að halda í ákveðin séreinkenni íslenskrar mannanafnahefðar að það sé meginregla að kenna sig við foreldri og nafn megi ekki verða barni til ama,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Sögur sýna að kerfið hafi elst illa Áslaug hefur óskað eftir sögum fólks sem hefur reynslu af því að fá ekki að breyta um nafn eða hefur neitað um að kenna sig ekki við foreldri. „Það sýnir svart á hvítu hversu illa kerfið hefur elst. Hvernig það hefur komið í veg fyrir að fólk geti valið sér nafn eða nefnt sig í höfuðið á afa sínum eða langafa eða langömmu, því þá var það nafn leyft en ekki lengur. Og svo auðvitað hvað margir hafa óskað þess að heita ekki í höfuðið á foreldrum sínum vegna fyrri samskipta.“ Skiptar skoðanir í hennar flokki Hún segist finna fyrir stuðningi við frumvarpið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Auðvitað eru skiptar skoðanir á þessu eins og mörgu öðru en þetta hefur verið landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins frá allavega 2015 og þetta er byggt á vinnu sem Ólöf Nordal setti af stað í gamla innanríkisráðuneytinu.“ Formaður Framsóknarflokksins segist styðja frumvarpið í óbreyttri mynd. Hann segir deildar meiningar um það innan síns flokks um frumvarpið sem lúta að áhyggjum um hefð Vinstri græn hugsi „Mér líst í ágætlega á þessar breytingar og á 21. öldinni held ég að það sé kominn tími á að endurskoða þessi lög. Það eru samt skiptar skoðanir um þetta mál og í mínum þingflokki líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm „Við höfum haldið til í ljósi þess að í dag er verið að fjalla um lög um kynrænt sjálfræði og breytingar á þeim, þá er það kannski partur af því að við þurfum að endurskoða mannanafnalögin.“ Athugasemdirnar sem Bjarkey hefur haft við frumvarpið eru fyrst og fremst þær að hlutverk mannanafnanefndar virðist einfaldlega færast yfir á þjóðskrá Íslands. „Mér finnst það dálítið sérstakt þar sem að ég sé ekki fyrir mér hvort það eru einstaklingar innan þjóðskrá sem eru til þess bærir. Í mannanafnanefnd hafa verið íslenskufræðingar sem manni hefur fundist vera til þess fallnir. Þetta er eitt af því sem ég vil skoða og hvernig við getum verndað mannanafnahefðina.“ Áslaug Arna segir að skilyrðin verði rýmkuð svo mikið með nýju lögunum að verkefni þjóðskrár verði ekki svo mikil. „Enda ekki margt sem þarf að skoða. Það verða bara grundvallarreglur eftir verði þetta frumvarp samþykkt.“ Bjarkey segir einnig skiptar skoðanir á því hvort eigi að leyfa ný ættarnöfn á Íslandi. Hún segir þó mörg góð framfaraskref í frumvarpinu. Hægt að breyta án þess að rústa hefðum Mesta andstaðan við frumvarpið út á við er i röðum Miðflokksins. „Mér líst ekki vel á þetta. Þetta er í rauninni algjörlega sambærilegt frumvarp og Viðreisn var með hér í fyrra sem var fellt af nánast öllum stjórnarliðum. Forsætisráðherra flutti þar mjög góða ræðu til að útskýra hvers vegna það væri ótækt og Sjálfstæðismenn gerðu slíkt hið sama,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Hann segir tvímælalaust hægt að laga mannanafnalögin. „Og koma til móts við þá sem eru ósáttir við þau án þess að rústa hefðinni sem við höfum haft frá landnámi og lengur.“ Hann segir ákveðin jaðartilvik hafa verið nefnd til að rökstyðja frumvarpið. „Einhver hefur orðið fyrir ofbeldi beggja foreldra sinna og vill ekki kenna sig við þá. Að sjálfsögðu á ekki að skylda fólk til þess. En það þarf að verja þessa hefð og við gerum ýmislegt í samfélaginu til að verja söguna, gildin og hefðirnar. Og nú erum við líklega að fara að setja íslensku sem þjóðartungumál í stjórnarskrána. Við viljum verja tungumálið. Þá tek ég undir með forsætisráðherra að vernd tungumálsins verður að vera í samhengi við mannanafnareglurnar.“ Áslaug Arna segir íslenska mannanafnahefð mun eldri en þau lög sem verið sé að breyta núna. Hefðin verði ekki viðhaldið með lögum heldur með vilja Íslendinga og ýmsum aðgerðum. „En ekki að banna fólki að nefna barnið sitt því nafni sem það vill,“ segir Áslaug. Sigmundur Davíð segir lög hafa verið sett til að vernda hefðina árið 1925. „Þá óttuðust menn að það væri að fjara undan þessu. Svo hefur þeim verið breytt, síðast 1996. Það er áhugavert að kynna sér umræðuna þá varð. Sumir töldu allt of langt gengið en allir bentu á að markmiðið þyrfti að vera að verja þessa hefð. En það er vikið frá aðvörunarorðum og þeim varnöglum í þessu frumvarpi.“ Telur Sjálfstæðismenn og VG velta málinu alvarlega fyrir sér Miðað við umræðuna sem varð vegna frumvarps Viðreisnar í fyrra ímyndar Sigmundur Davíð sér að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna velti málinu alvarlega fyrir sér. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var andsnúin frumvarpi Viðreisnar um breytingar á mannanafnalögum í fyrra. Taldi hún málið þurfa mun víðtækara samráð. Vísir/Vilhelm „Og höfum í huga að það er ekki verið að þvinga fólk. Þetta er spurning um að vernda hefð sem er að mínu mati jákvæð og tengir okkur við söguna. Þegar útlendingar flytjast hér fá þeir að sjálfsögðu að halda sínu nafni og geta þeir verið stoltir af því kynslóð fram af kynslóð. Þeir sem fóru til náms í Danmörku og tóku upp ættarnafn geta verið stoltir af því. En ríkið þarf ekki að hlutast til um það að rústa hefðum. Áslaug Arna telur að í hennar frumvarpi sé búið að liggja betur yfir vafaatriðum sem fólk var ósátt við í fyrr frumvörpum um breytingar á mannanafnalögum. „Bæði er það umfangsmeira og heldur ákveðnum línum inni sem voru ekki í fyrri frumvörpum.“ Alþingi Mannanöfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Áslaug Arna safnar sögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. 11. október 2020 22:12 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Mannanafnafrumvarp dómsmálaráðherra nýtur, að því er virðist, fulls stuðnings Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata en deildar meiningar eru um það innan stjórnarflokkanna. Mikil andstaða er innan Miðflokksins. Mannanafnanefnd verður lögð niður og reglur um nöfn rýmkaðar verði frumvarp dómsmálaráðherra að lögum. Nöfnin mega þó ekki verða til ama. Þjóðskrá tekur á slíku og getur leitað álits umboðsmanns barna. Nöfn verði í nefnifalli, án greinis og hefjist á stórum staf. Nöfn megi hafa erlenda bókstafi á borð við Z. Fjöldi nafna verður ótakmarkaður og ný ættarnöfn heimil sem ekki eru skráð. Sleppa má dóttir, son og bur-endingum, fyrir þá sem eru með kynhlutlausa skráningu, og nota nafn foreldris í eignarfalli. Ráðherra á von á að frumvarpið verði að lögum og það komi til með að auka frelsi og halda í séreinkenni mannanafnahefðar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar, ásamt Áslaugu Örnu. Sigurður segist styðja frumvarpið en deildar meiningar eru innan Framsóknarflokksins um það. Vísir/Vilhelm „Ég held að við séum með umfangsmeira frumvarp en áður hefur komið fram um þessi mál sem fer milliveg á milli ólíkra sjónarmiða. Bæði að auka frelsi og auka möguleika fólks til að breyta um nafn eða taka upp nöfn sem ekki hafa verið leyfð hingað til. En líka að halda í ákveðin séreinkenni íslenskrar mannanafnahefðar að það sé meginregla að kenna sig við foreldri og nafn megi ekki verða barni til ama,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Sögur sýna að kerfið hafi elst illa Áslaug hefur óskað eftir sögum fólks sem hefur reynslu af því að fá ekki að breyta um nafn eða hefur neitað um að kenna sig ekki við foreldri. „Það sýnir svart á hvítu hversu illa kerfið hefur elst. Hvernig það hefur komið í veg fyrir að fólk geti valið sér nafn eða nefnt sig í höfuðið á afa sínum eða langafa eða langömmu, því þá var það nafn leyft en ekki lengur. Og svo auðvitað hvað margir hafa óskað þess að heita ekki í höfuðið á foreldrum sínum vegna fyrri samskipta.“ Skiptar skoðanir í hennar flokki Hún segist finna fyrir stuðningi við frumvarpið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Auðvitað eru skiptar skoðanir á þessu eins og mörgu öðru en þetta hefur verið landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins frá allavega 2015 og þetta er byggt á vinnu sem Ólöf Nordal setti af stað í gamla innanríkisráðuneytinu.“ Formaður Framsóknarflokksins segist styðja frumvarpið í óbreyttri mynd. Hann segir deildar meiningar um það innan síns flokks um frumvarpið sem lúta að áhyggjum um hefð Vinstri græn hugsi „Mér líst í ágætlega á þessar breytingar og á 21. öldinni held ég að það sé kominn tími á að endurskoða þessi lög. Það eru samt skiptar skoðanir um þetta mál og í mínum þingflokki líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm „Við höfum haldið til í ljósi þess að í dag er verið að fjalla um lög um kynrænt sjálfræði og breytingar á þeim, þá er það kannski partur af því að við þurfum að endurskoða mannanafnalögin.“ Athugasemdirnar sem Bjarkey hefur haft við frumvarpið eru fyrst og fremst þær að hlutverk mannanafnanefndar virðist einfaldlega færast yfir á þjóðskrá Íslands. „Mér finnst það dálítið sérstakt þar sem að ég sé ekki fyrir mér hvort það eru einstaklingar innan þjóðskrá sem eru til þess bærir. Í mannanafnanefnd hafa verið íslenskufræðingar sem manni hefur fundist vera til þess fallnir. Þetta er eitt af því sem ég vil skoða og hvernig við getum verndað mannanafnahefðina.“ Áslaug Arna segir að skilyrðin verði rýmkuð svo mikið með nýju lögunum að verkefni þjóðskrár verði ekki svo mikil. „Enda ekki margt sem þarf að skoða. Það verða bara grundvallarreglur eftir verði þetta frumvarp samþykkt.“ Bjarkey segir einnig skiptar skoðanir á því hvort eigi að leyfa ný ættarnöfn á Íslandi. Hún segir þó mörg góð framfaraskref í frumvarpinu. Hægt að breyta án þess að rústa hefðum Mesta andstaðan við frumvarpið út á við er i röðum Miðflokksins. „Mér líst ekki vel á þetta. Þetta er í rauninni algjörlega sambærilegt frumvarp og Viðreisn var með hér í fyrra sem var fellt af nánast öllum stjórnarliðum. Forsætisráðherra flutti þar mjög góða ræðu til að útskýra hvers vegna það væri ótækt og Sjálfstæðismenn gerðu slíkt hið sama,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Hann segir tvímælalaust hægt að laga mannanafnalögin. „Og koma til móts við þá sem eru ósáttir við þau án þess að rústa hefðinni sem við höfum haft frá landnámi og lengur.“ Hann segir ákveðin jaðartilvik hafa verið nefnd til að rökstyðja frumvarpið. „Einhver hefur orðið fyrir ofbeldi beggja foreldra sinna og vill ekki kenna sig við þá. Að sjálfsögðu á ekki að skylda fólk til þess. En það þarf að verja þessa hefð og við gerum ýmislegt í samfélaginu til að verja söguna, gildin og hefðirnar. Og nú erum við líklega að fara að setja íslensku sem þjóðartungumál í stjórnarskrána. Við viljum verja tungumálið. Þá tek ég undir með forsætisráðherra að vernd tungumálsins verður að vera í samhengi við mannanafnareglurnar.“ Áslaug Arna segir íslenska mannanafnahefð mun eldri en þau lög sem verið sé að breyta núna. Hefðin verði ekki viðhaldið með lögum heldur með vilja Íslendinga og ýmsum aðgerðum. „En ekki að banna fólki að nefna barnið sitt því nafni sem það vill,“ segir Áslaug. Sigmundur Davíð segir lög hafa verið sett til að vernda hefðina árið 1925. „Þá óttuðust menn að það væri að fjara undan þessu. Svo hefur þeim verið breytt, síðast 1996. Það er áhugavert að kynna sér umræðuna þá varð. Sumir töldu allt of langt gengið en allir bentu á að markmiðið þyrfti að vera að verja þessa hefð. En það er vikið frá aðvörunarorðum og þeim varnöglum í þessu frumvarpi.“ Telur Sjálfstæðismenn og VG velta málinu alvarlega fyrir sér Miðað við umræðuna sem varð vegna frumvarps Viðreisnar í fyrra ímyndar Sigmundur Davíð sér að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna velti málinu alvarlega fyrir sér. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var andsnúin frumvarpi Viðreisnar um breytingar á mannanafnalögum í fyrra. Taldi hún málið þurfa mun víðtækara samráð. Vísir/Vilhelm „Og höfum í huga að það er ekki verið að þvinga fólk. Þetta er spurning um að vernda hefð sem er að mínu mati jákvæð og tengir okkur við söguna. Þegar útlendingar flytjast hér fá þeir að sjálfsögðu að halda sínu nafni og geta þeir verið stoltir af því kynslóð fram af kynslóð. Þeir sem fóru til náms í Danmörku og tóku upp ættarnafn geta verið stoltir af því. En ríkið þarf ekki að hlutast til um það að rústa hefðum. Áslaug Arna telur að í hennar frumvarpi sé búið að liggja betur yfir vafaatriðum sem fólk var ósátt við í fyrr frumvörpum um breytingar á mannanafnalögum. „Bæði er það umfangsmeira og heldur ákveðnum línum inni sem voru ekki í fyrri frumvörpum.“
Alþingi Mannanöfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Áslaug Arna safnar sögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. 11. október 2020 22:12 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24
Áslaug Arna safnar sögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. 11. október 2020 22:12