Borgarstjóri segir af sér í skugga óviðeigandi sambands og morðhótana Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 14:31 Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage, hann lætur af störfum í næstu viku. AP/Bill Roth Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér vegna undarlegrar flækju sem hefur undið upp á sig undanfarna daga. Borgarstjórinn tilkynnti að hann væri að segja af sér vegna „óviðeigandi skilaboðasambands“ við fréttakonu og eftir að hún birti alvarlegar ásakanir gegn honum og mynd af rassi hans. Hún hótaði sömuleiðis að myrða hann og eiginkonu hans. Maureen Athens, fréttakona og þulur hjá tveimur sjónvarpsstöðvum í Anchorage, birti á föstudaginn myndband á Facebook þar sem hún sakaði Berkowitz um að hafa deilt myndum af kynfærum sínum á síðu fyrir ólögráða stúlkur. Hét hún því að segja nánar frá ásökunum í fréttum dagsins. Berkowitz svaraði færslu hennarl í yfirlýsingu og sagði þessar ásakanir ósannar en Athens svaraði þeirri yfirlýsingu með því að birta mynd af berum afturenda borgarstjórans. Í fyrstu þráaðist borgarstjórinn, sem er giftur, við en hann viðurkenndi á mánudaginn að hafa átt í „óviðeigandi skilaboðasambandi“ við Athens. Berkowitz tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta í næstu viku. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt. Athens hefur ekki getað fært sannanir fyrir þeim ásökunum og lögreglan í borginni og Alríkislögregla Bandaríkjanna segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að ásakanirnar séu sannar, samkvæmt frétt New York Times. Þá opinberaði borgarstjórinn upptöku af skilaboðum sem Athens sendi honum. Á þeirri hljóðupptöku níðir Athens gyðinga og segist ætla að opinbera Berkowitz sem barnaníðing. „Ég mun fá Emmyverðlaun, svo þú getur annað hvort gefið þig fram, drepið þig, eða gert það sem þú þarft að gera,“ sagði Athens á upptökunni. Því næst sagðist hún ætla að drepa bæði Berkowitz og eiginkonu hans. Athens var svo handtekin seinna á föstudaginn. Það var skömmu eftir að hún hafði birt myndbandið á Facebook og var hún handtekin fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn en samkvæmt Anchorage Daily News áttu þau í ástarsambandi. Hún var færð fyrir dómara á laugardaginn og greip hún þar ítrekað fram í fyrir dómaranum, sem ávítti hana margsinnis. Bill Fielder sem stýrir fyrirtækinu sem gerir út sjónvarpsstöðvarnar tvær og var með Athens í vinnu segir að enginn þar hafi vitað af því að hún ætlaði að birta þetta myndband. Hann segir það ekki tengjast sjónvarpsstöðvunum tveimur og hefur hún verið úr starfi. Bandaríkin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér vegna undarlegrar flækju sem hefur undið upp á sig undanfarna daga. Borgarstjórinn tilkynnti að hann væri að segja af sér vegna „óviðeigandi skilaboðasambands“ við fréttakonu og eftir að hún birti alvarlegar ásakanir gegn honum og mynd af rassi hans. Hún hótaði sömuleiðis að myrða hann og eiginkonu hans. Maureen Athens, fréttakona og þulur hjá tveimur sjónvarpsstöðvum í Anchorage, birti á föstudaginn myndband á Facebook þar sem hún sakaði Berkowitz um að hafa deilt myndum af kynfærum sínum á síðu fyrir ólögráða stúlkur. Hét hún því að segja nánar frá ásökunum í fréttum dagsins. Berkowitz svaraði færslu hennarl í yfirlýsingu og sagði þessar ásakanir ósannar en Athens svaraði þeirri yfirlýsingu með því að birta mynd af berum afturenda borgarstjórans. Í fyrstu þráaðist borgarstjórinn, sem er giftur, við en hann viðurkenndi á mánudaginn að hafa átt í „óviðeigandi skilaboðasambandi“ við Athens. Berkowitz tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta í næstu viku. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt. Athens hefur ekki getað fært sannanir fyrir þeim ásökunum og lögreglan í borginni og Alríkislögregla Bandaríkjanna segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að ásakanirnar séu sannar, samkvæmt frétt New York Times. Þá opinberaði borgarstjórinn upptöku af skilaboðum sem Athens sendi honum. Á þeirri hljóðupptöku níðir Athens gyðinga og segist ætla að opinbera Berkowitz sem barnaníðing. „Ég mun fá Emmyverðlaun, svo þú getur annað hvort gefið þig fram, drepið þig, eða gert það sem þú þarft að gera,“ sagði Athens á upptökunni. Því næst sagðist hún ætla að drepa bæði Berkowitz og eiginkonu hans. Athens var svo handtekin seinna á föstudaginn. Það var skömmu eftir að hún hafði birt myndbandið á Facebook og var hún handtekin fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn en samkvæmt Anchorage Daily News áttu þau í ástarsambandi. Hún var færð fyrir dómara á laugardaginn og greip hún þar ítrekað fram í fyrir dómaranum, sem ávítti hana margsinnis. Bill Fielder sem stýrir fyrirtækinu sem gerir út sjónvarpsstöðvarnar tvær og var með Athens í vinnu segir að enginn þar hafi vitað af því að hún ætlaði að birta þetta myndband. Hann segir það ekki tengjast sjónvarpsstöðvunum tveimur og hefur hún verið úr starfi.
Bandaríkin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira